Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 107
það rót sem kemst á Sigurbjörn í kjölfarið slítur tengsl hans við fjölskylduna. Eftir að Þórarinn litli, sáttabarn þeirra hjóna, verður fyrir þessari fólskulegu árás kviknar hugarglíman um guð að nýju og snýst nú um fyrirgefningu eða hefnd, hatur eða miskunnsemi. Þeir kaflar eru ein- hverjir bestu kaflar bókarinnar og sérlega vel skrifaðir. Þar sem Sigurbjöm ráfar um borgina með hitasótt og óráði, og minnir ekkert lítið á Raskolnikov stúdent, kemur glöggt ffam hver alvara er á ferðum vegna þess að brengluð skynjun hans á veruleikanum verður smám saman ofaná. Upp úr óráði hans hér kviknar allt í einu og óvænt hugmyndin um að drepa Guð- brand, sem kemur svo aftur upp löngu síðar; og það er einmitt þetta samspil tilviljana og ásetn- ings sem gerir söguna raunsæja. Hámark píslar- göngu Sigurbjamar er tvímælalaust heimsókn hans til meingerðamannsins Ketils, þar sem hann veifar Biblíunni og hagar sér eins og frels- aður maður. Lesandi gerir sér hins vegar grein fyrir því að það er ekki trúarvissa sem ber uppi hegðun hans hér, heldur frekar tilviljun. Það er tilviljun að Sigurbjöm veifar hér Biblíunni í stað þess hreinlega að kyrkja manninn. Illska æxlast af illsku Þegar hugsað er til skyldleika Tröllakirkju við sígildar raunsæissögur nítjándu aldar, hlýtur sú spuming að vakna hvort sagan leitist við að koma tilteknum boðskap á framfæri, líkt og raunsæissögur gerðu almennt þá og löngum síðar. I þessu efni skiptir mestu máli að hér fer því fjarri að hinn alvitri og hlutlægi höfundur sé með vísifingur á lofti eins og var svo áberandi í ýmsum sögum formúluraunsæis sem lögðu kapp á að benda lesanda fast á hinn seka og óréttlætið í samfélaginu. Hér eru ástæður harm- leiksins flóknari. Hugmyndaheimur kristindómsins er mikið til umræðu, eins og komið hefur frarn, en samt er hæpið að telja söguna benda beinlínis á fyrir- gefningarboðskap kristninnar sem einhveija allsheijarlausn í mannlegu félagi, til þess em illar afleiðingar ofbeldis Ketils alltof sláandi. Um leið eru líka dregnar fram veilur í samfélag- inu sem sannarlega vísa til okkar tíma, þar sem Ketill gengur brátt laus meðan fjölskylda þol- andans hefurbókstaflega verið lögð í rúst. Hlut- lægni frásagnarinnar er hér styrkur sögunnar, sem og sú flækja sálfræðilegra veilna, tilviljana og illvilja sem mótar gerðir manna. Hins vegar sýnist mér að af sögunni megi lesa þá almennu mórölsku niðurstöðu að illska leiði ávallt til illsku, ofbeldi fæði af sér ofbeldi. Þess vegna verður til dæmis aðeins tímaspursmál hvenær Sigurbjörn hefnir sín, hann er eins og gangandi tímasprengja. En ofbeldi er röklaust og til- viljunarkennt og í stað þess að Sigurbjöm láti „réttlátt" högg hefndarinnar nða yfir ofbeldis- manninn Ketil, þá lendir það fyrir samspil ým- issa þátta á hans besta vini. Það er margt fleira sem styður túlkun af þessu tagi, þ.e. að ofbeldi og illska séu nánast eins og bráðsmitandi sjúkdómar. Gott dæmi er þáttur Helga Sigurbjamarsonar í sögunni. Hann virð- ist ætla að verða sá í fjölskyldunni sem rís yfir aðstæður sínar, heilbrigður íþróttamaður í upp- hafi glæsilegs ferils. Við fylgjumst hins vegar með því hvernig ofbeldið gagnvart bróður hans verðurtil þess að vekjaí honum sjálfumofbeldi. Þegar Helgi heimsækir bróður sinn og konu hans í sumarbústaðinn fara að sækja á hann hugsanir um sams konar ofbeldisverk og Ketill hafði áður verið sakaður um: Að rota bróður sinn og taka konuna! Þessar hugsanir fylla hann andstyggð á sjálfum sér og reynast vatn á myllu þeirra sjálfseyðandi hvata sem íyrr hafa kvikn- að og leiða til falls hans. Persónusköpunin er líkt og sagan öll raunsæ í besta skilningi orðsins. Enda þótt flestar per- sónumar hafi ffemur skýrt markað hlutverk í heildarmynd sögunnar verður höfundur ekki sakaður um að hafa smíðað staðlaðar mann- gerðir. Flestar aukapersónumar eru þvert á móti afar minnisstæðar og vel gerðar. Við hlið Sigur- bjamar, sem eins og fyrr segir er möndulás verksins og þungamiðja siðferðilegrar umræðu þess, er stillt annars vegar hinum vammlausa og TMM 1993:2 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.