Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 6
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
NÍGERÍA Hundruð manna komu
saman í höfuðborginni Abuja í
Nígeríu í gær til að minna á meira
en 200 stúlkur sem liðsmenn Boko
Haram rændu úr skóla í Chibok
fyrir réttu ári, þann 14. apríl 2014.
Ættingjar stúlknanna krefjast
þess að stjórnvöld geri meira til
þess að frelsa stúlkurnar.
Víða um heim var einnig efnt til
athafna til að minna á stúlkurnar,
sem nú hafa flestar verið í heilt ár
í haldi þessa pólitíska sértrúar-
safnaðar sem hefur lagt undir sig
stór svæði í norðaustanverðri Níg-
eríu.
Bæði Amnesty International og
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, sendu frá sér ítarlegar
skýrslur í gær um ástandið í Níg-
eríu.
Skýrsla Amnesty nefnist „Verk-
efni okkar er að skjóta, slátra og
drepa“ og fjallar um ógnarstjórn
Boko Haram. Undanfarin fimm
ár hafa liðsmenn Boko Haram
drepið þúsundir manna, þar af
4.000 á síðasta ári og að minnsta
kosti 1.500 manns það sem af er
þessu ári. Samtökin hafa rænt að
minnsta kosti tvö þúsund mönn-
um og hrakið milljón manns frá
heimilum sínum. Voðaverk sam-
takanna hafa haft gríðarleg áhrif
á líf milljóna manna.
Skýrslan frá UNICEF nefnist
„Horfin barnæska“ og þar er sjón-
um beint sérstaklega að áhrifum
þessa ógnarástands á börn. Þar
kemur fram að meira en 800 þús-
und börn hafa hrakist að heiman á
þessum svæðum. - gb
Víða um heim var þess minnst í gær að ár er liðið frá því að meira en 200 stúlkum var rænt í Nígeríu:
Milljón börn á flótta undan Boko Haram
MÓTMÆLI Í ABUJA Fjöldi fólks safnað-
ist saman í gær og skoraði á Muhamm-
adu Buhari, nýkjörinn forseta, að grípa
til aðgerða. NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAÞJÓNUSTA Innheimta gisti-
nátta skatts hefur skilað 670 millj-
ónum króna síðan gjaldtakan hófst
í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir
úr Framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða frá 2012 til 2015 eru rétt innan
við 1,5 milljarða króna.
Í svari fjármála- og efnahagsráð-
herra við fyrirspurn frá Kristjáni
L. Möller, þingmanni Samfylking-
arinnar, um inn-
heimtan gisti-
náttaskatt kemur
fram að fyrsta
heila árið sem
gistináttagjald-
ið var lagt á gaf
það 195 milljón-
ir. Árið 2013 voru
milljónirnar 222
og 262 í fyrra.
Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjár-
lögum að þremur fimmtuhlutum til
Framkvæmdasjóðsins og tveimur
fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir
þjóðgarða og friðlýst svæði.
Kristján vekur athygli á því í
fréttatilkynningu að skatturinn er
aðeins 100 krónur og segir upplýs-
ingarnar vera mikilvægar í sam-
hengi við frumvarp iðnaðarráð-
herra um náttúrupassa sem er til
umfjöllunar í atvinnuveganefnd
Alþingis.
„Það þyrfti ekki að hækka gisti-
náttagjaldið mikið til að ná inn
tekjum sem náttúrupassinn á að
skila á ári. Kannski 300 til 400 krón-
ur sem væri einfaldasta leiðin fyrir
þingið til að bregðast við aðkallandi
vanda strax,“ segir Kristján sem
vill skoða blandaða leið; gistigjald
til viðbótar við gjaldtöku á bíla-
stæðum við helstu náttúruperlur.
Hann vill jafnframt að hluti tekn-
anna renni til viðkomandi sveitarfé-
lags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði
komið til móts við kostnað sveitar-
félaganna, sem er allnokkur án þess
að tekjur komi á móti.
Kristján telur útilokað að náttúru-
passinn verði afgreiddur fyrir þing-
lok, og aldrei nema í mikið breyttri
mynd. Heimildir Fréttablaðsins
innan stjórnarflokkana taka undir
það sjónarmið. Í hans stað verði
hins vegar að finna leið til að afla
tekna til uppbyggingar, og er gisti-
náttagjald títt nefnt.
