Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 13
það ætla ég að gera alveg blákalt þó ég viti að ég lendi þar í andstöðu við Sigfús Daða- son sem mótmælir í áðurtilvitnaðri ritgerð sinni þeirri skoðun Geirs Kristjánssonar að það sem geri kvæði að kvæði sé hljómfallið, rytminn. ,,Eini mælikvarðinn ákvæði“ seg- ir Geir ,,er að hægt sé að slá það á trumbu." Þessu mótmælir Sigfús og telur að hið ytra form sé harla ófulkominn mælikvarði á all- an skáldskap. Sigfús segist þreyttur á deil- um um form, segist ekki hafa áhuga á slíkum sundurgreiningum og vitnar í bréf sem hann hafi fengið frá einum lesanda fyrstu ljóðabókar sinnar með svohljóðandi spurningu:,,... stundum er ég ekki viss um muninn á kvæði og smásögu, hver er mun- urinn?“ „Ég hefði átt að svara þessu þannig“ segir Sigfús síðan í sönnum tröppuanda: ,,Ef þú hefur ekki gleymt því hvort þú varst að lesa kvæði eða smásögur meðan þú last bókina þá er hún ekki þess virði að þú brjótir heil- ann um hvort í henni séu kvæði eða smá- sögur.“ Það er að segja, þegar um góðan skáldskap er að ræða þá ógildir efnið allt hjal um form. Þetta er auðvitað ágætt svar og líkast til hárrétt, en það hjálpar því miður ekki neitt þeim sem eru svo miklir þver- hausar að vilja samt reyna að gera sér grein fyrir því hvers vegna sumar bókmenntir eru prósi, en aðrar póesía. Og enn minna hjálpar það okkur bragtæknifræðingunum, hagyrð- ingunum og handverksmönnunum þegar við erum að reyna að fóta okkur á svell- bunkum hins alltumlykjandi nýfrelsis. Hrynjandinni og trumbu Geirs Kristjáns- sonar til stuðnings ætla ég loks að kveðja til Bertolt Brecht, skáld sem orti háttbundið lengi framan af, en æ meira á frjálsu formi eftir því sem tímar liðu fram. Árið 1938 skrifaði hann hugleiðingar sem hann kall- aði ,,Um rímlaus ljóð með óreglulegri hrynjandi“. Þar leitasthann í upphafi við að svara svipaðri spumingu og lesandi Sigfús- ar Daðasonar lagði fyrir hann: „Hvers vegna kallarðu suma texta þína ljóð þó hvorki sjáist þar rím né föst hrynjandi?" Brecht svarar þessu svona: Ég kalla þau ljóð vegna þess að þó ekki sé þar um reglubundna hrynjandi að ræða þá er hún þar samt fyrir hendi (breytileg, synkópísk, gestísk). Þetta sama held ég eigi við um allan skáld- skap allra okkar óháttbundnu nútímaskálda sem kunna eitthvað til verka. Hrynjandin er þeim í blóð borin af því að þau eru hand- gengin góðum skáldskap frá öllum tímum. En ef tilfinningin fyrir hrynjandi er ekki til staðar megna jafnvel snjöllustu hugmyndir, dýpsta reynsla og næmasta skynjun ekki að hrífa þá sem ljóðum unna. Hefðin býr þannig í þessum skáldum og skilar sér í gegn jafnt vitað sem óvitað. Ef þetta samhengi gleymist eða ef haldið verður áfram að vinna gegn því með því að halda því sífellt að fólki að ströng og frjáls bragform eigi ekkert sameiginlegt og séu jafnvel óumflýjanlegar og óyfirstíganlegar andstæður þá óttast ég að ljóðmálið eigi enn eftir að þynnast og fletjast út, æ meir þar til engin fær aðgreint það frá verðkönnunum eða leiðbeiningum um meðferð hrærivéla. Ég lýk þessu með því að vitna í orð Steins Steinars í viðtali við Birting 1955: — Ég held það sé aukaatriði, hvort ljóð er rímað eða órímað. Enginn verður skáld fyr- ir það eitt að sleppa stuðlum, höfuðstöfum og endarími, á sama hátt og enginn verður skáld fyrir rímið eitt saman.—Aftur á móti hefur mér ævinlega fundist ljóðformið TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.