Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 6
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver voru úrslitin í leik Íslands og Svartfjallalands í handbolta? 2. Hvað vill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fá á Hlemm? 3. Hvað hefur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra farið í margar utanlands- ferðir frá 2013? SVÖR:1. 34-22 fyrir Ísland. 2. Matarmarkað. 3. 23. Lyfjaauglýsing 20% afsláttur af 100g og 150g Voltaren Gel í júní Enn ríkir fullkomin óvissa um hvernig þingstörfum verður hátt- að og hvaða mál verða að lögum fyrir þingfrestun. Hlé var gert á þingfundi í gær svo formenn þing- flokka gætu reynt að ná saman. Ekkert áþreifanlegt kom út úr fundinum, en þó mjakast menn í átt til samkomulags. Rammaáætlun og makríll eru enn helstu deilumálin, en þó er ágreiningur um fleiri mál. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins halda ráðherrar Fram- sóknarflokksins málum ríkis- stjórnarinnar harðar fram en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Hjá þeim síðarnefndu ríkir meiri vilji til samkomulags. Í dag eru 18 dagar síðan fresta átti þingi samkvæmt starfsáætlun, áætlun sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagði ríka áherslu á að allt þingið skyldi halda. Samkomulag á þessu stigi geng- ur út á það að ríkisstjórnin legg- ur fram lista með þeim málum sem hún setur í forgang að klára. Stjórnarandstaðan mætir því með lista yfir þau mál sem hún gæti sæst á að yrðu að lögum. Og eins og alltaf þegar komast þarf að sam- komulagi þurfa báðir aðilar að gefa eftir til að hægt sé að ná saman. Það sem hefur einkennt stöð- una núna er að djúpt hefur verið á slíkum forgangslista frá stjórn- inni. Fyrir þinginu liggja á áttunda tug mála frá ráðherrum og stjórn- arandstæðingar hafa kallað eftir forgangslista svo hægt sé að semja. Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust í gær aldrei hafa upplifað annan eins hnút. Lítið hefur verið fundað og erfiðlega gengið að finna grundvöll að sam- komulagi. Málið er þó betur á veg komið eftir fundarhöld gærdagsins. Þeir bjartsýnustu töldu mögulegt að samkomulag næðist í dag. Það gerir þó málin flókin að semja þarf um allan þann fjölda mála sem fyrir liggur, að hnýta alla lausa enda. Þannig getur eitt mál sem út af stendur fellt samkomulagið, en á sama hátt vinnast mál hratt eftir að saman næst. Þegar samkomulag er í höfn gæti þingið þurft nokkra daga til að ljúka almennum málum, en ekki er ólíklegt að haftafrumvörpin fái ítarlegri umræðu. Þingið gæti því verið að störfum út mánuðinn. kolbeinn@frettabladid.is Þokast í samkomulagsátt Þingflokksformenn reyndu að ná saman um þingfrestun í gær. Ekkert samkomulag náðist en mjakast í rétta átt. Framsóknarflokkurinn harðari á málum en Sjálfstæðisflokkurinn. Samkomulag gæti verið í fæðingu. SÁTTAFAÐMUR Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson á góðri stundu. Stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir því að samningar um þingstörf gangi illa við stjórnarliða sem kvarta yfir því sama gagnvart stjórnarandstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAG „Það skiptir mestu máli að skólagöngu barnanna verði ekki raskað á nokkurn hátt, en það byggir eingöngu á trausti almennings til okkar,“ segir Fríð- ur Birna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri ABC barnahjálpar á Íslandi. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að deilur stæðu milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. Þór- unni Helgadóttur, formanni sam- takanna í Kenía, var sagt upp störfum fyrr á árinu en hún er föst á því að staða hennar í Kenía sé óbreytt, enda sé um tvö aðskil- in félög að ræða. ABC á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía. Þá greindi Fréttablaðið frá því að Þórunn sakaði ABC á Íslandi um mútur í Kenía þar sem stjórnin beri fé á einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía í þeim tilgangi að taka yfir skól- ann með valdi. Aðspurð hvort ásakanir um mútur í Kenía eigi sér stoð svarar Fríður því neitandi. „Ég vísa ásök- ununum til föð- urhúsanna. Við erum að hugsa u m b ö r n i n númer eitt, tvö og þrjú og látum þau mál í forgang,“ segir Fríð- ur og bætir við að framfærsla barnanna hafi borist í maí og júní. Þórunn segir hins vegar að engar greiðslur hafi borist í maí og júní. „Mér sýnst Þórunn hafa unnið mjög gott starf í Kenía og mér finnst ekki í lagi að það sé búið að loka fyrir greiðslur til henn- ar,“ segir Matthildur Þórðardótt- ir, styrktaraðili barns í Kenía hjá ABC. „Enginn segir manni neitt. Ég veit ekki hvað verður um barnið sem ég er að styrkja. Verður það í skólanum hjá Þór- unni eða ekki?“ - ngy Framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar á Íslandi vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna: Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC FRÍÐUR BIRNA STEFÁNSDÓTTIR VIÐSKIPTI Velta íslenskra fyrir- tækja var langmest á höfuðborgar- svæðinu í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða yfir 70 prósent heildarveltunnar. Halldór Hall- dórsson, formað- ur Sambands sveitarfélaga, segir tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Það vill nú svo til að flest stór fyrirtæki, tryggingafélög, flutningafyrir- tæki og stórar keðjur, eru með lög- heimili í Reykjavík,“ segir hann. Veltan verði til á öllu landinu þótt í gögnum mælist hún bara í Reykja- vík. Af 3.500 milljarða heildarveltu árið 2014 mælast um 1.660 millj- arðar í Reykjavík. Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær koma í humátt þar á eftir. Fjórða stærsta sveitarfélagið hvað veltu fyrir- tækja varðar er Akureyri. - sa HALLDÓR HALLDÓRSSON 70% á höfuðborgarsvæðinu: Velta í fyrra var 3.500 milljarðar AKUREYRI Eingöngu kvenbæjar- fulltrúar munu sitja og stýra bæjarstjórnarfundi Akureyrar- bæjar í dag klukkan fjögur. Þetta er gert í því tilefni að hundrað ár eru síðan konur fengu kosninga- rétt hérlendis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Akur- eyrar bær sendi frá sér í gær. Allar konur sem hafa verið bæjarstjórnarfulltrúar á Akur- eyri eru hvattar til að mæta í bæjarstjórnarsalinn og hlýða á fundinn en að honum loknum munu bæði núverandi og fyrrver- andi kvenbæjarfulltrúar borða saman til að fagna afmælinu. - þea Fagna 100 ára kosningarétti: Eingöngu kven- bæjarfulltrúar FRÉTTASKÝRING Hvað líður þinglokum? ➜ Bjartsýnustu menn telja ekki útilokað að semjist um þinglokin í dag. Eitt mál sem út af stendur gæti fellt sam- komulagið. En náist saman gerast hlutir hratt. VEISTU SVARIÐ? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 D -7 4 6 C 1 6 2 D -7 3 3 0 1 6 2 D -7 1 F 4 1 6 2 D -7 0 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.