Fréttablaðið - 15.04.2015, Qupperneq 24
FÓLK|FERÐIR
PARÍS Pont Des Arts-brúin í París. Yfirvöld eru mikið á móti hengilásum elskenda, enda skemma þeir brýrnar.
Saga ástarlásanna nær þó lengra aftur á bak í tímann en til 2008. Fyrst er vitað um tilurð slíkra lása í Serbíu í fyrri heimsstyrjöldinni.
Pör hittust leynilega á brú og hengdu lás með
nöfnum sínum á handrið til að innsigla ástina áður
en kærastinn hélt í stríðið. Ástarlásar voru ekki
algengir eftir stríð en árið 2007 fóru pör að setja
hengilása með nöfnum sínum á hina frægu brú
Ponte Milvio í Róm. Það var gert til að herma eftir
sögupersónum í ítölsku kvikmyndinni Ho voglia
di te (I Want You) sem frumsýnd var árið 2007 en
myndin var gerð eftir sögu Federico Moccia. Lykl-
unum var síðan hent í Tíber.
Þyngd lásanna var orðin svo mikil á brúnni að
borgarstarfsmenn hafa þurft að fjarlægja þá. Það
sama er að gerast í öðrum borgum eftir að æðið
hófst. Lásar hafa meðal annars verið fjarlægðir af
brúm í París vegna þyngsla. Strax árið 2010 fóru
borgaryfirvöld þar að lýsa yfir áhyggjum vegna lás-
anna og biðja fólk að hætta þessum ósið. Á það var
ekki hlustað og á síðustu árum hafa lásarnir verið
fjarlægðir og plastspjöld sett í staðinn á brúarhand-
riðið til að vonlaust sé að hengja á það.
LÁSARNIR SKEMMA
Margir virðast halda að þetta sé sérstök Parísar-
hefð þar sem lásar hanga á öllum brúarhandriðum
og jafnvel á grindverkum almenningsgarða. Parísar-
búar sverja þetta æði af sér þótt borgin sé gjarnan
nefnd borg ástarinnar.
Í Flórens á Ítalíu voru 5.500 ástarlásar fjarlægðir
af hinni þekktu brú Ponte Vecchio. Sömuleiðis eru
brýrnar í Feneyjum í mikilli hættu og stöðugt er
verið að taka lásana burt en nýir koma þó enda-
laust í staðinn. Talað er um að setja háar sektir þar
í borg svo fólk láti af þessum ósóma.
Í Dublin á Írlandi voru hengilásarnir fjarlægðir
af tveimur brúm árið 2012. Brýrnar voru farnar að
skemmast undan þunganum eins og aðrar frægar,
gamlar brýr. Borgaryfirvöld hafa tilkynnt að allir
lásar, sem hengdir verða á brúarhandrið, verði fjar-
lægðir.
HERFERÐ GEGN BRÚARÁSTINNI
Í Þýskalandi er sömuleiðis í gangi herferð til að
fjarlægja lásana, enda ryðga þeir og skemma út frá
sér. Lásana má sjá í flestum borgum Þýskalands
og sömuleiðis á Spáni. Í Moskvu hefur ástarlása-
æðið tekið sig upp á Luzhkov-brú. Til að forðast
skemmdir á brúarhandriðinu hafa yfirvöld sett upp
málmtré sem ætluð eru fyrir lásana. Nú þegar eru
hundruð þúsunda lása á þessum málmtrjám. Nýleg
rússnesk hefð er að brúðhjón kyssi brú á brúð-
kaupsdaginn til að innsigla ástina.
Ástarlásaæðið hefur farið hratt um Evrópu á
undanförnum árum og flestar stærri borgir eru
með yfirfullar brýr af hengilásum. Í Asíu er þessa
farið að gæta einnig og meira að segja á Íslandi.
Á heimsálfubrúnni á Reykjanesi má sjá marga
ástarlása. Fréttir berast frá öðrum heimsálfum að
þar hafi æðið tekið sig upp. Á Brooklyn-brú í New
York, í Kanada, í Ástralíu og víðar um heiminn. Það
má því með sanni segja að ástin fari sigurför um
heiminn.
ÁSTIN ÓVINSÆLA
LÁSAÆÐI Frá árinu 2008 hefur gengið hálfgert ástarlásaæði yfir Evrópu. Allar
helstu brýr í stórborgum eru þéttsettar hengilásum. Lásarnir eru tákn um eilífa
ást og lyklinum er gjarnan hent út í ána. Það eru þó ekki allir hrifnir af þessu
uppátæki sem hefur kostað sveitarfélög mikinn pening. Íslendingar eiga líka
sína lásabrú á Reykjanesi þar sem heimsálfurnar mætast.
REYKJANES Brúin milli heimsálfa á Reykjanesi er skreytt ástar-
lásum. MYND/VILHELM
Á ÍSLANDI Hér sjást lásarnir á Reykjanesi betur. Mögulega má
finna ástarlása á brúm víðar um landið. MYND/VILHELM
KÖLN Ástarlásar í Köln. Víða í þýskum borgum má sjá ástarlása
á brúarhandriðum og eru margir með áhyggjur vegna þess.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t
ok
tó
be
r–
de
se
m
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
C
-A
7
2
C
1
6
3
C
-A
5
F
0
1
6
3
C
-A
4
B
4
1
6
3
C
-A
3
7
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K