Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 20
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 20 Í umræðu um fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju Sil- icor á Grundartanga hafa komið fram spurningar er varða Silicor-ferlið, fram- leiðsluferlið sem verksmiðj- an mun byggja á. Þær hafa meðal annars snúið að því hvort reynsla og prófanir á ferlinu séu fullnægjandi til að byggja á jafn stóra verk- smiðju og áætlað er. Rótgróin vísindi Silicor-ferlið byggir á vís- indaþekkingu sem á rætur sínar að rekja til ársins 1833 þegar Hugh Lee Pattinson fann upp aðferð til þess að vinna silfur úr blýi. Fyrstu hugmyndir um að nota „Pattinson-ferlið“ til að hreinsa kísil úr áli, með aðferð sem líkist Silicor-ferlinu, komu fram á sjötta áratug síðustu aldar og síðan aftur á áttunda og níunda áratugnum. Út frá vísindalegu sjónarmiði hafa þær hreinsunaraðferðir sem notað- ar eru í Silicor-ferlinu verið þekkt- ar lengi og eru sannreyndar á sviði málmvinnslu. 250 mannár í rannsóknir og þróun Silicor varð til við samruna tveggja fyrirtækja, fyrirtækis sem sér- hæfði sig í hreinsunartækni og fyrirtækis sem sérhæfði sig í fram- leiðslu sólarhlaða. Þessi sam- eining ásamt um 250 mann- árum í rannsóknum og þróun auk 33 milljarða kr. fjárfest- ingar gerði Silicor kleift að bæta margreyndar aðferðir til þess að hanna ferli til að hreinsa kísil til notkunar í sólarhlöðum. Öflugt 25 manna teymi hefur starfað á vegum Silicor í sjö ár við þróun ferlisins. Í fyrstu verksmiðju Silicor, sem reist var í Kanada árið 2006, störfuðu 150 manns og þar hafa verið framleidd meira en 700 tonn af sólarkísli. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur verið seld á almennum markaði til stórra, rótgróinna og viðurkenndra framleiðenda sólarhlaða til fram- leiðslu yfir 20 milljóna sólarhlaða. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur frá upphafi verið undir eftirliti verkfræðingateyma í Ontario, Kali- forníu og Berlín. Það eru viðskiptavinir okkar sem gera hörðustu kröfurnar og þeir hafa gert afar krefjandi prófanir á sólarkíslinum okkar til þess að tryggja að sólarhlöðin sem fram- leidd eru uppfylli fyllstu gæða- kröfur. Þessar prófanir hafa stað- fest með óyggjandi hætti að okkar framleiðsla uppfyllir allar kröfur og bíða viðskiptavinir nú í ofvæni eftir framleiðslunni. Að auki hefur tækni Silicor farið í gegn- um röð tæknilegra áreiðanleika- kannana hjá mörgum alþjóðlega viðurkenndum verkfræðifyrir- tækjum, þar á meðal CH2MHILL, Hatch og McLellan. Tæknin hefur einnig verið rækilega rannsök- uð af stærstu birgjum okkar, þar á meðal hjá alþjóðlega tækja- og verksmiðjuframleiðandanum SMS Siemag. Líta má á verksmiðju Silicor á Íslandi sem þrjár minni verk- smiðjur, hlið við hlið. Fjórum til fimm sinnum stærri en uppruna- lega verksmiðjan okkar í Kanada. Tækni okkar byggir á ferli, sem krefst einungis hefðbundins búnað- ar sem er algengur og margreynd- ur í málmiðnaði og er það þýska fyrirtækið SMS Siemag, sem á sér langa sögu í málmiðnaði, sem mun sjá verksmiðju okkar á Grundar- tanga fyrir honum. Þekking og reynsla Fyrir liggur að Silicor-ferlið bygg- ir á áratuga rannsóknum og þróun auk þess sem á grunni þess hefur verið framleiddur sólarkísill sem notaður hefur verið í sólarhlöð um allan heim. Á grunni viðamikillar þekkingar og reynslu Silicor og samstarfsaðila verður verksmiðj- an á Grundartanga byggð og rekin á traustan og öruggan máta. Vísindin að baki Silicor Bók Mary Wollstonecraft Réttlæting fyrir réttindum kvenna sem kom út árið 1792 og Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill sem kom út árið 1869 höfðu mikil áhrif meðal kvenna í Evrópu og víðar um heim og vakti konur til umhugs- unar um hin bágu kjör þeirra og réttindaleysi. Kvenrithöfundar, bækur þeirra og bæklingar juku einnig á vitund kvenna um hve léleg réttarstaða þeirra var. Nokkrar konur voru óháðar körlum þar sem þær voru ógiftar, voru kennarar, ráku greiðasölu eða verslun og greiddu skatta til samfélagsins. Barátta kvenna á Norðurlöndum fyrir kosningarétti hófst á seinni hluta 19. aldar. Nor- egur var fyrsta fullvalda ríkið til að veita konum kosningarétt árið 1913. Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu veitt konum kosn- ingarétt áður en þau ríki voru hins vegar í Breska heimsveldinu og Finnar, sem veittu konum kosn- ingarétt árið 1906 voru á þeim tíma stórhertoga- dæmi undir stjórn Rússa- keisara. Í Danmörku og á Íslandi fengu konur kosn- ingarétt árið 1915 og í Svíþjóð árið 1919. Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitarstjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálf- sögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Karlar höfðu ekki heldur allir rétt til að kjósa þar sem kosningaréttur var oft háður aldri, búsetu, eignum, skattgreiðslum og stétt. Konur sem greiddu skatta eða voru í iðn- aðarmannagildum í Finnlandi og Svíþjóð fengu takmarkaðan kosn- ingarétt á árunum 1718-1771 en þá var hann afnuminn. Árið 1862 gátu sænskar konur sem greiddu skatta kosið en það voru aðallega ógift- ar konur eða ekkjur. Árið 1906 gátu giftar konur kosið til bæjar- stjórna í Svíþjóð og árið 1909 gátu allar konur kosið í bæjarstjórnar- kosningum. Árið 1863 fengu ógiftar konur og ekkjur í Noregi að kjósa ef þær voru eldri en 30 ára og væru myndugar. Árið 1898 höfðu allir karlar fengið kosningarétt og konur fengu rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Noregur varð sjálfstætt konungsríki árið 1905 og tveimur árum síðar gátu konur sem voru eldri en 25 ára gamlar og áttu eignir eða greiddu skatta kosið í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum og boðið sig fram til þings. Kjörgengi þeirra var því víðtækara en kosningarétturinn sem þær fengu árið 1913. Þegar Danir sömdu nýja stjórnar skrá árið 1849 fengu þeir karlar kosningarétt sem voru orðnir 30 ára gamlir og áttu eigið heimili og höfðu hvorki verið vinnuhjú eða þegið fátækrahjálp. Danskar konur gátu kosið til sveitar stjórna árið 1908 ef þær voru orðnar 25 ára gamlar eða eldri og greiddu skatta eða eigin- menn þeirra. Fyrstu konurnar sem settust á þing á Norðurlöndunum voru 19 finnskar konur sem kosn- ar voru árið 1907. Ein kona settist á þing í Noregi árið 1911 og árið 1918 settust níu konur á danska þingið og þremur árum síðar voru fimm konur kosnar á þing Svía. Fyrsti norræni kvenráðherrann var Nina Bang sem settist í ríkis- stjórn í Danmörku árið 1924 og varð hún menntamálaráðherra. Kosningaréttur kvenna á Norðurlöndunum Í þessari viku eru rétt- ar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af horn- steinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nel- son Mandela, Thomas Jef- ferson, Winston Church ill og ótal aðrir hafa sótt inn- blástur í þennan merka miðalda- texta. Magna Carta var innsigl- að hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfest- um réttindum einstaklings- ins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borg- arar njóta nú á dögum. En hvað er svona merki- legt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáver- andi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfn- uðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágrein- ingsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð kon- ungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið enda- laust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningur- inn mikli“ – var um 3.500 orða lang- ur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræð- ingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannar- lega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyði- leggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að lands- lögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur kon- ungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttar- ríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þess- ar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagátt- um sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland. Magna Carta í 800 ár ➜ Öfl ugt 25 manna teymi hefur starfað á vegum Silicor í sjö ár við þróun ferlisins. IÐNAÐUR Alain Turenne tæknistjóri Silicor Materials Clemens Hofbauer framkvæmdastjóri rekstrar Silicor Materials dr. Matthias Hauer veitir rannsóknamiðstöð Silicor í Berlín forstöðu RÉTTARRÍKI Stuart Gill sendiherra Bret- lands á Íslandi ➜ Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. JAFNRÉTTI Kolbrún S. Ingólfsdóttir sagnfræðingur og lífeindafræðingur ➜ Konur fengu almennt að kjósa fyrr í sveitar- stjórnarkosningum en til þjóðþinga. Konur þurftu að berjast lengi til að fá þessi sjálfsögðu mannréttindi og oft fylgdi ekki kjörgengi um leið. Greiðum atkvæði um kjarasamningana ábyrga afstöðuSýnum FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 D -A 0 D C 1 6 2 D -9 F A 0 1 6 2 D -9 E 6 4 1 6 2 D -9 D 2 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.