Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 40
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 Í byrjun mánaðarins birtist grein á vefsíðu Forbes um breska merkið Galvan sem segir það vera á góðri leið með að verða eitt stærsta merkið í gala-fatnaði. Sóla Kára- dóttir er listrænn stjórnandi merkisins en það var stofnað fyrir aðeins einu og hálfu ári og hefur vaxið á miklum hraða síðan þá. Í dag eru aðeins fjórir starfsmenn en Sóla segir að fyrirtækið þurfi bráðum að stækka við sig. Stjörn- ur á borð við Siennu Miller, Jenni- fer Lawrence, Elizabeth Olsen og Rihönnu hafa klæðst kjólum frá Galvan. „Ég flýg mikið á milli London og Los Angeles vegna vinnunnar. Úti í LA er ég aðallega að vinna að „celebrity dressing“ en skrifstofan okkar er í London. Við erum hver á sínum staðnum og erum mikið að vinna í gegnum Skype. Það hefur gengið mjög vel hingað til og það sem við græðum mest á því eru sambönd um allan heim sem við getum nýtt okkur,“ segir Sóla. Í grein Forbes segir að Galvan fylli upp í ákveðið gat í markaðn- um þar sem konur geta keypt sér mínímalíska kjóla sem eru í góðum gæðum og eru ekki á sama verðbili og öll lúxusmerkin þar sem kjól- arnir eru yfirleitt of mikið skreytt- ir og kosta annan handlegginn. „Okkur hefur gengið vel að koma þessu inn í búðir og margir segja að þetta sé akkúrat það sem þeir hafa verið að leita að.“ Þær ætla að halda lengur áfram að einblína á þá stefnu sem þær hafa mark- að sér en eru opnar fyrir að bæta við vörulínum í framtíðinni þegar merkið er búið að skjóta almenni- legum rótum á tískumarkaðnum. Þessa dagana er Sóla stödd á Íslandi en fer fljótt út aftur þar sem tískumánuðurinn nálgast óðfluga en þá verður keyrsla allan september. „Við höfum aðallega verið að koma þessu sjálfar inn í búðir og ekki verið með mikið af sýningum. Við erum kannski fáar í fyrirtækinu en við erum mjög „hands on“. Ásamt því að tísku- vikurnar eru að byrja þá erum við líka komnar langt á leið með sumar línuna fyrir næsta ár og erum byrjaðar að vinna í haust- línunni fyrir 2016.“ Margar stórar stjörnur hafa klæðst Galvan en Rihanna sem er ein frægasta söngkonan um þessar myndir fór sjálf í Opening Ceremony-verslun og keypti þar tvo kjóla. „Hún klæddist öðrum kjólnum í afmælinu sínu og svo hinum í fyrirpartíi fyrir Grammy- verðlaunin. Það gerði mikið fyrir vörumerkið okkar enda skipt- ir máli að fá góða ímynd. Sienna Miller hefur líka klæðst tveimur flíkum frá okkur og hún hefur áhuga á að fá okkur til þess að hanna fyrir sig.“ gunnhildur@frettabladid.is Forbes fj allar ítarlega um Galvan Sóla Káradóttir er listrænn stjórnandi tískumerkisins Galvan en hún fl ýgur á milli London og Los Angeles vegna vinnunnar. LISTRÆNN STJÓRNANDI Sóla flýgur á milli heimsálfa í vinnunni en það hefur gengið vel hingað til. MYND/AÐSEND JENNIFER LAWRENCE Stórstjarnan klæddist þess- um fallega kjól í eftirpartíi eftir Met Gala. MYNDIR/GETTY SIENNA MILLER Leikkonan hefur klæðst tveimur flíkum frá Galvan. ELIZABETH OLSEN Avengers-leikkonan er glæsileg í flottum kjól frá Galvan. RUTH WILSON Breska leikkonan lét sig ekki vanta á Galvan-lestina. Okkur hefur gengið vel að koma þessu inn í búðir og margir segja að þetta sé akkúrat það sem þeir hafa verið að leita að. KRINGLUNNI AKUREYRIKEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS OG GUARDIANS OF THE GALAXY EMPIRE TOTAL FILM VARIETY HITFIX THE HOLLYWOOD REPORTER VARIETY Það muna allir eftir ógleymanlegu grínmyndunum um Griswold fjölskylduna. Nú er komið að syninum að fara með sína fjölskyldu í frí! MATT SULLIVAN - IN TOUCH “BRJÁLÆÐISLEGA FYNDIÐ FRAMHALD” JAMES OSTER - JOBLO “VACATION ER FYNDNASTA MYND ÁRSINS” DAVE KARGER - FANDANGO “ÉG HEF EKKI HLEGIÐ SVONA OFT UPPHÁTT Í LANGAN TÍMA” VACATION 3:50, 5:50, 8, 10:10 THE GIFT 8, 10:20 FRUMMAÐURINN 2D 3:40, 5:50 TRAINWRECK 8, 10:35 SKÓSVEINARNIR 2D 3:50 MINIONS - ENS TAL 2D 6 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -E 0 A C 1 5 B 6 -D F 7 0 1 5 B 6 -D E 3 4 1 5 B 6 -D C F 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.