Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 22
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Fyrir hönd aðstandenda viljum við þakka fyrir stuðning, kveðjur og auðsýnda samúð í tilefni af láti MAGNÚSAR PÁLSSONAR Sylvia Briem Helgi Briem Magnússon Þóra Emilsdóttir Páll Briem Magnússon Anna G. Gunnarsdóttir Iðunn Magnúsdóttir Valgarður Guðjónsson Sæunn Magnúsdóttir Friðjón Hólmbertsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG STEFÁNSDÓTTIR fóstra, frá Fáskrúðsfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði síðast- liðinn fimmtudag, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga eða Tækjakaupasjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Steindór Guðmundsson Inga Jóna Jónsdóttir Áslaug Guðmundsdóttir Sigurður Thorarensen Þórunn Guðmundsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Ari Eggertsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KOLBEINN HELGASON fyrrv. skrifstofustjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju mánudaginn 22. júní kl. 13.00. Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir Einar Indriðason Indriði Helgi Einarsson Kristín Kolbeinsdóttir Kolbeinn Vormsson Vormur Þórðarson Yngvild Svendsen Sindre Einarsson Freyr Einarsson Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, frændi og vinur, ÞORSTEINN ELÍAS ÞORSTEINSSON frá Vestmannaeyjum, sem lést mánudaginn 8. júní, verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á styrktarreikning dætra hans, nr. 0536-14-401744, kt. 1103062880. Kolfinna Þorsteinsdóttir Kristín Elsa Þorsteinsdóttir Þorsteinn Sigtryggsson Anna Kristín Hauksdóttir Snæborg Þorsteinsdóttir Agnar Torfi Guðnason Guðlaug F. Þorsteinsdóttir Hrefna Haraldsdóttir og systrabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGURÐUR ÞORKELSSON Grænagarði, Garðabæ, lést sunnudaginn 14. júní sl. í Sóltúni. Jarðarför verður auglýst síðar. Bjarney Sigurðardóttir Þór Sverrisson Hólmfríður Sigurðardóttir Ágúst Þór Gunnarsson Jóhann Sigurðsson Ingibjörg St. Sigurðardóttir Guðrún Þorkelsdóttir Jón Helgason og afkomendur. Ástkær eiginmaður minn, GUNNAR HELGASON Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést 4. júní síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 18. júní klukkan 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín Magnúsdóttir Lífsins ljós, einstök eiginkona, móðir, dóttir, systir, frænka, tengdadóttir, vinur og snillingur ýmissa kúnsta, HULDA HREIÐARSDÓTTIR Efstasundi 81, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 5. júní. Útför fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 19. júní kl. 13.00. Halldór Hrafn Jónsson Ólafur Hrafn, Hreiðar Hrafn og Heiða Björk foreldrar og systkin. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ELLINGSEN viðskiptafræðingur, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 9. júní síðastliðinn. Útför fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ásbjörg Ellingsen Erling Ellingsen María Ellingsen Elín Ellingsen Erla Ellingsen Magane Sean Magane Örn Ellingsen Dhvani Ellingsen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUTTORMUR ARNAR JÓNSSON frá Sauðárkróki, Reykjanesvegi 16, Ytri-Njarðvík, andaðist á heimili sínu 6. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 19. júní kl. 14.00. Sigurbjörg A. Guttormsdóttir Haraldur Auðunsson S. Harpa Guttormsdóttir Orri Brandsson Soffía Guttormsdóttir Sighvatur Halldórsson Alma Björk Guttormsdóttir Björgvin Björgvinsson Elfa Hrund Guttormsdóttir Einar Ásbjörn Ólafsson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SÓLBJÖRT JENSDÓTTIR frá Núpi í Dýrafirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 12. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REBEKKA GUÐMANN Holtateigi 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 8. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 18. júní kl. 13.30. Hermann Sigtryggsson Anna R. Hermannsdóttir Björgvin Steindórsson Edda Hermannsdóttir Andrew Kerr Birkir Hermann Björgvinsson Ágústa Sveinsdóttir María Björk Björgvinsdóttir Sverrir Karl Ellertsson Rebekka Elizabeth Kerr Freyja Dögg, Kristjana Birta og Aníta Bríet. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir okkar, GYLFI GUNNARSSON Neskaupstað, lést á Borgarspítalanum í Reykjavík föstudaginn 12. júní. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á samtökin Heilaheill. Ásdís Hannibalsdóttir Ásta Sigrún Gylfadóttir Gísli Gylfason Hrafnhildur Geirsdóttir Heimir Snær Gylfason Unnar Þór Gylfason tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskulegur sambýlismaður og faðir, HALLDÓR HALLDÓRSSON blaðamaður, lést á heimili sínu 11. júní. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ingibjörg Tómasdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir MERKISATBURÐIR 1551 Jón Arason og synir eru dæmdir landráðamenn á Oddeyri við Eyjafjörð, að undirlagi danskra sendimanna. 1877 Blaðið Ísafold prentað í fyrsta sinn í eigin prentsmiðju. 1909 Vatni hleypt á dreifikerfi Vatnsveitu Reykjavíkur úr Elliða- ám. 1940 Sovétríkin leggja Eistland undir sig. 1943 Strandferðaskipið Súðin verður fyrir loftárás þýskrar orr- ustuflugvélar á Skjálfandaflóa og tveir menn falla í árásinni. 1944 Alþingi heldur fund í Reykjavík, fellir niður sambandslög Íslands og Danmerkur og tekur nýja stjórnarskrá í gildi. 1946 Hátíðahöld eru í tilefni 100 ára afmælis Menntaskólans í Reykjavík. 1980 Gufuneskirkjugarð- ur í Reykjavík er tekinn í notkun. 1982 Lögreglan staðfestir að hafa lagt hald á 189 kíló af maríjú ana frá Jamaíka. 2008 Ísbjörn (Hraunsbirnan) kemur á land við Hraun á Skaga. Þetta er öldruð birna sem er felld næsta dag, 17. júní. Skipshöfnin á togaranum Skallagrími bjargaði 353 mönnum af breska skipinu Andia þennan mánaðardag árið 1940. Andia var vopnað kaupfar í þjónustu breska flotans sem þýskur kafbátur sökkti suður af Ingólfshöfða. Togarinn Skallagrímur var á leið í söluferð til Hull og var út af Vestmannaeyjum þegar breskt skip kom aðvífandi og bað um aðstoð við leit að áhöfn Andia, sem sökkt hefði verið á þessum slóðum. Eftir nokkra leit kom Skallagrímur að hinu sökkvandi skipi og tókst að bjarga allri áhöfn þess. Skipverjar voru komnir í björgunarbáta og komust allir um borð í Skallagrím. Eins og nærri má geta varð þar þröng á þingi. Andia sökk skömmu eftir að Skallagrímur kom á staðinn. Hann hélt áfram ferð sinni til Bretlands með hinn dýrmæta farm innanborðs. Þrjátíu og sex stundum eftir björgunina kom breskur tundur- spillir og sótti skipbrotsmennina. Heimild: Ísland í aldanna rás ÞETTA GERÐIST 16. JÚNÍ 1940 353 mönnum bjargað undan Ingólfshöfða 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 C -F 8 F C 1 6 2 C -F 7 C 0 1 6 2 C -F 6 8 4 1 6 2 C -F 5 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.