Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 46
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30
FÖSTUDAGSLAGIÐ
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Hljómsveitin Vaginaboys spilaði á
sínum fyrstu tónleikum þann 26.
maí síðastliðinn þegar þeir komu
fram með Sin Fang, tæpu ári eftir
að þeirra fyrsta lag, Elskan af því
bara, kom út.
Á huldu er hverjir meðlimir
hljómsveitarinnar eru, á tónleik-
um spila þeir með grímur, syngja í
gegnum talgervil og á Facebook-síð-
unni er engin grein gerð fyrir nöfn-
um meðlima en þeir spila draum-
kennda raftónlist.
Huldumenn á bak við tjöldin
„Við viljum bara láta tónlistina tala
fyrir það sem við erum að gera.
Síðan eru huldumenn á bak við
tjöldin,“ segir söngvari sveitarinn-
ar leyndardómsfullur um ástæður
grímanna en á sviðinu eru þeir jafn-
an tveir og þegar hann er spurður
að því hvort að í hópi fyrrnefndra
huldumanna leynist einhverjir
þekktir tónlistarmenn er svarið
stutt og laggott: „Ég ætla ekkert að
tjá mig um það,“ segir hann glaður
í bragði og bætir við að dularfullt
sé sexý.
Vaginaboys hafa gert tónlist
saman í rúm tvö ár en verið vinir
talsvert lengur. „Við erum æskuvin-
ir. Ætli þetta hafi ekki bara byrjað
í grunnskóla. Við höfum mikinn
áhuga á tónlist og lifum fyrir tón-
list.“
Þeirra fyrsta lag, Elskan mín
af því bara, var gefið út þann 31.
ágúst á síðasta ári. Það var þó ekki
fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að
lagið sprakk út og öðlaðist talsverð-
ar vinsældir á samfélagsmiðlum og
þakkar hinn grímuklæddi og nafn-
lausi söngvari nokkrum tónlistar-
mönnum fyrir að hafa hjálpað til
við að koma því á kortið. „Emmsjé
Gauti, Sin Fang og Gísli Pálmi áttu
sinn þátt í því,“ segir hann.
Nóg í pokahorninu
Lagið Í svefn kom út á dögunum í
tengslum við Druslugönguna og eru
hljómsveitarmeðlimir strax farnir
að huga að útgáfu næsta lags, Ekki
nóg. Við það mun einnig koma út
myndband sem frumsýnt verður
á Vísi og verður útgáfudagur til-
kynntur síðar. „Róm var ekki byggð
á hverjum degi,“ segir hann léttur í
lund og segir þá félaga eiga nóg af
efni í pokahorninu og stefnan sett á
að gera eitt þúsund góð lög.
„Svo kemur bara út geisladiskur,
vínill og kassetta í framtíðinni.“
Þegar hann er spurður að því hvort
einhver útgáfudagur sé áætlaður er
markmiðið skýrt: „Ætli við verðum
ekki bara að stefna á að þetta verði
jólaplatan í ár.“
Vilja breyta merkingunni
Orðið vaginaboy, sem hljómsveitin
dregur nafn sitt af, er notað á nei-
kvæðan hátt um stráka sem þykja
ekki nógu harðir af sér eða fara að
einhverju leyti gegn ríkjandi karl-
mennskuhugmyndum.
„Þetta er svona feminísk pæl-
ing. Það er svo sorglegt að það sé
verið að nota svona fallegt orð, vag-
inaboy, í niðrandi tilgangi,“ segir
hann og bætir við: „Við vildum nota
þetta yfir okkur og ef við verðum
kúl í framtíðinni verður kannski kúl
að vera kallaður vaginaboy.“
Það er nóg um að vera hjá hljóm-
sveitinni og mun hún meðal annars
spila á Innipúkanum í kvöld klukk-
an 21.00 á skemmtistaðnum Húrra.
„Við erum líka að byrja með dj-
sett þannig að það verður þægilegt
að fá okkur í veislur, brúðkaup og
jarðarfarir.“
Fá klapp á bakið
Grímurnar sem hljómsveitarmeð-
limirnir tveir bera á tónleikum
vekja forvitni, ætíð er um sömu
grímur að ræða en söngvarinn
segir nýjungar væntanlegar.
