Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|HEILSA ÆFINGAR Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum á eftirfarandi tímum: Kl. 15-16.15 – 3.-5. bekkur Kl. 16.15-17.30 – 6.-8. bekkur Æfingum lýkur um mánaðamótin júlí/ ágúst. Íþróttir eru alþjóðlegt tungumál. Í gegnum þær kynnumst við á allt annan hátt, í gegnum líkamstjáningu í stað tungumáls,“ segir Eva Dögg Guð- mundsdóttir sem heldur utan um verk- efnið Samspil í samstarfi við Þjónustu- miðstöð Breiðholts, ÍR og Leikni en verkefnið er styrkt af ÍTR. Hugmyndin vaknaði hjá Evu þegar hún skrifaði mastersritgerð sína en hún stundaði þverfaglegt nám í menningar- og innflytjendafræðum og uppeldis- og menntunarfræðum frá háskólanum í Hróarskeldu. Í ritgerðinni lagði hún mat á verkefni í Danmörku sem snerist um að flytja íþróttaæfingar út í hverfi þar sem íþróttaþátttaka var ekki nógu mikil, og bjóða upp á æfingar undir berum himni. „Þó margt hafi verið vel gert í þessu verkefni var ýmislegt sem mér fannst mega betur fara,“ segir Eva Dögg. „Til dæmis vildi ég ekki að greitt væri fyrir æfingarnar eins og var gert þar. Þá vildi ég bæta inn fræðslu og lífsleikniæfing- um,“ segir Eva Dögg sem hefur haldið fyrirlestra um hugmyndir sínar sem forsvarsmenn þjónustu- miðstöðvarinnar og íþrótta- félaganna í Breiðholti höfðu haft spurnir af. Þeir tóku því vel í tillögu Evu Daggar um að setja upp svipað verkefni í Breiðholti. Samspili var þannig hrundið af stokkunum síð- astliðið sumar og boðið er upp á það í annað sinn nú í ár. FYRIR BÖRN Í ÞRIÐJA TIL ÁTTUNDA BEKK „Breiðholtið varð fyrir valinu þar sem íþrótta- þátttaka þar er mun minni en í öðrum hverfum borgarinnar,“ útskýrir Eva Dögg og segir reynsluna frá því í fyrrasumar nokkuð góða. „Það komu tæplega 90 börn á æfingarnar okkar en þó hefðum við viljað hafa fleiri þátttakendur. Rigningin gerði okkur erfitt fyrir en í ár eigum við athvarf inni í íþróttahúsi ef veðrið er að stríða okkur.“ Æfingar eru haldnar tvisvar í viku á skólalóð Hólabrekkuskóla. Æfingarnar eru ætlaðar börnum í þriðja til áttunda bekk. „Öll börn eru velkomin hvort sem þau eru vön að stunda íþróttir eða ekki.“ ÍÞRÓTTAHLAÐBORÐ Fyrsta æfing sumarsins var í gær en lítið mál er að mæta á næstu vikum. „Krakkarnir geta bara mætt á staðinn og fá þá með sér heim skráningar- blað sem þau fylla út með for- eldrunum,“ segir Eva Dögg en boðið verður upp á fjölbreyttar æfingar. „Þetta verður nokkurs konar íþróttahlað- borð. Við verðum með handbolta, fót- bolta, körfubolta, frjálsar íþróttir og keilu,“ lýsir Eva Dögg og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Vonir standa einnig til að áhugi krakk- anna á áframhaldandi æf- ingum í vetur muni vakna með þessu átaki. Íþróttakennarar frá Leikni og ÍR halda utan um íþróttaæfingarnar en Eva Dögg mun sjá um lífs- leikniæfingar. Hún leggur áherslu á að fræða krakkana um fordóma, staðal- ímyndir, einelti og valdeflingu. „Það er mikilvægt að byrja snemma að fræða krakka um fordóma enda fæðumst við fordómalaus en lærum að dæma hluti með aldrinum,“ segir hún. ÓKEYPIS ÍÞRÓTTIR Í BREIÐHOLTI Í SUMAR ÍÞRÓTTAHLAÐBORÐ Í sumar mun verkefnið Samspil bjóða upp á ókeypis íþróttaæfingar í Efra-Breiðholti í annað sinn. Æft er tvisvar í viku á skólalóð Hólabrekkuskóla. Æfingar eru ætlaðar börnum í þriðja til áttunda bekk. SAMSPIL Eva Dögg er hugmyndasmiður Samspilsverkefnisins sem verður í gangi í Efra-Breiðholti í sumar. Þar geta krakkar komið og prófað ýmsar íþróttir undir leiðsögn reyndra þjálfara. MYND/ERNIR GAMAN AÐ PRÓFA Krakkarnir fá að prófa margar íþróttir á æfing- unum sem fram fara á lóð Hólabrekkuskóla. Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex í fjallahéruðum Kína, hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í yfir 2000 ár í Asíu. 365.is Sími 1817 Færðu fjarskiptin yfir til 365 og fáðu vandað sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 C -6 E B C 1 6 2 C -6 D 8 0 1 6 2 C -6 C 4 4 1 6 2 C -6 B 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.