Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 23
Ég fór til Frakklands, Sviss, Þýskalands og Austurríkis með fjölskyldunni minni í sumar. Við vorum fimm vikur í ferðinni og vorum aðallega í Frakklandi, í litlu þorpi nálægt Lyon og í Salzburg. Það var heitt og alltaf sól en við vorum með sundlaug í garðinum,“ segir Kor- mákur Rögnvaldsson, nemandi í 6. bekk í Brekkuskóla á Akur- eyri, þegar hann er spurður út í sumarfríið. Kormákur skemmti sér hið besta í ferðinni en fjölskyldan fór meðal annars í tívolí og í dýragarð og heimsótti rómverskt safn. Þá dreif hann sig upp á hæsta fjall Evrópu. „Við fórum upp á Mont Blanc með einum hæsta kláf í Evrópu, það var svolítið hræðilegt og gaman. Að fara niður var eins og í rússibana,“ segir Kormákur. „Við heimsóttum kastalann í Salzburg, elsta varðveitta kastala í Evrópu og það var eins og að fara aftur í tímann, af því að hann er mjög gamall og litlu hefur verið breytt. Við fórum í nokkrar göngu- ferðir og einu sinni sáum við flottan kastala en lentum síðan í brenninetlum og rósarunnum. Það var ekki gaman fyrr en eftir á. Eng- inn brenndi sig samt. Einu sinni fórum við líka upp á lítið fjall í gegnum vínekrur og við vonuðum að það væri veitingastaður eða útsýnispallur uppi. Svo þegar við komum upp var veitingastaður með útsýnispalli en hann var lok- aður. Það var síesta! Það var ekki gaman,“ segir Kormákur sposkur. Þá heimsótti hann skemmtilegt safn með mömmu sinni. „Við mamma fórum í Sound of Music-ferð og fréttum að þetta væri sönn saga en það vissum við ekki. Í þeirri ferð sáum við að húsið þeirra var nokkur hús sem voru sett saman í Hollywood. Við fórum líka að synda í tveimur vötnum í Austurríki þar sem voru fiskar, annað vatnið var grænt eins og óþrifið fiskabúr.“ Hvað var eftirminnilegast í ferð- inni? „Það var að fara upp á Mont Blanc, tívolíið og dýragarðurinn og kvikmyndasafn í Lyon þar sem hlutir úr alls konar myndum voru til sýnis, til dæmis hlutir úr Narníu.“ RÚSSIBANAREIÐ NIÐUR MONT BLANC EVRÓPUREISA Kormákur Rögnvaldsson dreif sig upp á hæsta fjall Evrópu í sumar og brunaði niður að fjallsrótum með kláfi. Hann synti í grænu vatni í Austurríki, heimsótti rómverskt safn og skoðaði líka elsta kastala Evrópu. HÆSTI TINDUR EVRÓPU Kormákur á Mont Blanc og Alparnir allt um kring. Honum fannst hann vera í rússibana á leiðinni niður með kláfi. MYNDIR/BIRNA GUÐRÚN BALDURSDÓTTIR HITABYLGJA Kormáki fannst oft ansi heitt í ferðinni og þá var gott að hafa sundlaug í bakgarðinum til að kæla sig í með litla bróður. GÖNGUFERÐ Í AUSTURRÍKI Kormákur ásamt mömmu sinni, Birnu Guðrúnu, og Styrmi litla bróður í notalegum göngutúr. FJÖLBREYTTIR HELLAR Á milli 650 og 700 þekktir hellar eru hér á landi en þeir algengustu eru hraunhellar. Guðni Gunnars son, formaður Hellarannsóknafélags Íslands, segir þá búa yfir mikilli fjölbreytni. Síða 2 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is ENDALAUST TAL OG 10 GB Á 3.990 KR.* Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði. Allt það besta hjá 365 *Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 6 -D 6 C C 1 5 B 6 -D 5 9 0 1 5 B 6 -D 4 5 4 1 5 B 6 -D 3 1 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.