„Þetta eru alltaf sömu grímurnar
núna, en það eru einhverjar týpur í
vinnslu veit ég,“ og segir hann þá
jafnframt ekki gera mikið úr því að
halda dulargervinu uppi fyrir fram-
an vini og fjölskyldu, enda noti þeir
grímurnar aðallega þegar þeir eru
að spila en ekki í daglegu lífi.
„Það fá allir að vita það sem vilja
vita það í kringum okkur. Og þeir
sem nenna að standa í að finna út
hverjir við erum fá bara klapp á
bakið.“ gydaloa@frettabladid.is
Spila með grímur og
láta tónlistina tala
Vaginaboys koma alltaf fram með grímu og hafa verið vinir frá því í grunnskóla. Þeir
eiga nóg af efni í pokahorninu og ætla að gefa út breiðskífu, vínilpötu og kassettu.
DULARFULLIR Hljómsveitin Vaginaboys vonast til að það dragi úr neikvæðri merkingu orðisins vaginaboy með nafni hljóm-
sveitarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þetta eru alltaf
sömu grímurnar núna,
en það eru einhverjar
týpur í vinnslu veit ég.
HÁSKÓLABÍÓ 15. ÁGÚST 2015
ROKKABILLÝBANDIÐ
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIÐI.IS
HEIÐURSTÓNLEIKAR
„Það verður allavega erfitt að missa
af okkur um helgina,“ segir Stein-
unn Jónsdóttir, söngkona reggí-
hljómsveitarinnar AmabaDama.
Sveitin leikur á fimm tónleikum um
verslunarmannahelgina, á Innipúk-
anum í kvöld þar sem sveitin stígur
á svið ásamt Jakobi Frímanni Magn-
ússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
annað kvöld, í Húsdýragarðinum á
sunnudag og þá kemur sveitin fram
á tvennum tónleikum á Akureyri á
sunnudag.
Steinunn segir hljómsveitina vel
undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu.
„Þetta verður skemmtilegt, við verð-
um samt líklega í bjórbanni þang-
að til á sunnudagsnóttina. Ætli við
förum svo ekki í spa á mánudag,“
segir Steinunn og hlær.
Svo að dagskránni verði ekki rask-
að mun hljómsveitin sigla frá Eyjum
strax að loknum tónleikum á einka-
bát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk
buðu unglömbunum að sigla með sér.
„Við siglum með þeim í Nýdönsk og
Jóni Jónssyni upp á land eftir að við
erum búin að spila, það verður bara
gaman,“ segir Steinunn og bætir við;
„Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhá-
tíð þannig að við vitum ekkert við
hverju við eigum að búast, nema það
sem fólk hefur sagt okkur.“
Reggísveitin og Jakob Frímann
hafa undanfarna daga æft af kappi
fyrir tónleika sína saman og vill
Steinunn meina að útsetningarnar á
lögunum séu einkar grípandi. „Það
hefur gengið vel að æfa með Jak-
obi, þetta eru lög sem fólk þekkir.
Við tökum fjögur lög eftir hann sem
koma úr mismunandi verkefnum
hans. Við reggívæddum lögin aðeins
og ég hef allavega verið með þau á
heilanum á milli æfinga.“ - glp
Einkabátur fenginn fyrir unglömbin
Hljómsveitin AmabaDama leikur á fi mm tónleikum um helgina og siglir á einkabát með Nýdönsk og Jóni Jóns.
ÚTI UM ALLT Hljómsveitin Amaba-
Dama leikur á fimm tónleikum um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
„Föstudagslagið mitt er Tonight
Again með sjarmatröllinu Guy
Sebastian. Lagið er með geggjað
grúv og hann syngur það svo fárán-
lega vel þannig að maður kemst
alltaf í fíling.“
María Ólafsdóttir söngkona
3
0
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
B
-D
3
D
4
1
5
9
B
-D
2
9
8
1
5
9
B
-D
1
5
C
1
5
9
B
-D
0
2
0
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K