Fréttablaðið - 31.07.2015, Side 17

Fréttablaðið - 31.07.2015, Side 17
LJÚFFENGUR „Þetta er kannski ekki hollasti rétturinn en það má nú leyfa sér ýmislegt stundum,“ segir Einar Skúlason. MYND/STEFÁN Fjögurra daga gönguhátíð verður haldin í Súðavík um verslunar-mannahelgina þar sem boðið verður upp á fjölbreyttar göngur og gönguleiki fyrir alla fjölskylduna. Það er Súðavíkurhreppur, Göngufélag Súðavík- ur, gönguklúbburinn Vesen og vergang- ur og Eyvindur ehf. sem standa fyrir há- tíðinni sem haldin er í fyrsta sinn. Einn skipuleggjenda gönguhátíðar- innar er Einar Skúlason, stofnandi gönguklúbbsins Vesen og vergangur. Hann segir gestum gefast kostur á að ganga um fjölbreytt vestfirskt landslag í fylgd heimamanna þar sem sagt verður frá örnefnum og sagðar sögur sem tengjast landslaginu og lífinu á svæðinu fyrr og nú. „Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og er allt frá göngutúrum um þorpið í Súðavík, fjölskyldugöngu í Valagil, rölt um selafjörur á Hvítanesi við Skötufjörð, hálfsdagsgöngur um Folafót og einnig á Álftamýrarheiði til Önundarfjarðar og svo á tindana Kofra, Bardaga og Sauratinda. Einnig verður ratleikur um Súðavík í boði fyrir snjallsímaeigendur og mið- ast við yngri kynslóðina. Það verður því eitthvað í boði fyrir alla. Það er líka stutt yfir á Ísafjörð ef gestir vilja kíkja á Mýrarboltann og blanda ólíkum við- burðum saman.“ Nánari upplýsingar um gönguhátíðina og dagskrá hennar má finna á www.sudavik.is. Sjálfur er Einar þaulvanur göngugarpur og gefur hér les- endum Fréttablaðsins uppskrift að afar einföldum, en um leið bragð- góðum útilegurétti, í tilefni þess að stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. „Þessi réttur er mjög einfaldur bixíréttur og vinsæll hjá börnum á öllum aldri, þar á meðal sonum mínum. Við köllum hann ömmu Lillu réttinn því að hann kemur eiginlega frá mömmu GOTT Í ÚTILEGUNA ÚTILEGAN Mesta ferðahelgi ársins er fram undan. Á Súðavík verður haldin gönguhátíð og býður einn skipuleggjandi hennar upp á ljúffengan útilegurétt. GOTT UM HELGINA Sigurrós Jóns Bragadóttir viðskiptafræðingur er mikill matgæðingur og býður lesendum upp á grillaða bleikju og ljúffenga sælgætis- ostaköku. Síða 2 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 B -F 1 7 4 1 5 9 B -F 0 3 8 1 5 9 B -E E F C 1 5 9 B -E D C 0 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.