Fréttablaðið - 31.07.2015, Side 42
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 26
Ég gerði nákvæm-
lega það sem ég ætlaði
að gera og geng því
sáttur frá borði.
Hörður Axel Vilhjálmsson
landsliðsmaður
visir.is
Meira um leik
gærkvöldsins
FLÓTTINN MIKLI
ÞESSIR HAFA FLÚIÐ ÚR
DIGRANESINU Í SUMAR
Atli Karl Bachmann Víkingur
11 leikir og 27 mörk.
Daði Laxdal Gautason Grótta
25 leikir og 51 mark.
Garðar Svansson FH
23 leikir og 53 mörk.
Guðni Már Kristinsson Á leið í Aftureldingu
24 leikir og 62 mörk.
Leó Snær Pétursson HK Malmö
26 leikir og 106 mörk.
Þorgrímur Smári Ólafsson Fram
27 leikir og 120 mörk.
Lárus Helgi Ólafsson Grótta
Lárus er öflugur markvörður.
HANDBOLTI „Við erum búnir að
missa helvíti mikið. Það er ekki
hægt að neita því,“ segir Bjarki
Sigurðsson, þjálfari HK, en hann
hefur mátt sjá á bak heilum sjö
lykilmönnum í sumar. Það er
heilt lið í handbolta.
HK féll úr Olís-deildinni síð-
asta vetur og bestu menn liðsins
hafa ákveðið að reyna fyrir sér
með öðrum liðum í efstu deild
og einn fór til Svíþjóðar. Þó svo
þetta sé mikið högg þá er Bjarki
ekki af baki dottinn.
„Ég verð áfram með liðið og
Jón Gunnlaugur Viggósson mun
aðstoða mig ásamt því sem hann
sér um 2. og 3. flokk. Þetta verð-
ur bara uppbygging hjá okkur
og kannski bætum við við okkur
eldri leikmönnum til að fá smá
reynslu.“
Bjarki segir að það séu ekki
til neinir peningar fyrir útlend-
ingum og liðið verði byggt upp á
þeim strákum sem eru eftir hjá
félaginu.
„Annar flokkurinn okkar er
mjög efnilegur. Það verður álag
á þeim strákum næsta vetur. Við
ætlum að vinna með þessa drengi
og sjá til þess að þeir beri uppi
merki félagsins um ókomin ár.
Þetta eru hungraðir strákar sem
vilja æfa eins og skepnur.“
Bjarki segir að umhverfið í
handboltaheiminum í dag geri
liðum afar erfitt fyrir að byggja
upp lið.
„Ég er auðvitað svolítið fúll
yfir því að flóttinn sé svona
svaðalegur hjá okkur. Ég geri
mér að sama skapi grein fyrir því
að menn vilja spila í efstu deild.
Þessir samningar í dag eru líka
bara eitt plús eitt ár. Það eru í
raun bara eins árs samningar.
Leikmenn geta því alltaf hlaupið
í burtu hvert sumar. Ég er búinn
að vera í þessu lengi og veit að
það tekur að minnsta kosti eitt ár
að búa til lið. Í gamla daga voru
þetta 2 plús einn samningar og þá
var þetta auðveldara.“
- hbg
HK búið að missa heilt byrjunarlið í sumar
Bjarki Sigurðsson ætlar ekki að gefast upp sem þjálfari HK þó svo hann sé búinn að missa marga lykilmenn.
GEFST EKKI UPP Bjarki ætlar
að byggja upp nýtt HK-lið með
ungum HK-strákum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
FÓTBOLTI KR vann öruggan 4-1 sigur
á ÍBV í undanúrslitum Borgunar-
bikars karla í gær en þetta er fjórða
árið í röð sem KR-ingar slá Eyjamenn
út úr bikarkeppninni. Hólmbert Aron
Friðjónsson skoraði tvívegis fyrir KR
og Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn
Már Ragnarsson sitt markið hvor.
Bjarni Gunnarsson gerði mark ÍBV.
KR-ingar mæta Valsmönnum í úr-
slitaleiknum 15. ágúst. - iþs
KR og Valur mætast í bikarúrslitum í fyrsta sinn síðan 1990
FÓTBOLTI Afturelding rær lífróð-
ur í Pepsi-deild kvenna en liðið er
aðeins með eitt stig á botni deild-
arinnar þegar tólf umferðum er
lokið.
