Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 2
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 13-20 m/s og talsverð rigning síðdegis, en 15-23 við suður- og vesturströndina og á hálendinu og hviður allt að 35 m/s við fjöll. Mun hægara og þurrt á N- og A-landi. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, en hvessir með rigningu norðaustantil. LÖGREGLUMÁL „Að loka á þessa síðu er í skásta falli gagnslaust og í versta falli beinlínis skað- legt,“ segir Helgi Hrafn Gunnars- son, þingflokksformaður Pírata, um spjallborð sem Fréttablaðið fjallaði um á mánudag. Á spjall- borðinu deila Íslendingar haturs- fullum skoðunum en spjallborðið er hýst á bandarískri vefsíðu. „Það er alltaf vandamál að ætla að stjórna efni á netinu. Ef þú ætlar að loka á efnið verður það að eltingaleik sem er ekki hægt að vinna nema með samstarfi lögregluyfirvalda. Samstarfið þarf að vera byggt á því að nota hefðbundnar rannsóknarheim- ildir. Þannig er til dæmis tekist á við barnaklám. Maður nær ekki í glæpamann með því að loka á vef- síður,“ segir Helgi. „Þegar kemur að hatursáróðri er ekki ljóst við hvað er átt. Það er dæmigert vandamál. Ef um er að ræða tjáningu sem veldur rétt- mætum ótta ber að rannsaka það sem lögreglumál,“ bætir Helgi við. Helgi segir tilgangslaust að loka á vefsíðu sem þessa þar sem sami hópur muni koma saman á annarri vefsíðu, eða sækja sömu vefsíðu með krókaleiðum, og ræða sömu mál. „Skoðanirnar verða áfram til án samfélagslegrar gagnrýni. Umræðan mun þá fara fram án þess að fólk sem er á móti þessum skoðunum tjái sig,“ segir Helgi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síð- unni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Ef fólk vill fara að loka svona vefsvæðum því þar finnst haturs- áróður, hvar dregur maður lín- una? Ætlar maður að banna biblíuvers þar sem fjöldamorð eru réttlætt, eða banna kóran- inn? Ætlarðu að banna vefsíður þar sem fólk er raunverulega að takast á um dauðarefsingar eða hvort herveldi megi pynta fanga? Hvar ætlar fólk að setja mörkin milli þess sem því finnst óþægi- legt og ógeðslegt og hins vegar mikilvægrar umræðu um erfið- ustu mál samtímans? Erfiðustu mál samtímans verða alltaf ógeðs- leg,“ segir Helgi. Eigandi síðunnar sem hýsir spjallborðið, Fredrick Brennan, er tvítugur Bandaríkjamaður. „Rasismi er ekki ólöglegur í mínu landi, negri,“ skrifaði hann á Twit- ter-síðu sína um fréttina sem birt- ist á mánudag. thorgnyr@frettabladid.is Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurs- síður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. SKAÐLEGT Helgi Hrafn Gunnarsson segir í versta falli skaðlegt og í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rasismi er ekki ólög- legur í mínu landi, negri. Fredrick Brennan vefhönnuður. RÚSSLAND Yfirvöld í Rússlandi telja Noreg svívirða alþjóðlegan sáttmála um málefni Svalbarða. Nýleg tilskipun frá norsku ríkis- stjórninni bannar tilteknum rúss- neskum ríkisborgurum að heim- sækja Svalbarða. Enn fremur hefur Noregur innleitt nýjar landa- mærareglur sem heimila þeim að vísa öllum rússneskum ríkisborg- urum sem eru á bannlistanum á brott frá Noregi. Aðgerðin er hluti af þvingunaraðgerðum Evrópu- sambandsins gegn Rússlandi. Samkvæmt sáttmálanum hafa Rússar ferðafrelsi á svæðinu líkt og þegnar þeirra ríkja sem eiga aðild að sáttmálanum. Dímítrí Rogosín, varaforsætis- ráðherra Rússlands, er einn þeirra sem er ekki heimilt að ferðast til Svalbarða. Hann hefur lýst yfir megnri vanþóknun á aðgerðum Noregs og sagði meðal annars á Twitter-síðu sinni að Norðmenn væru öfundsjúkir þar sem Rúss- ar hefðu stungið sér til sunds við norðurpólinn. Þá hefur Alexander Bortníkov, formaður öryggismálanefndar Rússlands, boðað aukna veru rúss- neska flotans við norðurskautið. Hann segir að með auknum við- skiptahagsmunum og umferð á svæðinu beri ríkinu að vernda sína hagsmuni. Hann segir að Rússland hafi svigrúm í alþjóðalögum til að auka umferð herskipa um svæðið. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sett málefni norðurslóða ofarlega í forgang undanfarin ár. - srs Yfirvöld í Rússlandi vilja auka veru sjóhersins á norðurskautinu til að vernda hagsmuni sína á svæðinu: Sumir Rússar ekki velkomnir á Svalbarða SVALBARÐI Margir Rússar starfa í námuiðnaðinum á Svalbarða. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SKJÁSKOT Netrisanum Google hefur verið skipt upp í nokkur fyrirtæki undir móður fyrirtækinu Alphabet. NORDICPHOTOS/EPA VIÐSKIPTI Netrisinn Google upplýsti í gær um ákvörðun um að skipta fyrirtækinu upp í smærri einingar undir nýju móðurfyrirtæki, Alpha- bet. Meðal nýju fyrirtækjanna sem munu starfa undir væng Alphabet má nefna Nest, sem hannar snjallheimili, og drónavæng Google. Þá mun Google enn halda utan um leitarvélina vinsælu, YouTube og Android. Larry Page mun taka við starfi forstjóra Alphabet og Sergey Brin við starfi stjórnarformanns en þeir stofnuðu Google. Sundar Pichai verður forstjóri hins nýja Google en Eric Schmidt mun áfram gegna stjórnar- formennsku. - þea Alphabet er nýtt móðurfyrirtæki fyrirtækja Google: Google skipt upp í smærri félög NÍGERÍA Minnst 47 manns létust í sprengjuárás í Nígeríu í gær. Sprengjan sprakk á markaði í Sabon Gari í norðausturhluta landsins. Alls særðust 52 en talið er að vígamenn á snærum hryðju- verkasamtakanna Boko Haram hafi verið að verki. Ekki liggur fyrir hvort sjálfs- vígssprengjumaður var að verki eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir. Liðsmenn Boko Haram hafa drepið hundruð manna í hér- aðinu. - srs Ráðist á markað í Nígeríu: 47 manns létust í sprengjuárás STJÓRNMÁL Unnsteinn Jóhanns- son hefur verið ráðinn upplýsinga- fulltrúi Bjartrar framtíðar. Hann mun einnig gegna hlutverki aðstoðar- manns Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Unnsteinn er útskrifaður úr KaosPilot-námi í Hollandi og Danmörku og hefur verið virkur þátttakandi í félagastarfi, meðal annars starfi Samtakanna ’78 og skátahreyfingarinnar. - srs Ráðinn sem aðstoðarmaður: Björt framtíð hjá Unnsteini UNNSTEINN JÓHANNSSON VEÐUR SJÁ SÍÐU 18 Snjallara heyrnartæki HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 SVÍÞJÓÐ Lögregla í Svíþjóð staðfesti í gær að karl- mennirnir tveir sem réðust á viðskiptavini IKEA í Västerås með hnífum í fyrradag hafi þekkst og verið erítreskir, en þeir dvöldu á sömu móttöku fyrir hælisleitendur. Lögregla gerði húsleit í hælisleitendamóttökunni einungis tveimur klukkustundum eftir árásina. Mennirnir eru fæddir árið 1979 og 1992 og voru báðir handteknir í kjölfar árásarinnar. Þá liggur sá eldri inni á sjúkrahúsi eftir hnífsstungu sem talið er að sá yngri hafi veitt honum. Yngri maðurinn var handtekinn á strætisvagnastöð fyrir utan versl- unina. Tvö féllu í árásinni og voru þau mæðgin. Móðirin var á sextugsaldri en sonurinn á þrítugsaldri. „Við munum reyna að auka öryggisgæslu í móttöku hælisleitendanna,“ segir Eva Moren, talsmaður lög- reglunnar í Västerås. „Það er ekki hægt að útskýra þessa árás. Þetta var algjört brjálæði,“ bætir hún við. Yngri maðurinn sem handtekinn var hefur neitað sök eftir að lögregla yfirheyrði hann. Ekki hefur enn gefist tækifæri til að yfirheyra þann eldri en það verður gert á næstu dögum. - þea Lögreglan í Svíþjóð staðfestir að IKEA-árásarmennirnir tveir séu erítreskir: Árásarmaður liggur á sjúkrahúsi LÖGREGLUSTJÓRI Per Ågren, lögreglustjóri í Västerås, upplýsir um þróun mála á blaðamannafundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 6 -C C E C 1 5 B 6 -C B B 0 1 5 B 6 -C A 7 4 1 5 B 6 -C 9 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.