Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 105
sköpun, heldur einnig í frásagnaraðferð hennar og stíl þar sem Olafur leyfir sér ýmislegt sem líklega hefði ekki þótt til prýði í skáldsögu fýrir tæpum tuttugu árum. I þessu efni má sérstak- lega benda á samtölin sem eru í senn markviss og orðmörg. Skyldleiki Ólafs við höfund eins og Dostojevskí verður enn sterkari við það að þótt vissulega megi greina hvassa gagnrýni á samfélagið í Tröllakirkju, þá er hann miklu frekar að rýna í einstaklinginn og taka til með- ferðar í skáldsöguformi eilíf álitamál um sið- ferði, fyrirgefningu og guð, af óvenjulegum metnaði og einurð. Raunsæissaga eins og Tröllakirkja hlýtur næstum að standa eða falla með byggingu sinni og frásagnartækni. Höfundur hefur áttað sig á mikilvægi þessa og því er hér mjög til þeirra hluta vandað. Bygging sögunnar er þrauthugs- uð og hún er vandlega styrkt með fyrirboðum og vísunum. Sjónarhorn færist milli persóna, sem og milli nútíðar og fortíðar og jafnframt nýtir höfundur sér dagbókarfærslur og bréf. Frásögnin er nokkuð hæg framan af, en rennur þó vel og smám saman verður straumur hennar stríðari. Þetta verður þó aldrei á kostnað hins nákvæma en þó margræða raunsæisstíls sem höfundur heldur út bókina. Byrjunin er þó býsna brött, lesandinn lendir strax inni í rifrildi þeirra feðga um sumarvinnu unglingsins Þórar- ins, án þess að hafa hugboð um mikilvægi henn- ar né heldur mannsins sem starir á þá af Skólavörðuholtinu. Þarna og á stöku stað má finna að því að frásögnin sé heldur knöpp, en hafa ber í huga að betra er van- en ofsagt. Hins vegar skila fyrirboðar og ýmis minni sér mjög vel og ná að líma söguna saman. Svo aðeins eitt dæmi sé nefnt hér má benda á hvernig Litla- Hraun er notað í sögunni. Óhappamaðurinn Ketill er vistaður þar þann tíma sem hann situr inni, en framarlega í sögunni hafði vinkona Vilborgar Sigurbjamardóttur sagt henni hryll- ingssögu um mann sem bjó á Litla-Hrauni í gamla daga og át börn! Trúhneigður vantrúarmaður? Sigurbjörn Helgason arkitekt er lykilpersóna sögunnar og úr hans höfði koma ekki bara þær hugsýnir sem hrinda atburðum sögunnar af stað heldur fer þar fram að mestu sú siðferðilega glíma sem mikilvægust er. Hlutlæg frásagnar- aðferð og persónusköpun höfundar veldur því að lesandi verður að ráða í persónur eftir orðum þeirra og gerðum, og ekki síður orðum og hugs- unum annarra persóna um þær. Hin mikla áhersla höfundar á sálfræðilega þætti veldur þ ví að ekki er hægt að líta svo á að einungis óvægn- ar kringumstæður og tilviljanir hrindi Sigur- bimi fram af hengifluginu. Til þess er sagan um of vörðuð fyrirboðum og upplýsingum um að persóna hans beri í sér ákveðnar veilur sem geti endað (eða hijóti að enda) með þeim harmleik sem síðar verður þegar hann hefur kallað sorg og dauða yfir alla þá sem honum eru kærir og auðvitað þá sem síst skyldi. Eftir því sem sögunni vindur fram fáum við meiri upplýsingar um æsku Sigurbjarnar. Hann elst upp í borgaralegri og umfram allt kristilegri fjölskyldu sem „litli bróðir" hins heilaga Jó- hannesar sem dó ungur og varð öllum harm- dauði. Svo virðist sem sá atburður valdi straumhvörfum ílífi Sigurbjarnar. „Það varöllu lokið fyrir mér þegar hann Jóhannes bróðir dó“, segir hann seint í sögunni og virðist líta á dauða bróðurins sem einhvers konar svik við sig. Þeg- ar hann er síðan sendur í guðfræðinám í fótspor bróðurins látna opinberast honum trúleysi sitt. Sú glíma við Guð sem fylgir í kjölfarið virðist einnig skilja eftir sig sár í huga hans sem ekki gróa, það sjáum við best á rótleysi hans í Kaup- mannahöfn. Þar drekkur hann mikið, umgengst portkonur og fær Sunnevu, síðar eiginkonu sína til þess að senda frá sér einkason sinn. Danskur kærasti hennar varar hana við Sigurbimi, segir hann kallaðan Raspútin og það er til marks um hversu vandlega sagan er byggð að síðar í sög- unni kemur sá rússneski loddari upp í umræðum dóttur Sigurbjarnar og vinkonu hennar á Eyrar- bakka og þá sem ímynd alls hins hryllilegasta. Oft er í sögunni minnst á að bros Sigurbjarnar TMM 1993:2 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.