Fréttablaðið - 31.07.2015, Qupperneq 40
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 24
Stundum er ég að
gera teppi sem er margir
fermetrar. Ég þarf yfir-
leitt í kringum fjögur
kíló af ull í hvern fer-
metra. Teppin eru mjög
þykk og slitsterk og
munu endast margar
kynslóðir.
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn
Steinarsson, líklega best þekktur
sem Biggi í Maus, sendir frá sér
nýja plötu í komandi viku, sem
ber nafnið 10 short stories. Um er
að ræða fyrstu plötuna sem hann
gefur út undir listamannsnafn-
inu Bigital en það er svokallað
„tónlistar pródúsersverkefni“ Birg-
is Arnar. „Þetta er ekki sólóverk-
efni því að ég er ekkert endilega í
forgrunni þó ég sé við stýriborðið.
Ég var í átta ár að vinna að henni
og var ekkert endilega að gera
plötu, ég var bara að semja og taka
upp,“ segir Birgir um verkefnið.
Hann er nú að gefa út tónlist í
fyrsta sinn í átta ár og var far-
inn að missa trúna. „Ég var alveg
búinn að missa trúna á mér sem
tónlistarmaður, maður var allt-
af að dæma þetta svo harkalega í
hausnum á sér. Ég fór svo að hugsa
að ég gæti ekki gert listaverkunum
mínum þetta og tók upp lagerinn af
lögunum aftur og valdi þrettán lög
og sendi til útgáfunnar,“ útskýrir
Birgir. Umrædd útgáfa er útgáfu-
fyrirtækið Believe Digital, sem
dreifir meðal annars tónlist lista-
manna á borð við Ásgeir Trausta
og Björk stafrænt. „Ég gef þetta
út sjálfur og geri í raun allt sjálf-
ur. Ég fæ aukahljóðfæraleikara og
söngvara með mér. Annars hef ég
ekki gert neinn samning, sem er
mikill léttir fyrir mig, því þá er
enginn milliliður og ég get komið
henni að hvar sem er. Believe Dig-
ital aðstoðar mig bara við að koma
tónlistinni inn á helstu tónlistar-
veiturnar.“ Platan er tekin upp í
London, Reykjavík og Kaupmanna-
höfn.
Tvö smáskífulög hafa komið út
af plötunni, lagið Abstrakt! sem
flutt er af Heimi Björnssyni rapp-
ara úr Skyttunum og Bandalag
dauðra dúfna sem er sungið af
Kolbrúnu Magneu Kristjánsdótt-
ur. Annað lagið er hipphopp-lag
blandað indie-rokki og í hinu er
argentínskum tangó blandað við
indie-rokk.
10 short stories kemur út á vínyl
í haust en Birgir hefur misst alla
trú á geisladisknum og ætlar ekki
að gefa út á slíku formi. „Geisla-
diskurinn er kannski ekki dáinn
á Íslandi en eins og þetta virkar
í Evrópu og Bandaríkjunum þá
er fólk hætt að kaupa geisladiska.
Fólk kaupir frekar vínyl með
download-kóða. Vínyllinn er orðinn
sterkur aftur. Ég hugsa að geisla-
diskurinn verið dauður eftir tvö ár.
Ég hef ekki keypt mér geisladisk í
svona fjögur eða fimm ár en kaupi
mér nokkrar vínylplötur í hverjum
mánuði,“ segir Birgir. Hann stefnir
á að halda útgáfutónleika í haust.
Birgir býr í Kaupmannahöfn
en er um þessar mundir staddur
á landinu og ætlar að spila með
hljómsveitinni sinni Maus víða um
land um verslunarmannahelgina, á
Innipúkanum í Reykjavík í kvöld,
Þjóðhátíð í Eyjum annað kvöld og
á Græna hattinum á Akureyri á
sunnudag. „Það er mikil tilhlökk-
un í bandinu. Maus hefur til dæmis
aldrei spilað á Þjóðhátíð áður. Það
er þvílíkur heiður að fá að spila á
undan flugeldasýningunni,“ segir
Birgir, sem lofar bara slögurum á
tónleikum Maus um helgina.
gunnarleo@frettabladid.is
Var búinn að missa trúna á mér sem tónlistarmaður
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson sendir frá sér sína fyrstu plötu undir nafninu Bigital í vikunni en hún ber nafnið 10 short stories.
