Fréttablaðið - 15.04.2015, Side 42

Fréttablaðið - 15.04.2015, Side 42
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22SPORT ÁRMÚLI 17 533 12 34 WWW.ISOL.IS Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél Batterís Borvél Batterís Borvél Batterís Stingsög Batterís Sleðasög Batterí Hleðslutæki Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V Þyngd 2,1 kg m. magasíni og batteríi. Hægt að slökkva á höggi, Þyngd 2,6 kg m. batteríi. 4 gírar, 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,8 kg m. batteríi. 2 gírar. 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,7 kg m. batteríi. 1500-3800 str/min, Þyngd 2,4kg m. batteríi. Gengur á 1 eða 2 batteríum og afköstin eru á við snúrusög. 18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting og einfalt að koma snúrunni fyrir 2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK Verð: 11.427 kr. með VSK Verð: 20.562 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK KÖRFUBOLTI „Okkur vantaði bak- vörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunn- ar í Domino’s-deild karla í körfu- bolta. Stjarnan fékk góðan liðs- styrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbak- vörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyf- ings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn. Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heið- ar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tíma- bil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri. Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starf- ið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið lang- tímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn. Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman- leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verð- ur útlendingur eða útlending- ar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. tomas@365.is Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári með einn Kana. LIÐSSTYRKUR Hrafn Kristjánsson og Tómas Heiðar Tómasson eftir undirskriftina í Stjörnuheimilinu í Garðabænum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI Haukar gengu frá ráðningu þjálfara fyrir karla- og kvennalið sín næsta vetur í hand- boltanum í gær. Gunnar Magn- ússon, fyrrverandi þjálfari ÍBV, tekur við karlaliðinu, og Óskar Ármannsson, núverandi aðstoðar- þjálfari karlaliðs Hauka, skiptir um vettvang og tekur við kvenna- liðinu. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara að flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjölskyldunni,“ sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil hjá Haukunum en Gunnar hlakkar til að takast á við verkefnið og segist ekki óvan- ur því að vinna undir pressu. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum. Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herð- unum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig að ég er öllu vanur,“ sagði Gunnar. Óskar Ármannsson hefur verið aðstoðarþjálfari nánast allra þjálf- ara Hauka síðan 1998, en nú tekur hann við kvennaliðinu. „Við viljum fyrst og fremst festa þær stúlkur sem hafa verið hér og tekið þátt í uppbyggingunni áður en við skoðum frekari liðsstyrk. Mér finnst þetta spennandi verk- efni enda uppgangurinn mikill. Ég hef líka komið að þjálfun þessara stelpna þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Óskar Ármannsson. - tom Vildi komast í bæinn Gunnar Magnússon stýrir Haukum á næsta tímabili. NÝIR Óskar og Gunnar þjálfa Hauka- liðin næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚRSLIT MEISTARADEILD EVRÓPU 8-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKUR JUVENTUS - MONACO 1-0 1-0 Arturo Vidal, víti (57.). ATLETICO MADRID - REAL MADRID 0-0 LEIKIR KVÖLDSINS PORTO - BAYERN KL. 18.45 PSG - BARCELONA KL. 18.45 DOMINO’S-DEILD KVENNA UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR SNÆFELL - GRINDAVÍK 69-48 (33-18) Snæfell: Kristen McCarthy 28/8 frák./8 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 10/5 frák./5 stoðs. Grindavík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 18/8 frák. Staðan í rimmunni er 2-1 fyrir Snæfell. KEFLAVÍK - HAUKAR 75-66 (38-36) Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 29/12 frák, Bryndís Guðmundsdóttir 12/7 frák. Haukar: Lele Hardy 37/20 frák./6 stolnir. Keflavík vann rimmuna, 3-0. SÖGULEGUR ÁRANGUR STJÖRNUKVENNA Bára Fanney Hálfdanardóttir, Heiðrún Hauksdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir fagna hér sigri Stjörnunnar í Njarðvík í gær en þar tryggði kvennalið Stjörnunnar sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 D -D E 3 C 1 6 3 D -D D 0 0 1 6 3 D -D B C 4 1 6 3 D -D A 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.