Til að hjálpa sér í botnbarátt-
unni sem fram undan er hafa
Mosfellingar samið við þrjá
portúgalska leikmenn í félaga-
skiptaglugganum; Isabel Osório,
Danielu Filipu Alves og Söru
Granja.
Osório er þrítugur varnarmað-
ur, Alves 23 ára gamall framherji
og Granja 26 ára gamall miðju-
maður. Þær hafa allar leikið með
yngri landsliðum Portúgals. Þá
hefur Afturelding einnig fengið
Sigríði Þóru Birgisdóttur að láni
frá Íslands- og bikarmeisturum
Stjörnunnar.
Afturelding skipti einnig um
þjálfara fyrr í mánuðinum, þegar
Theodóri Sveinjónssyni var sagt
upp. Við starfi hans tók Júl-
íus Ármann Júlíusson sem var
aðstoðarþjálfari Theodórs.
Stjarnan hefur einnig verið
aðsópsmikil í leikmannaglugg-
anum en liðið hefur fengið fjóra
erlenda leikmenn til sín; Rac-
hel Pitman, Jaclyn Nicole Softli,
Francielle Manolo Alberto og Pol-
iana Barb osa Medeiros.
Þær tvær síðastnefndu hafa
leikið með brasilíska landsliðinu
og Poliana var í leikmannahópi
Brasilíu á HM í Kanada fyrr í
sumar. Franc ielle hefur farið vel
af stað með Stjörnunni og skor-
að fjögur mörk í fyrstu þremur
leikjum sínum með Garðabæjar-
liðinu. - iþs
Portúgölsk
innrás í Mos-
fellsbæinn
ERFITT Afturelding er í vondri stöðu í
Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
HANDBOLTI Björgvin Hólmgeirsson, besti og markahæsti
leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, er væntanlega
á leið til Dúbaí þar sem hann mun leika með handbolta-
liði Al Wasl SC. „Það er líklegt að þetta gangi eftir en það
er ekki búið að staðfesta neitt,“ sagði Björgvin í samtali
við Fréttablaðið í gær. Hann vonast til að skrifa
undir tíu mánaða samning við Al Wasl um helgina.
„Ef þetta gengur upp þá verður þetta ævintýra-
mennska en ekki atvinnumennska hjá
okkur fjölskyldunni,“ sagði Björgvin sem
var um tíma í viðræðum við sænska liðið
Skövde en gaf það frá sér í fyrradag.
„Maður nennir ekki að standa í einhverju
harki. Frekar vill maður taka ævintýramennskuna
á þetta og lifa lífinu. Í versta falli verður þetta
langt sumarfrí,“ sagði Björgvin. - iþs
Björgvin á leið til Dúbaí
GULLSKALLI Hólmbert Aron Friðjónsson skorar hér annað mark KR gegn ÍBV með
skalla eftir fyrirgjöf Óskars Arnar Haukssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPORT
KÖRFUBOLTI „Nú er fjörið að byrja.
Það var kominn fiðringur í mann
en nú er bara mikil spenna,“ segir
Hörður Axel Vilhjálmsson, lands-
liðsmaður í körfubolta, í samtali
við Fréttablaðið, en strákarnir
okkar hófu æfingar fyrir Evrópu-
mótið í Berlín í síðustu viku.
Hörður hefur verið lykilmaður í
landsliðinu í nokkur ár og má fast-
lega búast við honum í lokahópnum
á Evrópumótinu í Berlín. Hópur-
inn var skorinn niður í vikunni og
æfa þeir Emil Barja, Darri Hilm-
arsson og Ólafur Ólafsson ekki
oftar með liðinu fram að móti.
Verðum að njóta
Ísland er í dauðariðlinum á sínu
fyrsta stórmóti, en í Berlín mætir
liðið heimamönnum frá Þýska-
landi og Serbíu, Tyrklandi, Spáni
og Ítalíu. Sigurlíkur Íslands eru
litlar sem engar.
„Ég held að þetta verði bara
ævintýri. Við verðum mikið saman
og þetta er líka svo skemmtilegur
hópur. Það ná allir svo vel saman
og því verður bara gaman að taka
þátt í þessum,“ segir Hörður Axel.
„Að njóta er lykilorðið í þessu.
