Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.08.2015, Blaðsíða 10
12. ágúst 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir. Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands. GRIKKLAND „Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smá atriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakal otos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðla- banka Evrópu og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyð- araðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoð- arsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evru svæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins lánað Grikkjum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánar- drottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efna- hagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samn- inginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evru- svæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamnings- ins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar sam- þykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum sam- flokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frum- varpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikk- landi og myndi samkvæmt skoð- anakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkj- um í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkja- dal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðar- ins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímán- uði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opn- unar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst. thorgnyr@frettabladid.is Samningar næstum í höfn Grikkir hafa nærri lokið samningaviðræðum við lánardrottna um nýja 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð. Fjármálaráðherra Grikkja segir einungis eftir að semja um smáatriði. Evran styrktist í gær eftir fall júansins. SAMNINGUR Skiptar skoðanir eru meðal Grikkja á nýjum neyðaraðstoðarsamningi, en skilyrðum lánardrottna var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY HEILBRIGÐISMÁL Vísindamenn frá Háskóla Íslands, Landspítala og fleiri alþjóðlegum stofnunum hafa komist að tímamótaniðurstöðu um hvernig streptókokkabakterían veldur alheimsfaröldrum. Niðurstöðurnar opna á þann möguleika að þróa ný lyf, forvarn- ir og greiningar gegn streptó- kokkasýkingum og faröldrum. Í rúma öld hefur það verið þekkt að bakterían geti valdið heimsfaröldrum án þess að vita ástæðu þess. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni valda streptó- kokkar af flokki A rúmlega 600 milljón sýkingum í mönnum á ári. Flestir fá hálsbólgu en bakteríu- sýkingin getur leitt til gigtsóttar og ýmissa sýkinga. - srs Tímamótarannsókn birt: Eykur skilning á faröldrum BRETLAND Jeremy Corbyn þykir sigurstranglegastur í formanns- kjöri breska verkamannaflokks- ins með fylgi 53 prósenta kjós- enda samkvæmt könnun sem YouGov birti í gær. Næstir koma Andy Burnham með 21 prósent og Yvette Cooper með átján pró- sent. Corbyn þykir lengst til vinstri meðal frambjóðendanna. Hann er meðal annars á móti nýtingu kjarnorku og fylgjandi aukinni þátttöku ríkisins á breskum markaði. Hann hefur setið á þingi frá árinu 1983 eða í 32 ár. - þea Formannskosningar í bráð: Corbyn nýtur mests fylgis 1 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 B 6 -D B B C 1 5 B 6 -D A 8 0 1 5 B 6 -D 9 4 4 1 5 B 6 -D 8 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.