Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2015, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 31.07.2015, Qupperneq 38
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 22 21. janúar–19. febrúar22. nóvember–21. desember 21. maí–20. júní 21. júní–22. júlí Krabbinn Kominn tími á u-beygju Elsku magnaði Hrútur. Gefðu meira en þú þiggur og elskaðu meira en þú þarft. Núna er með þér kraftur sem mun fylgja þér út sumarið. Þú ert að byggja upp magnaða framtíð! Grunnurinn er kominn en þú sérð ekki alveg hvert næsta skref er og einmitt þess vegna ertu að lesa þetta! Ef þú sest niður og skoðar síðustu 12 mánuði þá sérðu að það hefur ansi margt gerst. Nú er góður tími til að grípa um stýrið í lífi þínu, setjast í framsætið og taka stóra u-beygju. Það eru margir sem skulda þér greiða þó svo að þú gefir allt skilyrðislaust. Þú finnur að ákvarðanir þínar gefa þér kraft og það er áhrifa- mikið fólk sem mun hjálpa þér næstu skrefin. Og fyrir þá sem vantar ástina í líf sitt eru skilaboðin: Þú finnur ekki ástina því hún mun finna þig. Halló heimur, ég er kominn! 19. febrúar–20. mars22. desember–20. janúar 20. mars–20. apríl 20. apríl–21. maí 23. júlí–23. ágúst 23. ágúst–23. september 23. september–22. október 23. október–21. nóvember Ný tækifæri fram undan Elsku spennandi Naut. Það að gefast upp er ekki til í þér. Þú hefur svo frábæra hæfileika til að laga þig að aðstæðum en ég er ekki viss um að þú áttir þig alveg á því. Þegar á reynir ertu kameljón, þér gengur best þegar mikið er að gera og besta út- koman hjá þér er þegar stressið er mest. Þú verður að passa þig að festast ekki í viðjum vanans því það er drepleiðinlegt. Sú hugsun að allt þurfi að vera öruggt í kringum þig getur lamað framkvæmda- orkuna þína. Þú ert svo dásamlega ástríðufullt og getur vafið heiminum um fingur þér svo ekki sætta þig við það næstbesta. Þú átt eftir að grípa ný tækifæri og læra hvernig líf þitt getur orðið svo miklu betra. En þú þarft að næra þig andlega og gera þig reiðubúið í að henda þér í djúpu laugina. Veröldin er sköpuð til að hafa gaman af! Ekki hugsa of mikið Elsku litríki Tvíburi. Um leið og þú trúir að þú getir það sem þig langar til þá ertu kominn hálfa leið. Skoðaðu vel öll samskipti þín við fólk og vertu auðmjúkur þó svo að það geti verið erfitt á köflum. Því auðmýktin gerir allt betra. Þú skalt fylgja til- finningu þinni sem gerir þig spenntan, því það er verið að sýna þér lífið í öðru ljósi. Þú munt skynja í hvaða átt þú átt að fara svo drífðu þig bara. Ekki stúdera lífið of mikið því þú þarft ekki að vita allt! Þú þarft alls ekki að vanda þig svona mikið. Elskaðu bara það sem þú ert að fara að gera og þá halda þér engin bönd. Það eina sem er að stoppa þig í að ná árangrinum sem þú átt skilið er að þú ert búinn að hugsa í hringi. Mundu að um leið og þú breytir hugsunum þínum þá breytist veröldin. Lífið er að banka! Burt með gömul leiðindi Elsku Krabbi. Ég er svo spennt fyrir þína hönd! Þú ert svo mikið að læra að láta ekki annað fólk stjórna tilfinningum þínum að þú ert að fá mastersgráðu í því! Þú hefur stundum tapað þér í því að reyna að hafa alla góða en núna er sjálfs- traustið að eflast og þér halda engin bönd. Þú átt eftir að ná lengra en þú þorðir að vona. Því þú, elsku Krabbi, hefur alltaf haldið áfram þó svo að þú hafir misst allan mátt og fundist þú ekki geta meira. Heilsa þín og orka eru svo tengd tilfinn- ingum þínum og þess vegna er gott að gleyma gömlum leiðindum til þess að þau eyðileggi ekki daginn þinn. Næstu