Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 12

Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 12
24. júlí 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS R agnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra ferðamála og hefur verið síðan í júní 2013. Óhætt er að segja að um spennandi málaflokk sé að ræða, æ fleiri ferðamenn sækja Ísland heim og þjóðarbúið fær síauknar tekjur frá þeim gestum. Það er því uppgangur í ferðaþjónustu. Sá uppgangur hefur verið mikill undanfarin ár, en var fyrir- sjáanlegur. Árið 2011 fór fjöldi ferðamanna sem komu í gegnum Leifsstöð í fyrsta skipti yfir hálfa milljón, en áætlað er að um 96 prósent allra ferðamanna komi þá leiðina inn í landið. Síðan hefur orðið mikil fjölgun á hverju ári. Það er því nokkuð sérkennilegt að hlusta á ráðherra málaflokks- ins tala eins og fjölgunin hafi komið á óvart. Ragnheiður Elín sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hún teldi nauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á ferða- mannastöðum og að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax. „Við þurfum að bæta úr vegna þess hversu fjölgunin hefur verið hröð á undanförnum árum. Við vorum aðeins tekin í bólinu, það er ekkert nýtt og ekkert sem er að gerast bara í sumar,“ sagði Ragnheiður Elín. Það er gott að nú eigi að fara að kynna nýja stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar, ekki veitir af. Trauðla er til atvinnuvegur hér á landi sem búið hefur við jafn mikinn skort á stefnu og einmitt ferðaþjónustan. En það er þetta með að við höfum verið tekin í bólinu sem er athyglisvert. Þegar Ragnheiður Elín tók við sem ráðherra málaflokksins var hún fullvel meðvituð um fjölgun ferðamanna. Skyldi engan undra, fyrri ríkisstjórn lagði mikið upp úr því að fjölga ferðamönnum með átakinu Ísland allt árið og hver fræðingurinn á fætur öðrum kepptist við að spá fyrir um hvenær fjöldi ferðamanna færi yfir milljón á ári. Það mun líklega gerast í ár, í fyrra voru gestir í Leifsstöð rúmlega 969 þúsund. Ragnheiður Elín ræddi málefni ferðaþjónustunnar á Alþingi 14. júní 2013, þá rétt nýtekin við sem ráðherra málaflokksins. „Þar eru ómæld tækifæri með gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna,“ sagði ráðherra og fyrr um daginn hafði hún í fyrir- spurn um hvalveiðar sagt: „Við höfum horft á mikla fjölgun ferða- manna hingað og mikil tækifæri sem þar eru að skapast.“ Ragnheiður Elín þurfti heldur ekki að sækja vatn yfir lækinn þegar kom að væntingum varðandi fjölgun ferðamanna. Í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er kveðið á um að kannaðir verði möguleikar á gjaldtöku til upp- byggingar ferðamannastaða „til að bregðast við auknum fjölda ferðamanna í náttúru Íslands og tryggja sjálfbærni“. Það hefur með öðrum orðum ekkert komið á óvart þegar kemur að fjölgun ferðamanna. Hún hefur verið fyrirsjáanleg um langa hríð og sjálfur ráðherra málaflokksins, Ragnheiður Elín Árna- dóttir, hefur verið meðvituð um hana síðan hún tók til starfa. Það er meira að segja gert ráð fyrir henni í stjórnarsáttmálanum. Enginn hefur því verið tekinn í bólinu, nema kannski stjórn- völd. Það hefði átt að vera forgangsverkefni ráðherra ferðamála, bæði þessarar ríkisstjórnar og þeirrar síðustu, að bregðast við þessari miklu fjölgun. Ekki að vera hissa þegar margspáð niður- staða verður að veruleika. Fjölgun ferðamanna á ekki að vera undrunarefni: Margspáð fjölgun Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrota- mál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömm- inni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt, því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðis- ofbeldi getum við fyrst kafað ofan í mála- flokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hrein- lega allir þeir sem eru á móti kynferðis- ofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfé- laginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugar- fari og orðræðu um kynferðisofbeldi síð- ustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðis- glæpa liggur hjá gerendum en ekki þolend- um. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þús- und manns gangi með okkur. Gengið verð- ur frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu. Við köllum eftir breytingu SAMFÉLAG María Rut Kristinsdóttir talskona Druslugöngunnar ➜ Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. www.netto.is Kræsingar & kostakjör KJÚKLINGABRINGUR DANPO, 900 GR 1.479 ÁÐUR 1.761 KR/PK Hittir naglann á höfuðið Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar, gagnrýnir Isavia í samtali við Kjarnann á miðvikudag. Þar segir hún það súrrealískt að háum fjármunum hafi verið varið í að fegra verslunar- svæði Leifsstöðvar í stað þess að stækka flugstöðina. Þetta er hárrétt hjá Vigdísi. Keflavíkurflugvöllur er yfirfullur öllum stundum af ferðafólki og andrúmsloftið hið óþægilegasta. Langar raðir og keppni um að ná besta sætinu við kaffiteríuna eru leiðindabyrjun á fríinu. Spáin gerir ráð fyrir enn fleiri ferðamönnum til landsins og aukinn kaupmáttur verður vonandi til þess að Ís- lendingar ferðist meira erlendis. Djúsbarir og kaffivélar munu engu skipta ef enginn getur sest niður og notið frísins. Vandræðalegt fyrir ráðherra Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, kallaði sendiherra Banda- ríkjanna, Rússlands, Kanada, Noregs og Danmerkur á fund eftir frétt Fréttablaðsins um að Ísland hefði verið skilið út undan við ákvörðun um fiskveiðar í Norður-Íshafi. Þetta er meiriháttar vandræðalegt fyrir Gunnar Braga. Litla Ísland þykir ekki nógu merkilegt til að taka þátt í samvinn- unni en við það fer ráðherra í fýlu. Það er hætt við því að sendiherrar stærri ríkjanna hafi hlegið að biturðinni og barnaskapnum í ráðherra. Það skiptir engu að ráðuneytið gefi út að samkomulagið sé ekki bindandi. Ríkin fimm gerðu það sín á milli og Ísland var ekki með. Árni ver evruna Í grein í Fréttablaðinu í gær skrifar Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, mikla varnargrein fyrir hönd Evrópusambandsins og evrunnar vegna Grikklands. Nærri í smáa letrinu segir hann svo: „Aðild að evrunni takmarkar vissulega möguleika Grikkja á lausnum á núverandi vanda.“ Það var krónan sem gerði það að verkum að við gátum farið íslensku leiðina út úr kreppunni. Hún er vissulega fyrir okkur í góðu árferði en í þetta sinn gerði hún okkur greiða. Fólk verður að gera upp við sig hvort það vill óstöð- ugan og erfiðan gjaldmiðil sem er sveigjanlegur upp úr lægðinni eða stöðugan gjaldmiðil sem er eins og götótt net þegar í harð- bakka slær. snaeros@frettabladid.is 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 D -4 D E 4 1 5 8 D -4 C A 8 1 5 8 D -4 B 6 C 1 5 8 D -4 A 3 0 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.