Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 4
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 NEPAL Mörg börn á jarðskjálfta- svæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi vegna þeirra aðstæðna sem þau búa við eftir jarðskjálft- ana sem þar ollu mikilli eyðilegg- ingu í lok apríl á þessu ári. Þetta kemur fram í fjölda viðtala sem UNICEF og samstarfsaðilar tóku við börn á svæðinu. Rætt var við nærri 2.000 börn. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal stendur enn og hafa fjölmargir skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. - ngy Ræddu við 2.000 börn: Börn í Nepal upplifa ótta EYÐILEGGING Mannskæður jarðskjálfti reið yfir Nepal í lok apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VIÐSKIPTI Netverslun Íslendinga með föt og frá útlöndum hefur margfaldast síðustu ár ef marka má árbók Rannsóknarseturs verslunarinnar. Erlend fataverslun sem Íslandspóstur annaðist flutning á nam 76 milljónum króna árið 2009 en 630 milljónum króna á síðasta ári. Þá hefur verslun með húsbúnað aukist verulega. Slík verslun nam 41 milljón króna árið 2009 en 296 milljónum króna árið 2014. Heildarvelta netverslunar frá útlöndum sem Íslandspóstur annaðist flutning á nam 1,47 millj- örðum króna á síðasta ári en 1,04 milljörðum króna árið 2013. Aukningin nam því fjörutíu prósentum milli ára. Stærstur hluti kaupanna var frá bandarískum netverslunum eða 27 prósent og 24 prósent frá Bret- landi. Greining Rannsóknarsetursins náði einungis til þeirra vara sem Íslandspóstur flutti til landsins en ekki aðrir flutningsaðilar. - ih Ríflega helmingur netkaupa var frá bandarískum og breskum verslunum: Sprenging í fataverslun á netinu VERSLUN Fatakaup á netinu hafa aukist. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI MENNTAMÁL „Markmið okkar er að vinna að framförum í menntun á Íslandi og vinna að betri gæðum skólastarfs,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri nýrrar stjórnsýslustofnunar á sviði menntamála, Menntamála- stofnunar. Stofnunin hefur tekið til starfa og varð formlega til með lögum sem sett voru í byrjun júlí á þessu ári. „Stofnunin tekur þó ekki að fullu til starfa fyrr en 1. október,“ segir Arnór. Stofnunin sinnir þeim verk- efnum sem Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun hafa sinnt hingað til auk fleiri verkefna sem flutt verða frá mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu til hennar. „Ég held að ávinningurinn sé sá að stofnunin er nú stærri og öflugri,“ segir Arnór og bætir við að hlutverk stofnunarinnar sé víðtækt. „Hún mun sjá um námsmat og að meta gæði í skól- um landsins. Sérfræðingar hjá okkur heimsækja skólana og gera úttektir. Jafnframt mun stofnun- in greina menntakerfið og kanna þannig hvernig það standi í sam- anburði við önnur lönd. Auk þess sér stofnunin um mál er lúta að velferð nemenda, til dæmis um aðgerðir gegn einelti.“ Arnór sér fyrir sér breytingar á námsmati. „Væntanlega breyt- ist matið með tímanum. Ég sé fram á sveigjanlegra mat sem yrði þá með rafrænum prófum sem eru einstaklingsmiðaðri.“ - ngy Menntamálastofnun sinnir þeim verkefnum sem Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun hafa sinnt: Ný stofnun á sviði menntamála tekur til starfa Ég held að ávinningurinn sé sá að stofn- unin er nú stærri og öflugri. Hún mun sjá um námsmat og að meta gæði í skólum landsins. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. MANNRÉTTINDI „Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjark- leysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimars- dóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International sam- þykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld. „Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaða- minnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“ Hörður Helgi Helgason, formaður Íslands- deildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trún- aður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opin- berlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viður- kennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt til- löguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni. stefanrafn@frettabladid.is Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. Íslandsdeild Amnesty International sat hjá í atkvæðagreiðslu um tillöguna. VÆNDISKAUP Von Amnesty er að geta barist betur fyrir mannréttindum fólks í kynlífsiðnaðinum með afglæpavæð- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands RÚSSLAND Stutt er í ákvörð- un rússneskra stjórnvalda um hvernig eigi að útvíkka við- skiptaþvinganir gegn Vestur- löndum. Þetta kom fram í máli Arkadís Dvork- ovítsj, varafor- sætisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í gær. Að hans sögn eru embættis- menn að ræða sín á milli nokkra hnökra og smáatriði áður en lögin verða kynnt. Stefna Rússlands er að koma á viðskiptabanni á matvæli gagn- vart þeim ríkjum sem styðja þvingunaraðgerðir gegn Rúss- landi. Ísland er þar á meðal. - srs Viðskiptabann á vestrið: Segir stutt í ákvörðunina ARKADÍ DVORKOVÍTSJ SPURNING DAGSINS Nám í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger á Íslandi hefst 13. ágúst 2015 Námið er kennt í önnum og eru fimm annir til að klára námið og geta orðið skráður græðari. Á fyrstu önninni eru kennd grunnatriði meðferðarinnar. Þau eru sett upp í 10 þrepa kerfi, sem er sérstaklega hannað og hugsað til að þjálfa færni og næmni meðferðaraðilans en hefur einnig þann kost að meðferðarþiggjandi er að fá frábæra meðhöndlun á öllum líkama. Þeir sem hafa tekið þennan fyrsta áfanga í náminu geta tekið hestanámskeiðið sem haldið verður 1.-4. október. Kennari er Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST. Nánari upplýsingar um námið og skráning í síma 863-0610 eða erla@upledger.is www.upledger.is Magnús, borðar þú perur? „Já, ég borða alveg perur.“ Magnús Valur Böðvarsson, Maggi Bö, hefur vakið mikla lukku á samskiptamiðlinum Snapchat. Það hefur nafni hans Magnús Guðmundsson, oft kallaður Maggi Peran, líka gert. 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 6 -E 0 A C 1 5 B 6 -D F 7 0 1 5 B 6 -D E 3 4 1 5 B 6 -D C F 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.