tveir mánuðir færa þér góðar fréttir, styrkja undirstöður þínar og fjölskyldan þín verður mjög stolt af þér. Í upphafi skyldi ekki endirinn skoða! Gerðu breytingar Elsku Ljónið mitt. Þú hefur svo mikil áhrif á aðra, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þú ert sterk týpa og stundum stjórnar þú aðstæðum þínum um of. Þú verður að vita að þegar verstu hlutirnir eru að gerast í lífi þínu þá er það til þess að færa þér hamingjuna. Gerðu bara þitt besta og alheimurinn mun sjá um rest. Það eru búnar að vera miklar sviptingar í tilfinningum þínum og þú þarft að nýta þér þær til þess að gera breytingar. Það er svo mikilvægt fyrir þig, hjartað mitt, að líta vel út, svo leggðu aðeins meira á þig því að vel útlítandi Ljón toppar allt. Það eru margir gamlir vinir í kringum þig eða þeir eru að koma til þín. Þú munt gleðjast yfir smáhlutunum. Það er það sem skiptir öllu máli, vinir og litlu hlutirnir í lífinu. Ég þarf ekki að sjá allan stigann til að taka fyrsta skrefið! Elskaðu af einlægni Elsku hvetjandi Meyja. Þú ert að fara inn í sérstakt tímabil á næstu þremur mánuðum þar sem þú þarft að eyða miklum tíma í að hvetja sjálfa þig áfram. Það er svo mikilvægt að þér finnist ekki hlutirnir vera á móti þér því þá kallarðu bara til þín enn verri tímabil. Það gengur allt betur núna en þú þorðir að vona og þetta muntu sjá þegar líður á ágúst. Miðað við kortin þín þá sé ég að þú verður nokk ánægð með uppskeru þína. Þetta er líka tímabil hreinsunar þar sem þú munt finna þér leiðir til að fá betri orku og skýrari hugsun. Besta leiðin til að fá það sem þú átt skilið er að elska af einlægni og dæma engan. Þú tekur frekar hvatvísa ákvörðun í tengslum við starf eða samning einhvers konar. Slappaðu af! Trúðu á töfra! Elsku andlega þenkjandi Vog. Mörgum finnst þú vera mikil fyrirmynd og það er dáðst að þér úr fjarlægð. Það er eins og að þú skynjir það bara alls ekki. Þú hefur alltof miklar áhyggjur af því að fólk frétti eða heyri eitthvað í kringum þig. Láttu allt svoleiðis þig engu varða og mundu að þú ert einn af máttarstólpum þjóðfélagsins og það er alltaf til fólk sem sýnir öfund og illgirni. Besta leiðin til að slá það fólk út af laginu er að gera þær manneskjur að vinum þínum. Það er oft sem maður bíður eftir því að einhverjir töfrar leysi vandamálin manns og ef vandamálin þín eru ekki að leysast þá er það af því að þú trúir ekki á töfra! Framkvæmdu strax það sem þér dettur í hug. Ef þú ert hræddur þá nær alheimsorkan ekki til þín. Þori ég, vil ég, get ég? Já ég þori, get og vil! Sterkur og sjálfstæður Elsku Sporðdrekinn minn. Þú átt það til að vera svolítið öfgafullur, hvort sem það er í mataræðinu eða tilfinningasukki. Það getur dregið úr þér kjarkinn til þess að sjá að þú hefur það sem þarf. Hættu að fara í öfuga átt við það sem þig langar. Ég sé það í þér að þú hrindir þér niður þegar best gengur og reynir sjálfur að stöðva þig þegar þú ert að komast í mark. Hættu að endurskoða þig og farðu algjörlega eftir því að líta hvorki til hægri né vinstri. Það er svo mikilvægt að þú sért sjálf- stæður og núna er orkan að gefa þér möguleika á að koma peningamálunum í jafnvægi. Það er gott að spandera smá til að hressa sálina, svo notaðu peningana sem þú ert að fara að afla í orku og til að stýra því að kvíðinn nái ekki tökum á þér. Hugsa minna, gera meira! Spenna í hjarta Elsku besti Bogmaður. Þetta er mánuðurinn þar sem þú þarft að skína af rosalegu sjálfstrausti. Fólk er að fylgjast með þér, hvernig þér gengur og svona, og þú skalt svo