Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 29
 9 | 12. ágúst 2015 | miðvikudagur Austur-Indíafélagið og Austur- landahraðlestin seldu veiting- ar fyrir hálfan milljarð króna á síðasta ári. Sala félaganna jókst um 125 milljónir króna milli ára. Rekstrarkostnaður jókst aftur á móti um 97 milljónir króna sem skýrist helst af auknum efnis- og launakostnaði. Samanlagður hagnaður félag- anna nam 24 milljónum króna árið 2014. Viðsnúningur varð á afkomu félaganna sem rekin voru með 6 milljóna króna tapi á síð- asta ári. Þá var söluhagnaður af eignum Austur-Indíafélagsins bókfærð- ur upp á 16 milljónir króna. Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði á höfuðborgar- svæðinu og Austur-Indíafélagið einn. Guðmundur Karl Björnsson á allt hlutafé Austur-Indíafélags- ins og 75 prósent í Austurlanda- hraðlestinni á móti Miroslav Manojlovic sem á 25 prósenta hlut. Eignir félaganna nema 258 milljónum króna, skuldir 194 milljónum króna og eigið fé 64 milljónum króna. - ih Hagnaður Austur-Indíasamstæðunnar var 25 milljónir króna í fyrra: Hálfs milljarðs sala á indverskum mat HARÐLESTIN Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði, þar á meðal við Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það þarf heppni til þess að ná að byggja upp tengsl erlendis,“ segir Guðmundur R. Einarsson hjá Bókun. Hann mun halda fram- sögu fyrir hönd fyrirtækisins síns á ráðstefnunni Startup Færeyjar sem fram fer um helgina. Bókun er fyrirtæki sem fram- leiðir hugbúnað sem gerir aðilum í ferðaþjónustu kleift að tengjast og vinna saman á einfaldan hátt. Til dæmis geta þeir selt vörur hver annars, haldið utan um útistand- andi kröfur sín á milli, samein- að eigin vörur við vörur annarra og selt sem þriðju vöruna, allt í rauntíma. Fyrirtækið var valið startup ársins í Íslandshluta Nord- ic Startup Awards á dögunum. Guðmundur segir að Færeyingar líti til Íslendinga þegar kemur að atvinnusköpun. „ Ég er að fara að tala um hvernig er að vera Íslendingur að stofna fyrir- tæki í minna umhverfi en þekkist erlendis, hvernig er hægt að byggja upp og mynda sambönd,“ segir Guðmundur í samtali við Markaðinn. Guðmundur segir að í litlum samfélögum verði menn að hjálp- ast að við markaðssetningu. Það nægi ekki að hver og einn horfi á sjálfan sig. „Þegar kúnninn kemur til Íslands geti hann keypt fl eira heldur en bara það sem fæst á áfangastaðnum sem hann fer á,“ segir Guðmundur og bendir á að Hestaleigan Laxnesi sé til dæmis farin að selja fjórhjólaferðir. „Við verðum að deila kúnn- anum. Kúnninn er ekki bara að koma til Íslands til þess að fara í Bláa lónið. Hann kemur hingað og vill vera hérna í einhvern tíma,“ segir Guðmundur. Þess vegna sé Bókun mikið að horfa á samfélagið í heildina. jonhakon@frettabladid.is Íslendingar hjálpist að í markaðssetningu Hugmyndafræði Bókunar byggist á því að í litlum samfélögum hjálpist menn að við markaðssetningu. Starfsmaður fyrirtækisins kynnir hugmyndafræðina á Startup Færeyjar á laugardaginn. Í REIÐTÚR Guðmundur segir mikilvægt að fyrirtæki selji vöru hvers annars. Í dag selur Hestaleigan Laxnesi fjórhjólaferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 6 -F 9 5 C 1 5 B 6 -F 8 2 0 1 5 B 6 -F 6 E 4 1 5 B 6 -F 5 A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.