Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 21
segir Heine. Þess iðja heldur vissulega áfram allt til þessa dags: nú síðast er Guð- bergur Bergsson í samtalsbók að lýsa list- um og bókmenntum sem heilagri iðju í einu orðinu en í öðru sem ,,óværu“ sem á hann skríður.17 En hér er annað og meira á ferð: við sjáum allt í kringum okkur ótal dæmi þess að bókmenntirnar hafa þokað til hliðar í samfélaginu. Okkur finnst einatt að þær séu komnar á annan og verri stað en þær áður voru. Þær hafi verið gengisfelldar. Það sé ekki til mikils af þeim ætlast. Enginn óttist þær lengur. Sumir ganga svo langt, að sakna ritskoðunar og ofsókna á hendur skáldum í kommúnistaríkjum sem voru: þegar þeim létti og allt varð frjálst féll um leið síðasta virki skálda sem á var hlustað með heilagri von um að þau segðu satt þótt allir aðrir færu með lygi og smjaður. Kannski á það einmitt við hér að segja, að í gangi sé og hafi um skeið verið „vanhelg- un“ eða ,,afhelgun“ bókmenntanna. Þær hafa þokað af því sviði þar sem þær tengjast við eilíf sannindi, ritningar, spá- dómsgáfu, æðri skilning, uppeldi til göf- ugra tilfinninga. Bækur lenda síðan — í nýrri uppstokkun verðmæta — við hliðina á öllum öðrum textum, fjöldaframleiðsl- unni, afþreyingunni, og höfundamir lenda við hliðina á öðrum skemmtikröftum og „þekktum persónum“ sem fjölmiðlareltast við og spyrja hvað þær hafi í tekjur eða hvort þær haldi framhjá og hvemig þær standi sig í áfengisvandanum. Skáld — hvort þau em lífs eða liðin — hafa verið svipt lotningarblandinni virðingu og lenda í kvöm nærgöngullar forvitni eins og allir aðrir sem nafn bera. Og markaðurinn sem öllu ræður nú um stundir, hann stendur sig mun betur í því að selja ævi (einkalíf) skálda en verk þeirra. Og lestur bóka er óralangt frá því að vera helgistund, verður miklu heldur einn af átján valkostum á frí- stundamarkaðinum. Hvemig skyldi nú standa á þessari afhelg- un eða vanhelgun bókmenntanna? Það var metnaður bókmenntanna, sem trúðu á sjálfar sig, allt frá rómantrkinni, að vera fleinn í holdi samfélagsins. Heimur skáldskaparins var ekki aðeins æðri hvunn- dagsleikanum — hann var líka einskonar andóf gegn nytjahyggju, gegn því að öll verðmæti yrðu að söluvarningi. Hve mörg verk stór og smá þekkjum við ekki, sem lýsa því yfir með grimmd og hæðni og kannski trega að heimur skáldskapar og heimur smáborgarans, filisteans, séu í raun- inni með öllu ósamrýmanlegir. Heinrich Heine vildi gjama hitta fyrir volduga lesti og ferlega glæpi: Nur diese satte Tugend nicht Und zahlungsfáhige Moral barasta ef hann kæmist hjá að sjá „þessa mettu dyggð og þennan greiðslugetu-mór- al“. Og skáldið er þá teygt á milli síns ofmetnaðar (sem ég áður minntist á) og vanmáttar. Sitjandi yfir handriti sínu er skáldið Heimssmiður og Löggjafi, en úti í veruleikanum, á markaðnum, í hvunndags- leikanum er hann vanmáttugur, útskúfaður, athlægi hinna praktísku manna. Líkast til mun skáldið verða úti í hretum lífsins, far- ast, meðan smásálin lagar sig að aðstæðum og lifir af. Og jafnvel þótt skáldið í sinni fómfýsi og réttlátri reiði reyni að yrkja kjark í lýðinn, þá verður göfugt framtak þess til lítils, eða eins og Heine kveður í „Til pólitísks skálds“: Der Knecht singt gern ein Freiheitslied Des Abends in der Schenke TMM 1993:2 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.