Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 24
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Ég held að hann hafi ekki grunað hvað hann var að koma sér út í,“ segir Ágústa Edda Björns- dóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, en maður- inn hennar gaf henni í sakleysi sínu reiðhjól í afmælisgjöf fyrir ári. Ágústa kolféll fyrir hjólasportinu, svo hressi- lega að fjölskyldan gaf henni annað hjól í afmælisgjöf í ár, alvöru racer, og mun Ágústa hjóla kringum landið í WOW- cyclothoninu. „Ég byrjaði aðeins að hjóla þegar ég fékk hjólið og fann fljótlega að mig langaði til að verða betri. Þetta ýtti við keppnismanneskjunni í mér og ég fór að mæta á æfingar hjá hjólafélag- inu Tindi. Fljótlega fann ég líka að nýja hjólið dugði skammt, ef maður ætlar að eiga eitthvert erindi verður maður að eiga racer. Eftir að ég fékk hann í afmælisgjöf, um miðjan apríl í vor, gerð- ust hlutirnir hratt. Þá fór ég alveg á kaf í þetta,“ segir Ágústa. Nú liggur hún í hjólreiðabókum og les allt um hjólreið- ar sem hún kemst yfir á netinu. „Hjólreiðar eru það síðasta sem ég hugsa um áður en ég sofna á kvöldin. Í síðustu viku fékk ég að prófa fjallahjól í keppni en ég hafði aldrei stigið á fjalla- hjól áður. Nú er ég komin með fjalla- hjólabakteríuna líka og er farin að safna mér fyrir fjallahjóli,“ segir hún hress. En er þetta ekki tímafrekt sport? „Jú, mig langar bara til að taka mér frí í vinnunni til að hjóla,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyni bara að púsla lífi mínu saman kringum þetta. Ég hjóla í vinnuna og vel lengri leiðina og lengri leiðina heim. Svo hjóla ég líka seint á kvöldin þegar börnin eru sofnuð. Ég á auðvitað skilningsríkan mann, það var nú hann sem kom mér út í þetta,“ segir Ágústa en eiginmaðurinn tók sjálfur þátt í cyclothoninu í fyrra og þekkir því ástríðuna að baki. „Við vorum einmitt að fá okkur hjólafestingar á bílinn. Nú getum við farið að hjóla úti á landi. Eftir nokkur ár sé ég fyrir mér að öll fjölskyldan hjóli saman,“ segir Ágústa. En hvað er svona skemmtilegt við hjólreiðarnar? „Hvað maður kemst hratt yfir. Mér fannst alltaf gaman að hlaupa en get það ekki út af slæmu hné en hjólreið- arnar fara vel með líkamann. Svo er líka svo skemmtilegur félagsskapur í hjól- reiðunum. Mér var boðið að vera með í liði í cyclothoninu sem heitir Team Kría, tíu stelpur sem tengjast Kríubúð- inni en þar kaupi ég allt mitt hjóladót. Æfingarnar ganga vel. Ég hlakka mikið til þó auðvitað verði þetta erfitt, lítill sem enginn svefn og hjólað á fullu gasi. En þetta er áskorun sem gaman er að takast á við.“ En eru rólyndis lystitúrar á hjólinu ekkert fyrir þig? „Jú, jú, ég fer líka á hjólinu á kaffi- hús og til að fá mér ís. En ég samt mjög erfitt með að hjóla hægt.“ ■ heida@365.is Á ERFITT MEÐ AÐ HJÓLA HÆGT HJÓLREIÐAR Hjólabakterían heltók Ágústu Eddu Björnsdóttur þegar hún fékk reiðhjól í afmælisgjöf fyrir ári. Í ár fékk hún aftur hjól í afmælisgjöf, alvöru racer, og er komin í keppnislið. Hún tekur þátt í WOW-cyclothoninu í ár. KEPPNISMANNESKJA Ágústa Edda Björnsdótt- ir er með hjólreiðabakt- eríu á háu stigi en hún fékk hjól í afmælisgjöf fyrir ári. Nú er hún hluti af Team Kría, keppnisliði í WOW-cyclothoninu og hjólreiðar eru það síðasta sem hún hugsar um fyrir svefninn. MYND/GVA Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is 10% afsláttur Meðferð við háræðasliti - Tilboð Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik 10% afsláttur af 2 × 30 mín.meðferð 15% afsláttur af 3 x 30 mín.meðferð 20% afsláttur af 4 x 30 mín.meðferð Miðast við samfelldan meðferðartíma. Hljóðbylgjumeðferð Fjarlægir háræðaslit í andliti, háræða stjörnur, blóðblöðrur og skemmdir í húð eftir rósroða. Hversu margar meðferðir þarf? Algengt er 2-4 skipti, en misjafnt er hversu margar meðferðir þarf til að fjarlægja háræðaslit endanlega. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 C -4 2 4 C 1 6 2 C -4 1 1 0 1 6 2 C -3 F D 4 1 6 2 C -3 E 9 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.