Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 28
10 • LÍFIÐ 31. JÚLÍ 2015
ÓMISSANDI BJÚTÍRÁÐ FYRIR
VERSLUNARMANNAHELGINA
Stærsta ferðahelgi ársins er runnin upp en áður en lagt er í hann er gott að hafa ákveðin undirstöðu-
atriði með í för sem geta reddað hvaða útilegu sem er. Það þarf bæði að huga að þægindum og
útliti og ef þessir hlutir eru með í för þá gengur ferðalagið glimrandi vel.
Sólgleraugu
Það er ómissandi að hafa sólgleraugu með í för og
kannski ágætt að geyma fína parið sitt heima og
splæsa í ein lekker á næstu bensínstöð. Sólgleraug-
un gegna fjölþætti hlutverki þar sem þau bæði verja
augun gegn ágangi sólargeislanna en fela einnig
þrútin augu eftir langa nótt af söng og gleði. Svo ef
þú vilt vera með í partíinu en þarft að halla þér þá
koma sólgleraugu einnig að góðum notum og þú
getur fengið þér kríu án truflunar.
Salernispappír
Það er sama hvar maður er, oftar en ekki
vantar mann pappír, hvort sem það er til
að skeina bossa, þerra fingur eða hreinsa
munnvikin. Það er því þjóðráð að kippa
með sér einni eða tveimur rúllum.
Verkjalyf
Það er fátt leiðinlegra en að láta gott
fjör með góðu fólki fara í súginn vegna
líkam legrar vanlíðunar. Það er líka
þjónusta í almannaþágu að vera með
verkjalyf í farteskinu því það er allt-
af einhver sem gleymir slíkum lyfj-
um. Höfuðverkur á ekki að þurfa
eyðileggja sprellið svo taktu
nokkrar pillur með í budduna.
Varalitur
Það þarf ekki að taka með sér
mikið af málningardóti þegar
land er lagt undir fót, sérstaklega
í ljósi veðurblíðunnar sem ríkt hefur
víða um land. Leyfðu náttúrulegri
sólkysstri húðinni að njóta sín
en splæstu í góðan varalit
sem skerpir á andlitinu og
hressir það við um leið.
Kókosolía
Þessi olía er þarfaþing, hvort
sem er heima fyrir eða á
ferðalagi. Bæði mýkir hún
húðina, hreinsar farða af
augum og andliti, veit-
ir hárinu mýkt og raka, má
nota til að raka sig með en
einnig er hægt að nota hana
til eldamennsku og sem feiti
út í kaffið. Hún geymist vel í
glerkrukku eða plastboxi og
ætti að vera í hverri einustu
snyrtibuddu.
Vatn
Það segir sig kannski sjálft en vatn er mikilvægur
ferðafélagi sem gleymist oft. Gott er að vera með
góðan brúsa eða flösku sem hægt er að fylla
reglulega á og taka með sér. Þá er það ágæt-
is regla að hafa alltaf fulla vatnsflösku með sér
og byrja daginn og enda með því að dreypa á
vatninu. Þá er þetta líka ódýrasti drykkurinn sem
fyrirf innst og sá hollasti. Þegar þörfin fyrir ham-
borgara segir til sín er gott að hafa vatnsflösku
nálægt.
Trefill
Það eru nokkrir lykilstaðir á lík-
amanum sem þarf að halda
heitum svo líkaminn hald-
ist heitur og einn af þessum
stöðum er hálsinn og þá
sérstaklega hnakkinn.
Hattur
Það er alltaf smart að vera með hatt
og svo hlýjar það manni. Smartheit-
in þurfa ekki að hverfa þótt maður
sé á útihátíð og ef þér finnst hin
dæmigerða hlýja húfa ekki eitt-
hvað fyrir þig þá gæti hatt-
ur verið það. Svo er hann
einnig góður til að fela
skítugt hár, hann
má taka ofan
við formlega
kveðju og fólk
man eftir þeim
sem eru með töff
hatt.
365.is Sími 1817
BREAKING BAD
MARAÞON
Breaking Bad
á Stöð 2 Maraþon. N
STÖÐ 2 MARAÞO
N
FYLGIR ÁSKRIFT
AÐ SKEMMTI-
PAKKANUM!
800 klst.
af sjónvarpsefni
á Maraþoninu.
3
0
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
B
-E
2
A
4
1
5
9
B
-E
1
6
8
1
5
9
B
-E
0
2
C
1
5
9
B
-D
E
F
0
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K