Á vef atvinnuvega- og nýsköp-
unar ráðuneytisins segir að gistinátt-
askatti sé helst fundið til foráttu að
tekjurnar hafa ekki verið nægjan-
legar og yrði hann hækkaður veru-
lega gæti það haft áhrif á eftirspurn.
Jafnframt þyki ókostur að skattur-
inn leggst aðeins á eina grein ferða-
þjónustunnar. svavar@frettabladid.is
Skattur á gistinætur
skilað 670 milljónum
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 1,5 milljörðum í styrki á
þremur árum. Tæpur helmingur fjárins er kominn frá 100 króna gistináttaskatti.
KRISTJÁN
MÖLLER
Á FERÐINNI 300 króna gistináttagjald myndi skila 800 milljónum– náttúrupassi á
að skila milljarði á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UMHVERFISMÁL Gróðureyðing á
Heimaey sökum veðurfars veldur
umhverfis- og skipulagsráði Vest-
mannaeyja miklum áhyggjum.
„Ljóst er að ákveðin svæði eru
illa farin og þarfnast sértækra
aðgerða svo koma megi í veg fyrir
frekari skemmdir,“ segir í bókun
ráðsins. Starfsmenn Vestmanna-
eyjabæjar hafi undanfarin sumur
unnið að úrbótum en nú sé ljóst
að kalla þurfi fleiri aðila að verk-
inu. Nefnir ráðið þar til sögunnar
Landgræðsluna, félagasamtök og
aðra áhugasama, bæði hópa og ein-
staklinga.
„Ráðið felur starfsmönn-
um sviðsins að gera áætlun um
aðgerðir og útvega tilskilin leyfi
yfirvalda til að grípa til þeirra
aðgerða sem þurfa þykir. Þá hvet-
ur ráðið Eyjamenn til að ganga um
af virðingu við náttúruna og forð-
ast allt óþarfa rask,“ segir í bókun
ráðsins eftir vettvangsferð þar
sem skoðaðir voru helstu staðir
sem hafa orðið fyrir náttúrulegu
raski í Heimaey. - gar
Umhverfisráð Vestmannaeyja segir veðurfar hafa valdið gróðurskemmdum:
Eyjamenn forðist óþarfa rask
Í HEIMA-
KLETTI
Miklar áhyggjur
eru af gróðri
eftir vettvangs-
ferð umhverfis-
ráðs.
MYND/ÓSKAR P. FRIÐ-
RIKSSON
SVONA ERUM VIÐ
71.475 gistinætur voru skráðar í skálum
í óbyggðum hér á landi á síðasta ári.
Þar af voru 17.239 gistinætur
skráðar á Íslendinga í bókum hag-
stofunnar, en 54.236 á útlendinga.
Þetta er töluverð aukning frá árinu
2010 þegar gistinæturnar í skálum í
óbyggðum voru 50.517, þar af 22.270
Íslendingar en 28.247 útlendingar.
Aðalfundur
Félags íslenskra rafvirkja
Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja verður haldinn
þriðjudaginn 21. apríl kl. 18
að Stórhöfða 27 1.hæð, í sal Rafiðnaðarskólans.
Gengið inn Grafarvogsmegin.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á ársfund Stafa, lífeyrissjóðs
3. Lagabreytingar
4. Önnur mál
Kveðja
Stjórnin
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is Bir
t
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Frá kr. 220.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 220.900 á Villa Adeje Beach
m.v. 2 fullorðna í íbúð. Fleiri gististaðir í boði.
Fararstjórar: Trausti Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttir
Vorferð eldri borgara
26. apríl í 22 nætur
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Fram-
kvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5
milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistinátta-
gjaldinu nema 644 milljónum.
Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða
annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi
ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni
vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 millj-
ónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum.
305 styrkjum úthlutað á þremur árum
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
D
-D
E
3
C
1
6
3
D
-D
D
0
0
1
6
3
D
-D
B
C
4
1
6
3
D
-D
A
8
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K