Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTIR Samspil Í sumar verður boðið upp á ókeypis íþróttaæfingar í Efra-Breiðholti. SÍÐA 4 Með hjólabakteríuÁgústa Edda Björns-dóttir er ein þeirra fjölmörgu sem taka þátt í Wow-Cyclo-thoninu í ár. SÍÐA 2 Í þúsundir ára hafa frumbyggjar í Mexíkó notað plöntukjarna til þess að lina og lækna verki og þjáningar. Sore No More er náttúrulegt og fljótvirkt verkjastillandi gel sem er án alkóhóls, kemískra íblöndunarefna, rotvarnarefnaog parabena. Sore No Mo hl VIRKAR STRAX Á VERKI OG EYMSLIGENGUR VEL KYNNIR Sore No More er náttúrulegt og fljótvirkt verkja- stillandi gel sem hentar einstaklega vel til þess að lina þráláta verki og eymsli án þess að taka töflur. 20% afsláttur MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 18 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 16. júní 2015 139. tölublað 15. árgangur Mánaðaverk að vinda ofan af verkföllum Himinháir skjalabunkar bíða afgreiðslu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Afgreiðslan á eftir að taka nokkurn tíma. 16 SKOÐUN Formaður Land- verndar segir álver á Hafurs- stöðum afleita hugmynd. 19 SPORT Ísland er ekki eina þjóðin sem hefur komið á óvart í undankeppni EM. 34 Vilja útrýma risahvönn Bjarnarkló, sem telst til risahvanna, hefur stungið sér niður á Akureyri. Plönt- urnar geta brennt fólk illa. 2 Stytta fannst á svölum Eðlilegt að verk í almannarými í stórborg verði fyrir núningi, segir Steinunn Þórarins- dóttir myndlistarkona. Stytta sem stolið var í Kaupmannahöfn er komin í leitirnar. 4 Þokast í átt að samkomulagi Formenn þingflokka reyndu að ná saman um þingfrestun á Alþingi í gær. Samkomulag gæti verið í fæðingu. 6 Kalla á flóttamannasjóð Mannrétt- indasamtökin Amnesty International segja ríki heims hafa brugðist illilega gagnvart flóttamannavandanum sem sé nú meiri en þekkst hafi frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 10 Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á tölublað 12–80 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 63,3% 28,5% FB L M BL MENNING Grímuverðlaunin verða afhent í kvöld og leik- árið hefur verið gjöfult. 28 Litlar: 699 kr. Stórar: 999 kr. Gasblöðrur Litlar: 699 kr. Stórar: 999 kr. Gasblöðrur LÖGREGLUMÁL Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í síðustu viku var handtekið í gærmorgun. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorra- son, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á Vestfjörðum. „Við höfum handtekið erlent par sem hefur haldið sig á Ströndum og það er verið að flytja það hing- að til Ísafjarðar í þágu rannsókn- ar málsins. Ég get ekki sagt mikið meira að sinni enda er þetta mál í rannsókn,“ segir Hlynur. Eins og áður kom fram er parinu gefið að sök að hafa stolið vörum úr Kaupfélaginu í Norðurfirði. Í framhaldinu faldi parið þýfið skammt frá Krossneslaug. Lög- reglan hafði þó hendur í hári þess og viðurkenndi parið glæpinn. Nú hefur fólkið þó verið handtekið. Parið sem um ræðir er sama par og stal fríhafnarpoka mæðgna sem buðu því far til Reykjavíkur í lok apríl. Ferðamennirnir sáu þó að sér í því tilfelli og skiluðu pokanum auk afsökunarbeiðni til móðurinnar. - þea Lögregla hafði í gær hendur í hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum: Handtekin í þágu rannsóknar HANDTAKA Maður og kona frá Sviss sem farið hafa ránshendi um Strandir og víðar um land undanfarnar vikur voru handtekin í Norðurfirði á Ströndum í gærmorgun. Hér ræða lögreglumenn við fólkið og láta það gera grein fyrir góssi sem það hafði í tjaldi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við höfum hand- tekið erlent par sem hefur haldið sig á Ströndum og það er verið að flytja það hingað til Ísafjarðar í þágu rannsóknar málsins. