Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2015, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 15.04.2015, Qupperneq 29
 7 | 15. apríl 2015 | miðvikudagur Þá er ég að tala um stofnanir eins og Hjartavernd sem eru með alveg ótrúlega merkar langtíma- rannsóknir, sem er hafsjór fyrir doktors- nema, framhalds- nema og aðra. Á fjárfestingafundi Reykja- víkurborgar verða kynntar fjárfestingar Reykjavíkurborgar í innviðum; skólum, sundlaug- um og öðru. Stærsta verkefnið þess eðlis er í Úlfarsárdal. Það eru skólamannvirki og íþrótta- mannvirki fyrir Fram sem þá myndi færa sig úr Safamýrinni og síðar kæmi menningar- miðstöð og sundlaug í loka- áföngum þess verkefnis. „Það undirstrikar það verkefni okkar að hugsa Grafarholt og Úlfarsárdal sem eitt einstakt hverfi, en við erum líka að búa undir kjöraðstæður fyrir fólk sem vill flytja í dalinn. Og teljum okkur með þessu vera að gera það eftirsóknarvert, að við viljum að dalurinn verði fullbyggður á ekki of löngum tíma,“ segir hann. Þá muni Reykjavík fara nýjar leiðir í samstarfi við einkaaðila á þremur uppbyggingarsvæðum; í Vesturbugt, á Kirkjusands- reitnum og í Vogabyggðinni. Þriðja svæðið er stærsta svæðið þar sem hugmyndir eru uppi um þétta byggð við Elliðaárvoginn. MIKIL UPPBYGGING FYRIRSJÁANLEG Í ÚLFARSÁRDAL, Á KIRKJUSANDI OG VIÐ VOGANA lega merkar langtímarannsóknir, sem er hafsjór fyrir doktorsnema, framhaldsnema og líka aðra. Við erum með Íslenska erfðagrein- ingu sem er að framleiða mjög mikið af niðurstöðum sem nýtist fyrir atvinnulífi ð og líka fræða- samfélagið,“ segir hann. Dagur segir að borgin eigi líka lóðir í grennd við Landspítala- svæðið og að það sé vilji til að nota þær til að laða að starfsemi af þessu tagi inn á svæðið. „Við erum síðan með áform um það að fara í nýja samgönguhugsun fyrir Vatnsmýrina og Kvosina. Ég hef kallað þetta okkar eigin Dan- mörk. Þetta er svona fl atlendi og kjörstaða fyrir umfangsmiklar hjólaleigur og skyndibíla og nýja hugsun í samgöngumálum þar sem við erum með öfl uga stofn- leið; strætó eða í framtíðinni hrað- vagna. Þú myndir stoppa á BSÍ og fara annaðhvort með rafskutlunni sem myndi þjóna miðborginni og háskólasvæðinu eða hoppa upp á hjól sem þú ættir með þúsund öðrum eða nota skyndibíl ef þú ættir þannig erindi. Þannig yrði þetta miklu liprara samspil milli samgöngumáta þar sem þú værir ekki að hringsóla og leita að stæð- um, en þú myndir samt komast jafn hratt yfi r,“ segir Dagur. Skoða möguleika á þurrkvíum Dagur segir að borgaryfi rvöld sjái líka fyrir sér spennandi hluti á hafnarsvæðunum. „Á Grundar- tanga er auðvitað Silicor-verk- efnið langstærst. Þar er Eimskip búið að taka frá tvær lóðir og þar er verið að skoða möguleika á þurrkvíum, slippastarfsemi, án þess að við viljum loka fyrir slippastarfsemi í gömlu höfn- inni,“ segir Dagur. Slippurinn á Grundartanga yrði þá hugsaður fyrir stærri skip. Þá segir hann að borgin hafi keypt land í Varma- dal, sem er fl atlendi í framhaldi af Esjumelum, þar sem gæti verið kjörlendi fyrir gagnaver, ef þau vilji koma. „Það er svo sem engin tímapressa af okkar hálfu en við erum búin að greina þann mark- að þannig að hann taki ákvarðan- ir mjög hratt. Við teljum að það þurfi að liggja fyrir gott skipulag sem gerir ráð fyrir gagnaverum í ekki mjög langri fjarlægð frá borginni og viljum gera þetta svæði klárt fyrir þannig verk- efni. Þarna væru töluvert miklir stækkunarmöguleikar. Ef fyrir- tæki á þessu sviði vilja stækka sig hratt, þá eigum við kjörsvæði fyrir þannig starfsemi sem er dæmi um græna starfsemi,“ segir Dagur. Stýrihópur á vegum borgar- innar skoðar nú framtíð Gufu- nessvæðisins og gamla Áburðar- verksmiðjusvæðisins. „Við munum auglýsa eftir hugmynd- um um nýtingu þeirra mann- virkja sem við sjáum fyrir okkur að standi þar og fyrirtæki sem vilja koma inn á svæðið og mér fi nnst spennandi að sjá þetta sem blöndu af fyrirtækjum sem við getum sagt að séu á sviði skap- andi greina, þarna eru nú þegar hljóðver og minni fyrirtæki búin að koma sér fyrir,“ segir Dagur. Við sérhæfum okkur í rekstri og leigu atvinnuhúsnæðis af öllum stærðum og gerðum og höfum yfir að ráða eignum á eftirsóttum stöðum. Við þjónum viðskiptavinum í fjölbreyttri starfsemi og hýsum yfir 400 leigutaka í yfir 500 leigueiningum bæði stór og smá fyrirtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök. Þessi mikla dreifing viðskiptavina rennir styrkum stoðum undir rekstraröryggi um leið og hún eflir þekkingu okkar á margvíslegum þörfum atvinnulífsins og þar með getuna til að veita fyrsta flokks þjónustu. Styrkar stoðir öflugs atvinnulífs 400 leigutakar 273 þúsund m2 Virði fasteigna 62 millj arðar 100 fast eign ir Yfir Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða utleiga@eik.is. KIRKJUSANDSREITUR Á næstunni verður byggt við húsnæði Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -0 A A C 1 6 3 E -0 9 7 0 1 6 3 E -0 8 3 4 1 6 3 E -0 6 F 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.