Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 71
um,* að hin hiklausa krafa okkar um „hér og nú“ geti verið þrándur í götu sem skyggir á samhengi og heildarsýn. Galli við að horfa á alla hluti og hræringar með sjálfan sig að miðpunkti er sá að slík- um sjáanda hættir til að gera persónumar umhverfis að beinum fulltrúum fyrir sögu- leg og félagsleg fyrirbæri sem í verunni em miklu flóknari. Þetta er reyndar alþekktur vandi úr svokölluðum raunsæisskáldskap, ekki síst ef hann á líka að vera félagslegur, einsog menn kannast við bæði fyrr og síðar — til dæmis í nýlegum norrænum bók- menntum undir maóískum áhrifum. Það er auðvitað aumur rithöfundur sem ekki kenn- ir til í stormum sinnar tíðar. I sífellu hafa ákafaviðhorf til félagshreyfínga hinsvegar leitt mann og annan til hinna mestu von- brigða í stjómmálum og trúarefnum: goð eru með þeim ósköpum gerð að falla af stalli, og hinu dýrsta kvæði kemur skáldið eigi lengur fyrir sig. í öðm samhengi verður varla skýrt hvem- ig á því stendur að þegar Arni vill ræða betur þá stuttu dóma sem Þórarinn kveður upp í viðtalinu sé Árni allt í einu í sonnett- unni orðinn fulltrúi og verjandi þess samfé- lagskerfís eystra sem Þórarinn réttilega fordæmir. Þáttur Áma í umræðu og um- fjöllun hérlendis um Sovétkerfið hefur í aldarfjórðung verið slíkur að það er full- komin staðleysa að stilla honum þarna upp. Árni var einna fyrstur vinstrimanna til að benda á að keisarinn eystra væri ekki í fötum. Hann þurfti á sínum tíma að hafa allnokkuð fyrir andstöðu sinni gegn valda- klíkunni í sovésku ríkjunum — bæði í starfi sínu og einkalífi — en varð jafnframt miðill nýrra hugmynda og sannferðugur viðmæl- andi þegar næsta kynslóð var að reyna að átta sig, menn á aldur við okkur Þórarin Eldjárn. Á hinn bóginn hefur Árni litið svo á að í arfi verkalýðshreyfingar, sjálfstæðisbaráttu og menningarvarðstöðu sé að finna ýmis- legt góss sem hollt sé að hafa með sér fram á nýja öld. Við þetta glíma jafnaðarmenn — sósíaldemókratar — einmitt um þessar mundir, og það er ákaflega bemskt að hafna fyrirfram öllum þeim ávinningi af þeim ástæðum að í austurvegi hrundi loksins spilaborg sem hérlendis hafði ekki verið til alvöruumræðu í þrjá áratugi. Menn geta svo skemmt sér við það endalaust að rífast um meiningar og markmið einstakra stjóm- málamanna og áhrifamanna annarra fyrr á öldinni, til dæmis í andófi gegn her í landi. Það er sagnfræðilegt viðfangsefni hvernig hver einstakur herstöðvaandstæðingur hugsaði: Hvers vegna var Kristinn E. Andr- * Hér mætti bollaleggja, en ég læt nægja að benda á grein Kunderu í nýjasta Bjarti (1/1993, þýð. Friðrik Rafnsson) um Vegi í þoku: „Enginn hlustar á neinn, allir skrifa og allir skrifa á sama hátt og rokk er dansað: einir, við sjálfa sig, uppteknir af sjálfum sér en hrista sig þó á sama hátt og allir hinir. Við þessar kringumstæður sjálfshneigðarþar sem allir eru eins skiptir sektarkenndin ekki eins miklu máli og áður var. Dómstólarnireru enn starfræktir en áhugi þeirra beinist einungis að fortíðinni. Hann beinist einungis að miðri öldinni, að þeim sem em orðnir aldraðir eða komnir undir græna torfu. Vald föðurins olli persónumKafkasamviskubiti. AðalpersónaníDo'wm/mfelluríónáðhjáföðursínumogþaðereinfaldlega þess vegna sem hún drekkir sér. Sá tími er liðinn: það er búið að koma slíku samviskubiti inn hjá föðumum að hann er fyrir löngu farinn að leyfa allt. Hinir ósakhæfu dansa.“ Á þessari „sjálfshneigð" em auðvitað jákvæðari hliðar, samanber til dæmis rokkfræði Gests Guðmundssonar (m.a. í TMM 4/1991), og því ekki líka sjálfan Bob Dylan í frægri hendingu: Don’t follow leaders/Watch the parkin’ meters. TMM 1993:2 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.