Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 10
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 www.odalsostar.is TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. BRETLAND Meira en fjórar millj- ónir manna hafa hrakist frá Sýr- landi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra haf- ast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- ernational, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hing- að til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flótta- mönnum. Þá þurfi að efna til alþjóð- legrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mann- úðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flótta- mönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjár- mögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flótta- menn þurfi að fá hæli í öðrum lönd- um á ári hverju næstu fjögur árin. gudsteinn@frettabladid.is Segja ríki heims þurfa að stofna flóttamannasjóð Mannréttindasamtökin Amnesty International segja ríki heims hafa brugðist illilega gagnvart flóttamanna- vandanum, sem nú er orðinn verri en þekkst hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Fimm nágrannalönd Sýr- lands eru að sligast undan vandanum og engar líkur á því að flóttafólkið geti snúið aftur til Sýrlands í bráð. HANDAN GRYFJUNN- AR Kúrdar í norðan- verðu Sýr- landi bíða við landamæri Grikklands í von um að komast yfir gryfjuna, sem skilur á milli. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ● Meira en 50 milljónir manna í heiminum eru á vergangi innan eða utan heimalands síns. ● Meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur hrakist að heiman. ● 4 milljónir Sýrlendinga hafa hrakist úr landi. ● 95 prósent flóttafólks frá Sýrlandi eru nú í fimm löndum: Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu, Írak og Egyptalandi. ● Meira en 3 milljónir þeirra eru í Tyrklandi og Líbanon. ● 1 af hverjum 5 íbúum Líbanons er flóttamaður frá Sýrlandi. ● Önnur lönd hafa boðist til þess að taka við 90 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi, sem eru aðeins 2,2 prósent flóttafólks í þessum heimshluta. ● 33 prósent þeirra flóttamanna sem koma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu eru frá Sýrlandi. ● 1.865 flóttamenn hafa látið lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafi það sem af er þessu ári, en 3.500 á síðasta ári. ● 166 þúsund manns var bjargað til Ítalíu á síðasta ári. ● 3 milljónir flóttamanna koma frá átakasvæðum sunnan Sahara, í löndum á borð við Suður-Súdan, Sómalíu og Mið-Afríkulýðveldið. Flóttamannavandinn í tölum EFNAHAGSMÁL „Þeir hafa verið mjög áhugasamir um efnahagsbatann á Íslandi og það hafa einhverjir nærri honum [Tsipras] áður haft samband til að grennslast fyrir um þessi mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármála- ráðherra. Hann segir ekkert formlegt sam- starf vera á milli Vinstri grænna og Syriza en fólk á vinstri hliðinni í Evrópu hittist reglulega. „Ég var þarna á Grikklandi fyrir ári á tveggja daga ráðstefnu til að tala um þessi efnahagsmál. Þar tók ég meðal annars þátt í pallborði með Tsipras og ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Við erum hvor öðrum kunnugir.“ The Telegraph greindi frá því á sunnudaginn að áhugi væri meðal þingmanna Syriza á að fara svokall- aða íslenska leið við að glíma við skuldavanda Grikklands. Fundir leiðtoga Grikklands og Evrópusambandsins báru engan árangur um helgina en í lok mán- aðar gjaldfellur 1,5 milljarða evra lán frá AGS til Grikklands. Alexis Tsipras neitar að verða við lánaskilyrðum Evrópusambandsins sem fela meðal annars í sér að skera niður í lífeyriskerfinu. Steingrímur segir að fulltrúar innan Syriza hafi verið áhugasam- ir um íslensku leiðina fyrir stjórn- arskipti í Grikklandi en hann varar við því að fólk standi í of miklum samanburði. „Ég set á það mikla fyrirvara. Eins og ég hef sagt að þá er þetta algerlega ósambærilegt. Það getur verið áhugavert og gagnlegt að bera saman bækur en að yfirfæra lausn- ina er allt annar handleggur.“ - srs Alexis Tsipras sýndi bata í íslensku efnahagslífi mikinn áhuga á ráðstefnu vinstri flokka í Aþenu í fyrra: Segir íslensku leiðina ekki til samanburðar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALEXIS TSIPRAS FÉLAGSMÁL Tæplega 26 þúsund Íslendingar skrifuðu undir áskor- un til Sameinuðu þjóðanna um að auka skilning á virkni taugakerf- isins. Undirskriftalistinn verður afhentur Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin er hluti af átakinu „Stattu með taugakerfinu“ sem vakið hefur athygli hérlendis síð- astliðnar fjórar vikur. Taugaskaði er ein helsta ástæða fötlunar í heiminum. - snæ Skora á Ban Ki-moon: Auka vitund um taugaskaða DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og blekk- ingu við innflutning á 7.224 flösk- um af sterku áfengi árið 2012. Mennirnir eru sakaðir um að hafa flutt áfengið inn á nafni Vín- heima ehf. en síðar stílað reikn- ing á félagið Valís ehf. Annar hinna ákærðu fékk áfengið toll- afgreitt og ráðstafaði því þannig að ekkert af andvirði áfengisins rann til síðarnefnda félagsins. Með þessu fengu mennirnir greiðslufrest á kröfu tollsins. Krafan nam rúmum 26 milljónum króna. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Menn- irnir neituðu báðir sök. - snæ Reyndu að blekkja tollinn: Fluttu inn vín og voru ákærðir VÍN Allt áfengið sem flutt var inn var 37,5 prósent að styrk. NORDICPHOTOS/GETTY NEYTENDUR Neytendastofa hefur sektað þrjú bakarí, um samtals 275 þúsund krónur, vegna ónógra verðmerkinga. Stofnunin skoðaði ástand verðmerkinga í fjölda bak- aría í febrúar og apríl. Þau fyrirtæki sem höfðu gripið til aðgerða og lagað verðmerking- ar sínar fyrir neytendur sluppu við sektargreiðslur. Sveinsbakarí, Fjarðarbakarí og Bakarameistar- inn höfðu hins vegar ekki gætt að sér og þurfa því að greiða sekt í ríkissjóð. - sa Verðmerkingar í ólagi: Neytendastofa sektar bakarí 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 C -9 B 2 C 1 6 2 C -9 9 F 0 1 6 2 C -9 8 B 4 1 6 2 C -9 7 7 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.