Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 28
 | 8 12. ágúst 2015 | miðvikudagur Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósent miðað við sama tíma- bili árið 2009. Þó hefur smávægi- leg þriggja prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tíma- bil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristins- son, stjórnarformaður Félags rétt- hafa í sjónvarps og kvikmyndaiðn- aði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfi rmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður eru einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnis veitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netfl ix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta hér. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín. Hallgrímur segir ólöglegt niður- hal ekki einu skýr inguna á sam- drætti í kvik- myndaðsókn. Framboð annarr- ar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu að síður bitni það verulega á aðsókn að kvik- myndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja mynd- ina þannig að það er erfi tt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólög- legu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. ingvar@frettabladid.is Kvikmyndahúsin heyja varnarbaráttu Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur dregist saman um 16 prósent frá árinu 2009. Efnisveitum og ólöglegu niðurhali er helst kennt um. SAMBÍÓIN Aðsókn í kvikmyndahús hefur dregist saman frá árinu 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HALLGRÍMUR KRISTINSSON AÐSÓKN OG TEKJUR KVIKMYNDAHÚSA FYRSTU SJÖ MÁNUÐI ÁRSINS 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 1000 1.000.000 800 800.000 600 600.000 milljónir króna Tekjur af miðasölu Aðsókn manns 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -E A 8 C 1 5 B 6 -E 9 5 0 1 5 B 6 -E 8 1 4 1 5 B 6 -E 6 D 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.