Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 30
smáborgaraskapar. Núorðið heyrir slík þakklætiskennd víst til fyrri kynslóðum, jafnt smáborgara sem annarra. f stað þess að ljá þakklætiskennd rúm í sögunni gerir hann velgerðarmanninn ósjálfbjarga; gerir hann að deyjandi holdi. Finna má af frá- sögninni að vanmátturinn er talinn hafa ver- ið hans allan tímann þrátt fyrir auð og indverska dulspeki. í heimferðinni er vel- gerðarmaðurinn heltekinn af sjúkdómi og ófær til allra hluta. En sögumaður hrærist ekki til meðaumkunar; meðan klefanautur hans tærist upp af krankleikanum veltir hann sér upp úr bókmenntaástum til til- fallandi kvenpersónu um borð sem ekkert skilur í honum í náttúrulegri einfeldni sinni. Þeirri lífssýn sem Steinar býður fram í stað dulspekinnar er torlýst enda hætt við að hún glati að einhverju leyti merkingu sinni við að samræmast samfelldu mynd- máli. Þetta var vandi Steinars á höfundar- ferli hans. Sögur hans eru hrollvekjur, sú sýn sem hann reyndi að gera skil með þeim óhjákvæmilega brotakennd með því að sundrungin, ósamræmið var eitt með öðru sem fól í sér skelfileika hennar. Maðurinn þráir en getur ekki orðið heill. Ástríðan sundrar en listin setur skilyrði urn einingu og hvemig verður þá sú list sem lýsir ástríð- um? Steinar þreifaði fyrir sér við að sernja hroll- vekjur af því ístöðuleysi að engin slík hefð fyrirfannst í íslenskum bókmenntum þótt til séu einstök verk af því tagi frá fyrri tíð. Og hann hafði ekki hlotið þá menntun að geta plantað sér í erlenda hefð og hafið innflutn- ing. í annan stað var Steinar alla sína tíð afsprengi sjávarþorpsins, Hellissands og Skaga, og því þegar flakkari á framandi slóðum er hann gerði að lífsinntaki sínu að takast á við skáldsagnasmíðar. Rætur ís- lensks skáldskapar gróa inn til dala en ekki út með sjó. En svo virðist sem aldurinn hafí fært hann nær marki sínu fremur en nokkuð annað. Dvínandi ástríður og þar með kröfur um afdráttarleysi í lýsingum gerðu honum fært að hnika saman táknmynd og efni uns saman gekk upp úr miðjum aldri. Djúpið (1973) er vaðall, mikið safn af setningum, sumum skemmtilega skringilegum en óneitanlega lítið annað. Ekkert vægi er milli lesanda og sögumanns, engin leið að fækka svo möguleikunum á merkingartengslum að úr verði saga, sýn, eða lýsing á viðvar- andi sálarástandi. Þetta er ekkert annað en óheftar hugrenningar, og það í grunntóninn óviðfelldnar því að þær eru vaktar af tón- listarflutningi en ekki sjálfgefnar. Tilfinn- ingaflæði sem minnir á sjálfsfróun. En bíddu nú við, svona óheft skrif voru á þeim tíma sem þau komu út gilt framlag til bók- mennta sem voru að kafna úr virðuleika. / Síngan Rí (1986) tekst honum að ná saman vaðlinum og skýrum táknmyndum, hafs og skógar. Vaðallinn um allt og ekkert opnar leið til frumstæðs hugarástands sem þessi tvö náttúrufyrirbæri eru látin tákna með sígildum hætti. En hver verður reisn mannsins sem leggur á djúpið þar sem ekk- ert þrífst nema fiskar? Taktu eftir því hversu algeng lífssýnin er í íslenskum skáldskap seinni ára sem á annað borð ber með sér að vera tilraun til að brjótast niður úr yfir- borðsmennskunni; brjótast út úr persónu- leikanum. Samkvæmt þeim sögum og ljóðum hættir sá sem það gerir á að hann máist út en stendur til boða sakleysi. Þessi lífsskoðun kemur fram í „Hel“ Sigurðar Nordals. Óminni varð hlutskipti Álfs að lokum sem jafnan hafði firrt sig ábyrgð og sekt. Samkvæmt þessari dulspeki efnis- 28 TMM 1993:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.