Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. júní 2015 | SKOÐUN | 19 Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostn- að vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreit- an hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi graf- alvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemend- um í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu sam- komulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann. Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tón- list fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undir- ritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skör- un tónlistargreina og fjölbreytt- um möguleikum á skapandi sam- starfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við mennta- skólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á sam- starfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjar- námskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög fram- förum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvæg- ast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilu- mál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitar- félaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tón- listarskólum. Áhugavert verður að fylgj- ast með þeirri stefnumótunar- vinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Tímamót í íslensku tónlistarlífi ? Sveitarfélögin á Norð- urlandi vestra hafa undirritað samstarfs- samning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekst- ur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðar- svæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitar- félögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húna- vatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skaga- byggð og Sveitarfélagið Skaga- fjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði við- unandi fyrir kínverska eig- endur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Full- byggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blöndu- virkjunum eða 10 Skrokköldu- virkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki ramma- áætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulund- ur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökuls- árnar í Skagafirði við Skata- staði. Tvær útfærslur Skata- staðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofs- jökuls. Minni virkj- unina, Skatastaðavirkj- un D, má bæta upp með svonefndri Villinganes- virkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjun- um þessum mun fylgja gríðarlegur fórnar- kostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæði- löndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jök- ulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnu- kostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisá- hrifum iðjuversins og virkjan- anna sem þarf til að knýja það? Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitar- stjórnar mönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmann- virkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbygg- ingu á landsbyggðinni. Millj- arðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skila- boðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkis- valdið reynir að kúga sveitar- félögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfé- lög hafa valkosti. Geta Norð- lendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnu- starfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðar- legur vöxtur ferðaþjónustunn- ar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissu- lega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðis auki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistar- samtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum. Álver á Hafursstöðum – afl eit hugmynd ➜ Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. MENNTUN Jakob Frímann Magnússon Víkingur Heiðar Ólafsson tónlistarmenn UMHVERFIS- MÁL Snorri Baldursson líff ræðingur og for- maður Landverndar ➜ Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Siminn.is/spotify 6 SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT SÍMANS SNJALLPÖKKUM ENDALAUST 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 D -B E 7 C 1 6 2 D -B D 4 0 1 6 2 D -B C 0 4 1 6 2 D -B A C 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.