Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 2
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi hjá öllum garðeigendum nema einum. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands VEÐUR SJÁ SÍÐU 26 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Tenerife Frá kr. 110.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 110.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 20. júní í 14 nætur 44.950 Flugsæti frá kr. Tamaimo Tropical Suðaustlæg átt í dag og víða dálítil væta. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan. FINNLAND Þrjátíu og sex ára gömul kona var í gær dæmd í lífstíðar- fangelsi í Finnlandi fyrir að bana fimm nýfæddum börnum sínum á árunum 2005 til 2013 og fela í frystikistu. AFP greinir frá. Upp komst um glæpi konunn- ar í júní í fyrra þegar nágrannar kvörtuðu undan vondri lykt í fjöl- býlishúsinu sem konan var nýflutt í með manni sínum. Í ljós kom að konan hafði falið lík barnanna í ruslapokum í kjall- ara hússins. Konan neitaði sök í málinu. - ngy Banaði fimm börnum sínum: Í lífstíðarfang- elsi fyrir morð NÁTTÚRA Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasa- fræðingar við Akureyrar- setur Náttúru- fræðistofnun- ar Íslands vilja að risahvönn- inni þar verði útrýmt. „ Þ a ð e r nýbúið að kort- leggja staðina þar sem risahvönn vex á Akur- eyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasa- fræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegund- um risahvanna sem náð hafa fót- festu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn. Starri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykja- víkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvann- irnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþrosk- uð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“ Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efna- sambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerð- ir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görð- um þar sem samþykki garðeig- enda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helming- urinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garð- eigendum nema einum. Risa- hvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vanda- mál,“ segir Róbert Arnar Stef- ánsson, forstöðumaður Náttúru- stofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúru- fræðistofnun Íslands vilja fylgj- ast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ ni.is. ibs@frettabladid.is STARRI HEIÐMARSSON BJARNARKLÓ Á AKUREYRI Bjarnarkló telst til risahvanna eins og tröllahvönn. Risahvannir er að finna víða á Reykjavíkursvæðinu og einnig annars staðar úti um landið. Vilja útrýma risa- hvönn á Akureyri Risahvönn er farin að dreifa sér víða á Akureyri. Komist safinn úr hvönninni í snert- ingu við húð geta myndast slæm brunasár, segir grasafræðingur. Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn fyrir sex árum. Eru fjarlægðar um leið og þær sjást. 5 MÁN.9. DAGUR8. DAGUR7. DAGUR6. DAGUR5. DAGUR BRUNASÁR AF VÖLDUM RISAHVANNA GRÓA HÆGT OG SKILJA EFTIR SIG DÖKKA HÚÐ. MYNDIR: BOB KLEINBERG/NYSDEC SUÐUR-AFRÍKA Omar Hassan al Bashir Súdansforseti fór með einka- þotu sinni frá Suður-Afríku í gær án þess að þarlend yfirvöld reyndu að stöðva hann. Hæstiréttur landsins hafði farið fram á að hann yrði kyrrsettur vegna þess að Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag hafði farið fram á framsal hans vegna ásakana um stríðsglæpi. Bashir kom til Suður-Afríku til að taka þátt í leiðtogafundi Afríku- bandalagsins um helgina. Suður-Afríka á aðild að stríðsglæpadóm- stólnum, en segir að leiðtogar Afríkubandalagsríkjanna njóti friðhelgi á fundum þeirra. - gb Súdansforseta tókst að flýja í þotu sinni frá Suður-Afríku: Náði að komast undan framsali OMAR AL BASHIR Súdansforseti er ásakaður um stríðsglæpi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HEILBRIGÐISMÁL Lyfjateymi Emb- ættis landlæknis hefur skilað inn tillögum um breytt viðmiðunarverð til að bæta ávísanir ávanabindandi lyfja. Til að sporna við óhóflegum ávísunum þessara lyfja er það til- laga teymisins að töfluverð sem flestra ávanabindandi lyfja verði því sem næst óháð pakkningastærð, segir í frétt á vef embættisins. Á Íslandi er notkun svefnlyfja, verkjalyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og þunglyndislyfja sú mesta á Norðurlöndunum. Forsenda tillögunnar er sú stað- reynd að munur á töfluverði vissra lyfja í mismunandi pakkningum er verulegur. Það veldur því að mun meira er selt af 30 stykkja pakkning- um en 10 stykkja sem er oft á skjön við ráðlagða notkun þeirra. Engin almenn greiðsluþátttaka er fyrir svefnlyf af hálfu Sjúkratrygginga Íslands og því er hagur sjúklinga ein- göngu háður verði úr apótekum og þar með viðmiðunarverðskrá. „Eðlilegast væri að læknar væru ekki settir í þá stöðu að semja við sjúklinga um ávísanir ávanabindandi lyfja eftir því hvað þau kosta,“ segir embættið. - shá Pakki með 30 töflum af svefnlyfi kostar má kalla það sama og 10 töflur: Vilja sporna við óhófi í sölu lyfja SVEFNÞURFI Mun ódýrara er að kaupa meira magn vissra lyfja. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ÖRYGGISMÁL Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðuneytið til að hafa eftirlit með því að verkefni Landhelgisgæslunnar erlendis komi ekki niður á getu hennar til að sinna lögbundnum skyldum sínum hér við land, segir í nýrri eftirfylgniskýrslu. Ríkisendurskoðun telur óljóst með hvaða hætti innanríkisráðu- neytið hyggst sinna eftirliti með áhrifum erlendra verkefna Land- helgisgæslunnar á lögbundna starfsemi hennar. Ábending um að það sé skýrt er því ítrekuð. - shá Ítreka ábendingu sína: Eftirlit sé með starfi erlendis MENNTAMÁL Háskóla Íslands bár- ust liðlega átta þúsund umsókn- ir um grunn- og framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Alls eru umsóknir um grunnnám tæplega 5.000 en að auki bárust skólanum rúmlega 3.000 umsóknir um að hefja framhaldsnám næsta haust. Miðað við fjölda umsókna og ef mið er tekið af reynslu síðustu ára má búast við að nemendafjöldi við Háskóla Íslands verði hartnær sá sami og haustið 2014, eða á fjór- tánda þúsund nemenda. - shá Á 14.000 nemar í vetur: Átta þúsund sóttu um í HÍ 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 C -0 7 0 C 1 6 2 C -0 5 D 0 1 6 2 C -0 4 9 4 1 6 2 C -0 3 5 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.