Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 99
lensku þjóðarinnar oft?) auk íslenskra rithöf-
unda, bókmenntafræðinga, bændaþjóðfélags-
ins og hans eigin flekkleysis, því allt fær hér
sinn dágóða skammt.
Þetta er þó ekkert samhengislaust raus. Á bak
við þetta langa viðtal og allar þessar, ,pillur“ býr
sú hugmynd að skáldinu eða skáldsagnahöf-
undinum (sem er gæddur eiginleikum þess upp-
runalega og einstaka meðan rithöfundurinn er
sá sem fer vel með form en á um leið litla
innistæðu fyrir því (guðbergsk skilgreining)) sé
ekkert óviðkomandi í samfélaginu því hugsun
um listir og skáldskap sé jafnframt hugsun um
samfélag, hvorttveggja byggist á ákveðnum
formum sem eru um leið samverkandi.
Skáldsagan og þjóðfélagið birtast í máli Guð-
bergs sem lífrænar en þó manngerðar heildir
sem lúta ákveðnum formrænum lögmálum sem
skáldsagnahöfundurinn kemur inn í með hugs-
un sína og mótar eða mótast af. Og hann veit að
hugsun er ekki andinn einn og sér heldur er
samofin henni önnur hugsun, sem er búkleg og
,,lágkúruleg“ og ekki er hægt að skilja frá hinni
nema með heimspekilegri eimingu. Persónu-
legir fordómar skjótast því óhindrað upp við
hliðina á því sem er ígrundað enda birta báðar
myndimar í eðli sínu hugsun skáldsagnahöf-
undarins. Hann er frumafl í þessum heimi list-
rænna forma og samfélagslegrar formgerðar.
Rætur hans standa í ffjórri sálarmold sem gerir
honum kleift með hugviti og dirfsku að vaxa
óháður öllum í sínar eigin hæðir. Hann erþví að
vissu leyti á mótum náttúru og menningar, and-
stæðu (eða samfellu) sem er mjög áberandi í
höfundarverki Guðbergs þar sem annars vegar
má sjá gróskumikla hugargeijun sem líkist
einna helst þróttmiklum vexti jurta sem fá að
vaxa í þéttbýli inni á afgirtum geymslusvæðum,
undir fiskhjöllum eða annarstaðar þar sem beit
og ágangur heldur þeim niðri, og hins vegar
skipulega hugsun og fagurfræði sem byggist á
svokallaðri æðri menningu hins vestræna
heims. Skáldsagnahöfundurinn og sköpun hans
vaxa á mótum þessara tveggja afla og eiginlega
utan og ofan við þau. 1 þessari dularfullu per-
sónu, skáldsagnahöfundinum, birtist á skýran
hátt trúin á hina einstaklingsbundnu getu lista-
mannsins sem er engu lík, hún er einstæð og að
vissu leyti sjálfsprottin líkt og lús eða arfí en um
leið telur hún sig vera í frjóu sambandi við
samfélagið og virkni þess.
En hafí einhver haldið að þessi skáldvitund
kæmi til hans á kvöldsloppnum fram í gættina
og lesandinn gæti kynnst „manninum á bak við
verkið“, án allra undanbragða, þá hefur sá sami
farið erindisleysu. Skáldið er náttúrað fyrir felu-
leiki og undanbrögð, og þegar lesandinn heldur
að það muni koma „eins og það er klætt“ í
rifuna, setur það óðar á sig grímu og fer undan
íflæmingi. Þaðerþvínokkuðtil íþvíþegarsagt
er á bókarkápu að þetta sé engin „dæmigerð
viðtalsbók“, því hún miðar ekki endilega að því
að opinbera persónuna Guðberg Bergsson held-
ur skoðanir hans, sem óneitanlega er nokkuð
svekkjandi fyrir þá sem hefðu viljað sjá meira
af safaríkum lýsingum á einkalífi hans.
Spyrjandinn, Þóra Kristín, þekkir sýnilega
mjög vel bakgrunn Guðbergs sem og verk hans
en einhvers staðar virðist hún hafa sogast inn í
mælsku skáldsins eða þá að það hefur blásið í
hana „sagnaranda", því orðfæri spuminganna
er stundum á hreinni „guðbergsku" og allt að
því óþægilega líkt svörunum. Þótt hún reyni að
fá hann til að skýra mál sitt betur þegar sleggju-
dómarnir keyra úr hófi fram, nær hún því miður
samt aldrei að byggja upp sannfærandi mótvægi
eða andstöðupól við viðmælandann, nokkuð
sem hefði áreiðanlega skerpt bókina. Það má
síðan náttúrlega spyrja sig hvort viðtalsbókin,
sem er í raun einskonar framhandleggur á
blaðaviðtalinu (en eins og allir vita hefur það
lengstum verið aðalform allrar menningarum-
ræðu í dagblöðunum) sé rétti vettvangurinn til
að setja fram skoðanir Guðbergs. Líklegast
hefði vandað greinasafn verið fýsilegra til að
koma hugsun hans á ffamfæri því þegar allt
kemur til alls hefur enginn annar íslenskur rit-
höfundur á seinni árum skrifað jafn mikið um
fagurfræði og listir og tekist að hefja það sem
hann skrifar upp á tiltölulega óhlutbundið svið,
TMM 1993:2
97