Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 30
 | 10 12. ágúst 2015 | miðvikudagur Hin hliðin Rakel Sölvadóttir stofnandi Skema og reKode. Á undanförnum árum hafa stjórn- völd stefnt að því að fækka opin- berum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkis- rekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferða- fræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjár- málaráðherra stórfelldar breyting- ar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðar- sýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmark- miðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofn- ana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyt- ing. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýj- asta dæmið er frá síðasta starfs- degi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Ein- faldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnun- ar eru hin sömu og voru hjá fyrir- rennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofn- ana að ræða en ekki um niðurlagn- ingu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er veru- legt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyr- irvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallar atriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opin- berum starfsmönnum við sam- einingu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mann- auðnum við slíkar aðstæður. Hing- að til hefur það verið á forræði ein- stakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórn- völd verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörð- un um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undir- búningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórn- sýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðal- hófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda. Stefnubreyting við sameiningu stofnana S kattgreiðendur borga 16-18 milljarða króna með íslenska landbúnaðarkerfinu á ári hverju. Kerfi sem allir tapa á og engri ríkisstjórn virðist takast að breyta vegna sterkrar stöðu sérhagsmunaafla sem standa vörð um það. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, hefur boðað afnám allra tolla, að tollum á matvöru undanskildum, hinn 1. janúar 2017. Afar jákvætt skref en spyrja má, hvers vegna ekki að nota tækifærið og afnema líka tolla á matvæli? Forsvarsmenn Bændasamtakanna telja að ef tollvernd á innfl utt kjöt verði afnumin muni myndast „ruðningsáhrif“. Þau muni birtast í því að neytendur fari frekar í erlent kjöt en til dæmis íslenska lambið. Þeir hafa engar rannsóknir eða vísindi á bak við þessa ályktun. Bara einhvers konar tilfi nningu eða huglægt mat. Munu íslenskir neytendur hætta að borða íslenskt lambakjöt þótt annað dýrakjöt, erlent, verði á boðstólum á aðeins lægra verði? Íslendingar hafa alist upp á íslenska lambinu og hafa smekk fyrir því. Færi einhver að bjóða upp á ribeye á páskadag bara upp úr þurru? Eða skipta sunnudagslambinu út fyrir sunnudagssvín? Íslenskir sauðfjárbændur bjóða upp á úrvalsvöru sem er á heimsmælikvarða og það vegur upp á móti verðinu. Íslenskir bændur geta til dæmis sýnt fram á minni lyfjanotkun en erlendir kollegar þeirra. Fólk vill greiða fyrir gæði. Íslenskir neytendur vilja frek- ar íslenska grænmetið en það erlenda en tollvernd á græn- metisinnfl utningi var afnumin árið 2002. Allir græddu á því. Ekki bara neytendur, grænmetisbændur líka. Af hverju ættu að gilda einhver önnur lögmál um kjöt? Minnimáttarkennd fulltrúa landbúnaðarkerfi sins veldur mér heilabrotum. Í einu orðinu berja bændur sér á brjóst og státa (réttilega) af miklum gæðum íslenska kjötsins en í öðru orðinu berjast þeir áfram fyrir því að vera í hlýjum faðmi ríkisvaldsins, verndaðir með ofurtollum. Það eru hrópandi mótsagnir í þessum málfl utningi. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG stóð vörð um kerfi ð og ef eitthvað er var tekin stefna í átt til aukins helsis. Núverandi stjórn stendur vörð um kerfi ð. Sjálfstæðisfl okkurinn skilar auðu í málinu en í kafl a um landbúnaðarmál í landsfundar- ályktun frá síðasta landsfundi er ekki einu orði minnst á tollvernd eða afnám hennar. Það þarf því ekki að koma á óvart að ríkisstjórnarfl okkarnir tveir taki stöðu með sér- hagsmunum og gegn almenningi, neytendum, þegar land- búnaðarmál eru annars vegar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, kynnti á Búnaðarþingi hugmyndir sínar um gerð eins langs rammasamnings við landbúnaðinn í stað þriggja búvörusamninga. Hugmyndin gengur út á breytingar á því fyrirkomulagi þar sem beingreiðslur (ríkisstyrkir) eru greiddar til bænda en ráðherrann vill ekki gera neinar rót- tækar breytingar á tollverndinni. Hún verður í reynd bara fest í sessi. Það er virðingarvert að lifa á því sem landið gefur en hvernig líf er það að geta ekki verið án meðgjafar með- bræðra sinna? Að þurfa sífellt að taka við beinum og óbein- um greiðslum frá skattgreiðendum? Er það líf með reisn? Breytingar á landbúnaðarkerfinu eitt mikilvægasta viðfangsefnið: Breytið þessu kerfi fyrir okkur öll Innfl ytjendur í óvissu á ströndum Grikklands Fordómar eru að mestu lærð hegðun og háð fjölskyldu, félögum og félags- legu umhverfi hvers og eins. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að börn byrja að móta fordóma milli þriggja og sex ára aldurs. Ung börn fylgja hegðun og atferli eftir því hvað umhverf- ið gefur af sér. Þau gera að sínu eigin það sem þau heyra og/eða sjá án þess í raun og veru að skilja af hverju. Þetta gera þau ósjálfrátt til að þóknast þeim sem veita þeim öryggi og umönn- un, meðal annars for- eldrum, umsjónarað- ilum og kennurum. Leik- og grunn- skólar eru mikil- vægur vett- vangur í þessari fræðslu og mótun hugsunarháttar og mats ein- staklings á umhverfinu. Í leik- og grunnskólunum fer fram mikilvæg félagsmótun sem hefur mikið að segja um það hvort einstaklingarnir mótist við þröngsýni, fordóma og afmyndun raunveruleikans eða við raunveruleg- ar staðreyndir. Kennarar þurfa hins vegar að vera vel í stakk búnir, hafa aðgengi að fjölbreyttu námsefni og vera búnir að fara í gegnum eigin for- dóma. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref „út úr skápnum“ fyrir 10 árum hafði ég áhyggjur af því að börnin mín tvö myndu ekki njóta sömu lífs- gæða og önnur börn sökum fordóma. Þau voru þá bæði á leikskóla og ein af þeim fáu sem áttu samkynhneigt for- eldri. Ég spurðist fyrir um aðgengi barnanna á leikskólanum að fræðslu og/eða námsgögnum sem vörðuðu fjölbreytileikann í þjóðfélaginu en þar var því miður ekkert að finna. Tíu árum síðar erum við því miður á svipuðum stað hvað námsefni varðar. Sorglegt en satt! Þó framfarir hafi verið í viðhorfi á Íslandi gætir enn mikillar mismunun- ar minnihlutahópa líkt og fram kom í könnun sem gerð var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneyti Íslands árið 2012 um viðhorf til mismununar. Helstu niðurstöður voru þær að 57,7% (56,9% árið 2009) svarenda töldu að fólki væri mismunað eða það áreitt vegna kynþáttar eða þjóðernis, 46,9% (35,9% 2009) vegna fötlunar eða örorku og 40,3% (41,4% 2009) vegna samkynhneigðar eða tvíkynhneigðar. Við eigum sem sagt langt í land enn! Sýnt hefur verið fram á að með fræðslu og jákvæðum fyrirmynd- um sé hægt að draga úr fordómum. Einnig hafa samskipti við einstak- linga úr minnihlutahópum dregið úr neikvæðri ímynd þess hóps. Þar sem það er mismunandi hversu mikil fjöl- breytni er í barnahópum innan skól- anna þarf að nýta sér aðrar leiðir til að ná til sem flestra þátta. Er ekki kominn tími á að uppfæra námsefni leik- og grunnskóla? Er ekki kom- inn tími á að sýna fjölbreyttara fjöl- skyldumynstur í námsefninu? Ætlum við að halda áfram að hafa bara stöðluðu hvítu fjölskylduna sýnilega – ljóshærð móðir, dökkhærður faðir, ljóshærð dóttir með sítt hár og sonur- inn dökkhærður með stutt hár? Fögn- um fjölbreytileikanum og brjótum niður þá múra sem settir hafa verið um námsefni á Íslandi. Fögnum fjölbreytileikanum – Uppfærum námsefnið! MIKIL FJÖLGUN Flóttamönnum sem koma til Grikklands hefur fjölgað gríðarlega í ár. Þrátt fyrir þessa fjölgun hafa stjórnvöld ekki bolmagn til að veita þeim neinar viðtökur og fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir aðstæður þeirra skammarlegar. Þessi kona sat á strönd á eyjunni Kos í fyrradag eftir að hafa stigið þar á land. Alma Lísa Jóhannsdóttir sérfræðingur hjá SFR Íslendingar hafa alist upp á íslenska lambinu og hafa smekk fyrir því. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -F E 4 C 1 5 B 6 -F D 1 0 1 5 B 6 -F B D 4 1 5 B 6 -F A 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.