Við erum ekki að fara að vinna
Spán með 20 stiga mun eða eitt-
hvað þannig. Við þurfum bara að
njóta þess að fá að vera með og sjá
svo hvað gerist.“
Ánægður með veturinn
Eftir fall með Valladolid á Spáni í
fyrra sneri Hörður Axel aftur til
MBC í Þýskalandi og spilaði með
liðinu í efstu deild. Hann kveðst
ánægður með þá ákvörðun og
spilamennsku sína í vetur.
„Ég var mjög sáttur eftir erfitt
tímabil á Spáni þar á undan. Það
var gott að koma til baka og reyna
að endurræsa ferilinn. Ég gerði
nákvæmlega það sem ég ætlaði að
gera og geng því sáttur frá borði
þaðan,“ segir Hörður Axel sem er
nú samningslaus og leitar liðs.
„Ég er með umboðsmann í þessu
sem sér um mín mál. Ég reyni að
hugsa ekkert um þetta en maður
er samt alltaf að hugsa um þetta.
Maður veit ekki hvar maður er að
fara að spila eftir EM og lifa næsta
árið. Þessi körfuboltaheimur er
skrítinn.“
Eins og fleiri samningslausir
í landsliðinu vill Hörður frekar
semja fyrir EM til að taka ekki
neina áhættu.
„Það er rosalega hættulegt að
semja eftir EM því þá verða flest
lið búin að semja við alla sína
menn. Ég vil semja fyrir Evrópu-
mótið þannig að ég geti bara notið
þess að spila,“ segir Hörður, en að
bíða með að semja gæti líka haft
áhrif á frammistöðu hans í Berlín.
„Ef ég er líka eitthvað að bíða
með þetta verður miklu meiri
pressa á mér að standa mig. Maður
vill bara njóta þess að spila þarna
og sjá hvar maður stendur gegn
þessum bestu í heimi.“
Æfir mikið
Hörður Axel er þekktur fyrir
að æfa mikið og leggja ótrúlega
mikið á sig. Á því er engin breyt-
ing þetta sumarið og hefur hann
fengið hjálp frá margfalda Íslands-
meistaranum Gunnari Einarssyni,
fyrrverandi leikmanni Keflavíkur,
sem er gríðarlega fær einkaþjálf-
ari.
„Ég tók góða pásu eftir tíma-
bilið en er búinn að vera í fjórar
vikur með Gunna Einars og Hauk-
ur Helgi hefur komið með mér,“
segir Hörður Axel, en þeir æfðu í
Keflavík.
„Það er samt skemmtilegra að
vera kominn aftur í landsliðshóp-
inn að æfa. Nú getum við spilað
aðeins í staðinn fyrir að maður sé
bara einn að „drilla“ eitthvað.“
Trúin skiptir sköpum
Sem fyrr segir er riðillinn sem
Ísland er í nánast lygilegur. Þarna
eru saman komnar fimm af svona
tíu bestu þjóðum Evrópu í einum
og sama riðlinum. Vanmatið verð-
ur mikið, segir Hörður Axel, og
því er um að gera að nýta það.
„Það er ótrúlegt að öll þessi lið
geti dregist saman. Ef við horf-
um á þetta raunsætt líta hin liðin
á leikinn gegn okkur sem hvíldar-
dag. Við verðum að notfæra okkur
það og mæta tvíefldir til leiks í
hverjum einasta leik og trúa að við
getum gert eitthvað á móti þessum
liðum,“ segir Hörður sem klæjar í
puttana að fá að spreyta sig á móti
mörgum af bestu leikmönnum álf-
unnar og heimsins.
„Auðvitað er maður spenntur að
spila á móti þessum gaurum sem
maður hefur fylgst með alla ævi.
Ég hef samt spilað við marga í
þessu spænska liði og þýska þann-
ig að ég þekki nokkra þarna,“
segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
tomas@365.is
Líta á okkur sem hvíldardag
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, hlakkar til að sjá hvar hann stendur gegn þeim bestu
í heiminum. Mótherjar Íslands á EM munu vanmeta strákana okkar og því er um að gera nýta sér það.
HAXEL Hörður Axel Vilhjálmsson, oft kallaður „Haxel“, er spenntur fyrir fyrsta stórmóti sem Ísland fer á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
3
0
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
B
-E
C
8
4
1
5
9
B
-E
B
4
8
1
5
9
B
-E
A
0
C
1
5
9
B
-E
8
D
0
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K