NÝ PLATA Birgir Örn Steinarsson gefur út sína fyrstu plötu undir nafninu Bigital í
vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
bio. siSAM
SPARBÍÓ
VARIETY
CHICAGO SUN TIMES
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS
OG GUARDIANS OF THE GALAXY
EMPIRE
TOTAL FILMVARIETY
HITFIX
THE HOLLYWOOD REPORTER
VARIETY
MISSION IMPOSSIBLE 5, 8, 10:35(P)
PIXELS 1:45, 5, 8
ANT-MAN 3D 10:35
SKÓSVEINARNIR 2D 2, 4
MINIONS 2D 6
TED 2 10:15
JURASSIC WORLD 2D 8
INSIDE OUT 2D 2
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 2
POWERSÝNING
KL. 10:35
SÝND MEÐ
ÍSL OG ENS TALI
Sigrún Lára Shanko tileinkaði
líf sitt listinni árið 2003 eftir að
hafa starfað í fjármálageiranum.
Hún stofnaði sitt eigið stúd-
íó árið 2012 þar sem hún hóf að
framleiða teppi sem eru innblás-
in af íslenskri náttúru og unnin
í svokölluðum flos-stíl. Merk-
ið hennar heitir Shanko Rugs.
Teppin gerir hún öll sjálf en það
getur tekið allt upp í tvo mánuði
að ljúka við eitt teppi. Hún var
lengi sú eina hér á landi ásamt
Sigríði Ólafsdóttur sem starfaði
í teppaiðnaðinum á Íslandi en nú
hefur Sigrún þjálfað upp Þóru
Björk Schram og deila þær saman
vinnurými.
Sigrún hefur sýnt verk sín um
allan heim en hún segir áhugann
vera mikinn utan landsteinanna.
„Ég er búin að ferðast víða til þess
að sýna og byggja upp tengsla-
net. Fólk er hrifið af því að þetta
endur speglar íslenska náttúru.
Núna um daginn seldi ég teppi
sem líkist glóandi hrauni í glæsi-
íbúð í Seattle. Ég sýndi fyrst á
Hönnunarmars 2012 og þá birtist
mynd af teppi frá mér í tímarit-
inu Elle. Svo hefur það líka birst á
tískusíðunni WGSN.“
Vinnustofa Sigrúnar er í Gufu-
nesinu en hún segist þurfa mikið
pláss til þess að vinna. „Stundum
er ég að gera teppi sem er marg-
ir fermetrar. Ég þarf yfirleitt í
kringum fjögur kíló af ull í hvern
fermetra. Teppin eru mjög þykk
og slitsterk og munu endast marg-
ar kynslóðir. Flos er textílaðferð
sem var mjög vinsæl á árunum
í kringum 1970. Ég lærði þetta
af mömmu og var að kenna með
henni á námskeiðum þegar ég var
ung. Ég er með handavinnuna í
blóðinu.“
Sigrún er hreyfihömluð og þess
vegna vinnur hún ekki alla daga.
Hún er þó dugleg að ferðast til
þess að koma verkum sínum á
framfæri. „Ég var í Flórens í vor
og svo var ég beðin um að sýna á
lúxushóteli í London. Svo fór ég
til Seattle í október í fyrra. Þessi
ferðalög kosta sitt en þau eru þess
virði. Ég er til dæmis komin með
umboðsmann sem ég kynntist í
Flórens. Svo hef ég líka verið að
selja hér heima. Hótel Rangá hefur
keypt nokkur verk eftir okkur
Siggu og það er stórt verk eftir mig
í Nýsköpunarstöðinni og hjá einka-
aðilum sem hafa verið að versla við
mig.“ gunnhildur@frettabladid.is
Gerir teppi innblásin af íslenskri náttúru
Sigrún Lára býr til teppi í fl os-stíl. Hún er ein af fáum á landinu sem framleiða teppi sem geta tekið allt að tvo mánuði í framleiðslu.
TEPPAGERÐARKONA Sigrún Lára gerir öll teppin sem hún hannar sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
3
0
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
B
-D
8
C
4
1
5
9
B
-D
7
8
8
1
5
9
B
-D
6
4
C
1
5
9
B
-D
5
1
0
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K