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á VestfjörðumÍ LEIFSSTÖÐ Fólkið sem handtekið var í gær hóf afbrotaferilinn strax við kom- una til landsins í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÍFIÐ Mammút baðaði sig í alvöru kindablóði í nýjasta myndbandi sveitarinnar. 40 BYGGÐAMÁL Lagt er til að Gríms- ey verði gefinn 400 tonna byggða- kvóti, ferjusiglingar og áætlun- arflug verði stóreflt sem og að húshitun verði endurbyggð sem hluti af því að styrkja byggð í Grímsey. Undirstöðufyrirtæki í eynni ramba á barmi gjaldþrots og því þarf Íslandsbanki einnig að endursemja við útgerðarfyr- irtæki og gefa eftir vaxtakostnað. Beinn kostnaður hins opinbera af þessum hugmyndum hleypur á hundruðum milljóna króna. Aðgerðahópur um að hjálpa atvinnulífi og byggð í Grímsey leggur þessa tillögu á borð for- sætisráðherra. Í hópnum sátu Höskuldur Þórhallsson og Stein- grímur J. Sigfússon sem þing- menn kjördæmisins, Ingi Björns- son og John Július Cariglia frá Íslandsbanka, Þorvaldur Lúðvíks Sigurjónsson frá Atvinnuþróun- arfélagi Eyjafjarðar og lögmaður útgerðaraðila. Fulltrúi Akureyrar var Matthías Rögnvaldsson, for- seti bæjarstjórnar. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, segir það skipta miklu máli að ná lausn á þeim vanda sem byggð í Grímsey stendur frammi fyrir. „Búseta í eynni á sér um 800 ára sögu og ég trúi því að allir Íslendingar vilji viðhalda byggð í eynni. Það er einnig ljóst að allir þeir aðil- ar sem koma að borðinu þurfi að leggja sitt af mörkum til þess að það takmark náist,“ segir Eiríkur Björn. - sa / sjá síðu 4 Hundruð milljóna til eflingar byggð Tillögur aðgerðahóps um að styrkja byggð í Grímsey hlaupa á hundruðum millj- óna króna. Byggðakvóti, stórbættar samgöngur og ný húshitun meðal tillagna. Búseta í eynni á sér um 800 ára sögu og ég trúi því að all- ir Íslendingar vilji viðhalda byggð í eynni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri FÓLK „Ég myndi segja að þetta væri næsta skrefið í þessari jafnréttisbyltingu sem nú er í gangi,“ segir Inga Mekkin Guðmundsdótt- ir, sem held- ur úti síðunni Loðin í kjól, um framtak Holly- wood-stjarna á borð við Lenu Dunham, Jemima Kirk og Miley Cyrus sem keppast við að flagga hár- vexti í handarkrikum. Inga segist þess fullviss að einhverjum þyki þetta óþægi- legt og jafnvel ógeðslegt, en það þurfi að ögra til að ná fram breytingum. „Einu sinni þótti óbærilegt að konur klæddust buxum,“ segir Inga, sem segist fullviss um að næsta bylting verði í hárvexti kvenna. - ga / sjá síðu 40 Stjörnur safna í handarkrika: Loðnir krikar næsta bylting INGA MEKKIN GUÐMUNDS- DÓTTIR SAMFÉLAG Refsiréttarnefnd, sem starfar á vegum innanríkisráðu- neytisins, er að leggja lokahönd á s a m n i ng u frumvarps um breytingar á hegningarlög- um. Breyting- arnar lúta að nýju ákvæði um heimilisofbeldi. Í íslenskum lögum er ekki að finna ákvæði sem tekur sér- staklega á ofbeldi sem beitt er í nánum samböndum heldur eru ákvæði almennra hegningarlaga látin nægja. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir ótalmörgu þurfa að breyta í lögunum. - ngy / sjá síðu 8 Ákvæði um heimilisofbeldi í lög: Nýtt frumvarp á næsta leiti SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDS- DÓTTIR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -D A 9 C 1 6 2 B -D 9 6 0 1 6 2 B -D 8 2 4 1 6 2 B -D 6 E 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.