sannarlega passa þig á því að vera ekki að kvarta yfir einu eða neinu heldur halda bara áfram. Það er eitthvað sem veldur þér áhyggjum núna en ekki hugsa of mikið um það heldur skoðaðu það sem gengur vel. Áætlanir þínar eiga eftir að breytast og það verður þér fyrir bestu! Það er spenna í hjartanu þínu og þeir sem eru á lausu eru alveg tilbúnir i ástarævintýri. En farðu varlega því að þú getur fengið þráhyggju fyrir þeim sem passa þér ekki fullkomlega. Og mundu að einhver sem þykist vera merkilegri en einhver annar passar þér alls, alls ekki! Ég er eins hamingjusamur og ég vil vera! Efl du þig og taktu áhættu Elsku sérstaka Steingeitin mín. Óöryggi getur nagað þig inn beini og þá sést langar leiðir að þér líður ekki vel. Það sem þú þarft að gera núna er að efla líkama og huga. Þú þolir nefnilega ekki þegar þú bregst sjálfri þér og framkvæmir ekki það sem þú varst búin að skipuleggja. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að leita ráða hjá ein- hverjum sem getur hjálpað til og ráðlagt þér um næstu skref. Það eru margir fylgjendur í kringum þig og einhver sem liggur hreinlega á þér og dregur þig niður svo þú þarft að fara að sortera fólk. Þeir sem eru á lausu í Steingeitinni verða að þora að taka áhættu og standa með sér, því það er allt sem þarf. Peningamálin verða betri en þú bjóst við og þú átt eftir að geta leyft þér meira. Ég hef hugrekki og með því sigra ég! Þú nálgast takmarkið Elsku Vatnsberinn minn. Að vera hamingjusamur er hugarástand og þú þarft að framkvæma það sem gerir þig hamingjusaman til þess að láta þér líða betur! Hættu að lesa núna– hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug til þess að auka hamingjuna? Skrifaðu það niður því fyrsta hugsunin er skilaboð frá alheiminum til þín. Það fer allt á fulla fart hjá þér í haust og þá raðast upp röð skemmtilegra atvika sem eiga eftir að koma þér að takmarkinu þínu. Mundu að stundum þarf að brjóta reglur eða allavega beygja þær. Hafðu engar áhyggjur þótt þú eyðir eitthvað um efni fram því þú munt enda á að fá allt margfalt til baka. Sjórinn hefur mikil áhrif á þig þannig að ef þú ert með kökk í hjartanu, farðu þá og hentu erfiðleikunum á haf út. Hamingjan felst í því að hlakka til! Daðraðu við lífi ð Dásamlegi Fiskur. Það sem einkennir þig mest þessa dagana er að þú ferð bara þínar eigin leiðir. Það kemur þó fyrir að þér finnist þú vera svo hjálparlaus að þú gætir alveg misst máttinn. Þetta tímabil varir bara í stutta stund því það er svo skemmtilegt hjá þér fram undan. Það er svo magnað hvað þú verður orðheppinn og þú munt meira að segja koma sjálfum þér á óvart með það! Mátturinn býr nefni- lega í orðunum þínum og fólk á eftir að sannfærast um að það sem þú vilt sé það rétta. Þú ert búinn að vera svo duglegur, hjartað mitt, en þú átt það til að ofkeyra þig og þess vegna vilja allir hafa þig í vinnu. Það er bara svoleiðis. Þú logar líka af sexappíl svo margir eru að gefa þér auga. Nýttu þér þessa orku og daðraðu við lífið, með blikandi brosi! Ég horfi til himins og ber höfuðið hátt! Lengri útgáfu af stjörnuspá visir.is/SiggaKlingSpáin gildir fyrir ágúst RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS Hvað er SONOS? Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Spilaðu það sem þú vilt hvar sem er á heimilinu í gegnum Sonos kerfið sem er mjög einfallt í uppsetningu. FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 B -C 5 0 4 1 5 9 B -C 3 C 8 1 5 9 B -C 2 8 C 1 5 9 B -C 1 5 0 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.