Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 38
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 22 Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöð- ung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og göml- um bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjart- an er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er allt- af að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lít- inn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bækling- urinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum. „Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vin- unum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann vann að tón- listarmyndbandinu við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vest- fjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndbönd- in voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta. Svo tókum við vinirnir nokkrar myndir og fengum síðan styrk frá 66°Norð- ur eftir að myndirnar voru tilbúnar. Ekkert af þessu var planað.“ Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær. Gunnhildur Jónsdóttir gunnhildur@frettabladid.is Það ætti að gleðja landann að það verður vel séð að klæðast öllu svörtu í vetur. Þegar öll fötin eru svört getur verið auðveldara að finna samsetningar og þau fara alltaf aftur í tísku í stað þess að eiga flíkur í litum sem teljast aðeins flott í eina árstíð á ári. TREND ALLT SVART GIVENCHY Riccardo Tisci hélt glæsilega tískusýningu þar sem nánast öll fötin voru svört. ALEXANDER MCQUEEN Breska tískuhúsið er alltaf með jafn einstakar tísku- sýningar. RICK OWENS Ef það er ekki hvítt hjá Rick þá er það svart. ALEXANDER WANG Wang lét hafa eftir sér að viðskiptavinir hans vildu hafa allt svart og hann færi aðeins eftir óskum þeirra. MYNDIR/GETTY TOM FORD Ameríski hönnuður inn er með puttann á púls inum fyrir veturinn. Gefur út þriðja ljósmyndabæklinginn Kjartan Hreinsson áhugaljósmyndari hefur vakið athygli fyrir skemmtilegar og persónulegar myndir sem hann gefur út í bæklingi. MYNDAR Í TÍMA OG ÓTÍMA Kjartan fékk myndavél fyrir tveimur árum og hefur verið með hana á sér síðan þá. MYND/AÐSEND OPNA ÚR P3 Kjart- an birti myndir af öllum síðum bæk- lingsins á netinu en hann hefur slegið í gegn. SKIPABLÆTI Það fær ekki hvaða skip sem er pláss í P3. MYNDIR/KJARTAN HREINSSONÝMIS VERKEFNI Kjartan tók ljósmyndir bak við tjöldin við tökur á myndbandi Úlfur Úlfur, Brennum allt. LÍFIÐ 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -C C E C 1 5 B 6 -C B B 0 1 5 B 6 -C A 7 4 1 5 B 6 -C 9 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.