Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 104
legt að Ólafur Gunnarsson geri upphaf Voggu- þulu að einkunnarorðum skáldsögu sinnar Tröllakirkju, því mikilvægustu andstæður sög- unnar eru einmitt sakleysi og harmræn örlög. Aðalpersóna sögunnar, Sigurbjöm Helgason arkitekt, lendir smám saman í sömu vonlausu aðstöðunni og Stóri-Faxi þar sem „örend áin/ um hann vex í háls!“ Hér skiptir líka máli að Spánn tengist framvindu sögunnar með öðrum hætti og þangað sækir sagan sitt mikilvægasta tákn: Það er í Barcelona sem Sigurbjöm Helga- son tilvonandi arkitekt lítur augum Sagrada Familia, „Kirkju hinnar heilögu fjölskyldu“, og ákveður að teikna eina slíka á Skólavörðuhæð. í upphafi er sú bygging af hans hálfu mest hugsuð sem tákn sátta við móður hans, en verður að lokum Tröllakirkja helguð Mammoni; hefur um- myndast í stórt og nöturlegt vöruhús sem kallar ógæfu og örlagadóm yfir hans eigin fjölskyldu. Sígilt raunsæi Tröllakirkja er raunsæ skáldsaga í einföldustu merkingu þess hugtaks; þ.e. að í henni er fjallað um atburði sem geta átt og eiga sér stað í raun- verulegu og hversdagslegu lífi eins og við þekkjum það. Það er ekkert í sögunni sem brýtur gegn raunsæislögmálinu og til þess að undir- strika þetta hefur Ólafur skrifað söguna í við- eigandi stfl; hægum, hlutlægum og nákvæmum raunsæisstíl. Hann sviðsetur söguna árið 1953, að lfldndum til þess að fá meira frelsi en ef hann sviðsetti hana í okkar samtíma, en ekkert það gerist í sögunni sem ekki getur gerst í dag, og reyndar skírskotar hún beint til okkar samtíma í mörgum atriðum. Sagan um arkitektinn sér- lundaða sem reisir sér hurðarás um öxl í þeim tilgangi að bjarga fjárhag sínum, en með þeim afleiðingum að hann tapar bæði fjölskyldu og eigin sálarheill, er kunnuglegri en svo að við getum neitað henni um einkunnina „raunsæ“, jafnvel þótt í Tröllakirkju sé nokkuð teygt á þröngum viðmiðunum í því efni, að minnsta kosti ef hugsað er til margra þeirra skáldsagna sem skrifaðar voru undir merkjum félagslegs raunsæis á 8. áratugnum. Tröllakirkja skilur sig nefnilega í veigamiklum atriðum frá þeim flest- um og vottar ekki bara um endumýjaða trú á möguleika raunsæisformsins til þess að segja mikilvæga sögu með sannferðugum hætti, held- ur sýnir hún líka að hugmyndin um raunsæi hefur þróast áfram, eða kannski ætti maður að segja að allt sé nú komið í kring því mér virðist Ólafur sækja sínar lyrirmyndir í þessum efnum aftur í tímann. Tröllakirkja minnir nefnilega um margt á raunsæissögur í árdaga þeirrar stefnu, ekki síst skáldsögur rússneskra höfunda á 19. öld. Rammi sögunnar er hinn sami: Mikið er lagt uppúr tilteknu atviki sem upphafi atburðarásar sem síðan stefnirbeintaðharmrænumendi. Það sem minnir á höfund eins og Dostojevskí er bæði að atvik sögunnar og örlög persóna hennar eiga sér fyrst og fremst skýringar í sálarlífi þeirra og skapgerð, en jafnframt eiga tilviljanir einnig stóran þátt í framvindu atburða. Hvorttveggja verður að mínu mati mjög til þess að auka raunsæi sögunnar, styrk hennar og áhrifamátt. Þeirri söguskoðun er hafnað að ein- staklingar séu í einu og öllu skilyrtir af samfé- lagslegum aðstæðum og að samfélagið beri ábyrgð á óförum þeirra. Með því að hafna þess- ari nauðhyggju margra skáldsagna 8. áratugar- ins, má halda því fram með sterkum rökum að saga Ólafs verði raunsærri. Það er einmitt með því að skoða flókið samband einstaklings og samfélags með opnum huga og viðurkenna t.d. þá staðreynd að tilviljun sé raunsæ, þótt þver- stæðukennt kunni að virðast, sem Tröllakirkja ber vott um þróaðri skilning á hugtakinu raun- sæi, og hafa án efa hræringar undanfarinna ára í skáldsagnagerð valdið þar miklu um. Ein birt- ingarmynd þessa er að allt er óklárara, hér eru ekki dregnar upp einfaldaðar andstæður hetja og andhetja, eða myndir af máttvana einstak- lingum andspænis fjandsamlegu samfélagi, heldur er orsaka ófara söguhetjunnar leitað hjá honum sjálfum, í sögu hans og skapgerð og samspili margra annarra þátta. Þetta sést ekki bara í hugmyndaheimi sögunnar og persónu- 102 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.