Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 16
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 16 KJARAMÁL Margar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lög- fræðingum hjá sýslumanninum á höfuð- borgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl. Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstof- unni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hund- ruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda, segir að von sé á nauta- kjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrun- ar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matth- ías Hannes Guðmundsson, framkvæmda- stjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínarækt- arfélags Íslands, segir stöðuna hjá svína- bændum grafalvarlega og gjaldþrot svína- bænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með til- liti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk auka- lega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þing- lýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauð- ungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina. ingvar@frettabladid.is Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð grafalvarleg. SKJALABUNKAR Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumanns, segir að verið sé að skipuleggja hvernig tek- ist verði á við vandann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf. Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar DÓMSMÁL Eiginmaður úsbeksku konunnar sem fékk dvalarleyfi hérlendis og Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku fékk einn- ig dvalarleyfi á grundvelli sér- stakra tengsla við landið í gær. Maðurinn á með konunni dótt- ur sem kom hingað til lands sem flóttamaður með manni sínum og tveimur börnum. Dóttirin eign- aðist með manni sínum eitt barn hérlendis. Maðurinn beitti dótturina ofbeldi. Þegar hún kærði ofbeld- ið flúði maðurinn land og skildi hana eftir eina með þrjú börn. Móðir hennar kom til lands- ins í framhaldinu til að sinna dótturinni og þremur barna- börnum sínum en eftir rúmlega tveggja ára vist hérlendis ákvað Útlendingastofnun að endurnýja ekki dvalarleyfi hennar. Þeim úrskurði hnekkti kærunefnd útlendingamála og fékk konan dvalarleyfi. Nú hefur faðir inn, afi barnanna, fengið dvalarleyfi á sömu forsendum og móðirin, á grundvelli sérstakra tengsla við landið. „Þetta erur frábærar fréttir fyrir minn umbjóðanda og fjöl- skylduna alla. Ég heyrði í dótt- urinni í morgun sem var him- inlifandi og sagði að mér hefði tekist það sem allir sögðu vera vonlaust,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður manns- ins. - þea Fékk dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við Ísland: Tókst það sem allir sögðu vera vonlaust HIMINLIFANDI Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður manns frá Úsbekistan sem nú hefur fengið dvalarleyfi hér á landi, segir fréttirnar af afgreiðslu máls hans vera frábærar. MYND/DIKALÖGMENN Þetta erur frábærar fréttir fyrir minn umbjóð- anda og fjölskylduna alla. Ég heyrði í dótturinni í morgun sem var himinlif- andi og sagði að mér hefði tekist það sem allir sögðu vera vonlaust. Kristrún Elsa Harðardóttir héraðsdómslögmaður Hjónin Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, og Rúna Vala Þorgrímsdóttir táknmálstúlkur hafa greitt af þremur íbúðum í ríflega tvo mánuði vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgasvæðinu þar sem engum kaupsamningum hefur verið þinglýst. „Við keyptum íbúð tveimur vikum áður en verkfallið skall á. Við seldum aðra íbúðina í vikunni eftir að verkfallið hófst og þá seinni seldum við fyrir mánuði,“ segir Þórgnýr. Afborganir hjónanna af lánum hækkuðu því úr 169 þúsund krónum á mánuði í 350 þúsund krónur á mánuði. „Við erum að lenda svolítið harkalega í því,“ segir Þórgnýr. Hann segir þó að sem betur fer séu hjónin á ágætis launum þessa dagana. „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega.“ Greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls ÞÓRGNÝR THORODDSEN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 D -2 0 7 C 1 6 2 D -1 F 4 0 1 6 2 D -1 E 0 4 1 6 2 D -1 C C 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.