Fréttablaðið - 24.07.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 24.07.2015, Síða 16
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Í síðustu tveimur grein- um hefur verið fjallað um vanhæfa yfirmenn á sviði samskiptamála og einnig yfirmenn sem leggja starfs- menn sína í einelti. Þann, sem misnotar vald sitt í yfirmannsstöðu, skortir án efa leiðtogahæfileika. Hann er heldur ekki alltaf heiðar- legur og réttsýnn. Hann baktalar jafnvel starfsfólk og leggur á ráðin baksviðs. Hann á það til að halda upplýsing- um frá starfsfólki. Þessi yfirmaður lætur sér líðan starfsfólks oft í léttu rúmi liggja. Hann hefur sveiflu- kenndan stjórnunarstíl og er óút- reiknanlegur í skapi. En hvað er það þá sem einkenn- ir góðan yfirmann? Góður yfir- maður gerir að sjálfsögðu kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu og að þeir hafi hags- muni vinnustaðarins í heiðri í hví- vetna. Sé yfirmaðurinn góður leið- togi langar starfsfólk alla jafnan að leggja sig fram, sjálfs síns vegna og vinnustaðarins. Metnaður yfir- mannsins ætti að smitast auðveld- lega yfir til starfsmannanna, líði þeim vel í vinnunni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann held- ur starfsfólkinu upplýstu um nauð- synleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Hann er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður yfir- maður veit að öll vandamál leysast ekki af sjálfu sér. Hann hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun og skapar lausnarfarveg fyrir vanda- mál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti sér. Yfirmaður sem hefur þessa þætti í heiðri er lík- legur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er m.a. viðhaldið með því að skapa vett- vang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf um hvernig almenn starfsánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnend- ur vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum. Nefna má hið hefð- bundna: • Starfsmannaviðtöl • Skýrar starfslýsingar • Starfsánægjukannanir • Reglulegir starfsmannafundir Það þarf ekki að kosta mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefið upplýsingar um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft. Helst er að marka svörin séu þau nafnlaus: • Hvernig líður þér með yfirmann- inn? • Kostir og gallar yfirmannsins? • Hvernig líður þér í vinnunni? • Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á vinnustaðnum? • Hvað er það helst sem þú myndir vilja að breyttist á vinnustaðnum? Öll erum við breysk og áður en ævinni lýkur má næstum fullyrða að einhvern tímann á lífsleiðinni sýnum við neikvæða hegðun og framkomu. Það er mikilvægt þegar talað er um neikvæða framkomu fólks að gera alltaf ráð fyrir að það sé að þroskast og læra nýja hluti og geti þar af leiðandi bætt sig á þessu sviði sem öðru. Það krefst vissulega innsæis að geta horft á sjálfan sig með gagnrýnum hætti og axlað ábyrgð á eigin hegðun. Yfirmenn, eins og allir aðrir, verða að geta sett sig í spor starfsmanna sinna. Einnig er gott viðmið að spyrja sig hvernig maður vill að aðrir komi fram við sig. Sé þeim þetta gefið, geta þeir tekið meðvitaða ákvörðun um að breyta framkomu sinni, taka upp nýjan samskiptastíl, þar með tal- inn nýjan og bættan stjórnunarstíl. Hvað einkennir góðan yfi rmann? Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veik- indum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoð- ar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skiln- ingsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín and- legu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ung- menni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Ég þekki sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og van- líðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau við- brögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og van- líðan innan íþrótta- félaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína van líðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíð- an ungmenna og fullorðna. Það væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu við sálfræðinga og íþróttafélög. Ég skora á ÍSÍ að halda ráð- stefnu um þessi mál sem snert- ir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild. Íþróttahreyfi ngin – andleg veikindi og vanlíðan Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur mál- efnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis stað- reynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunar- keðjur hafa rutt litlum og milli- stórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið“. Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sér- hagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé. SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjón- ustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Frétta- blaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reyk- fylltu bakherbergi við Austur- völl“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbún- aðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarð- anir voru teknar í bakherbergj- um, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju. Samkeppni og samvinna En ef við horfum fram hjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvar- lega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissu- lega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í inn- flutningi landbúnaðar- afurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heil- næmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðsl- unni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hags- muni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslu- stöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum. Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahags- muni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fast- eignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa bar- ist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjór- ar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagn- að í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núver- andi fyrir komulagi séu fólgnar „alvarlegar samkeppnishindran- ir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfis- hafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neyt- endur: „Hræðsluáróður hand- hafa sérhagsmuna“, sé til að slá ryki í augu neytenda. Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferð- inni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúr- um í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar sam- vinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigu- bílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jóla- nótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinn- ingur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag. Hugleiðingar um hagsmuni STJÓRNUN Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur ➜ Farsæll yfi rmaður lætur sig nær umhverfi ð varða. Hann heldur starfsfólkinu upp- lýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. ÍÞRÓTTIR Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og fyrr- verandi leikmaður Þórs og Magna ➜ Íþróttahreyfi ngin er fl ott og gerir góða hlut en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. SAMKEPPNI Ögmundur Jónasson alþingismaður ➜ Stóra keðjan stillir fram- leiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið“. Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sér- stöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhags- munir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé. Fyrirtæki eyða jafnan löngum tíma í að finna gildi sem eiga að endur- spegla stefnu fyrirtæk- isins. Sumir starfsmenn muna þau aldrei, kannski af því að þau eru ekki nógu vel kynnt eða innleidd í menningu fyrirtækisins. Öðrum tekst betur upp. Hvað með okkar eigin gildi? Það getur vel verið að við höfum ákveðin gildi án þess að vera eitthvað að hugsa um þau sérstaklega og hvort sem þau eru okkur ljós eða ekki þá hafa þau mikil áhrif á það hvern- ig við lifum lífinu, bæði hvað varðar ákvarðanir og hegðun. Dæmi um persónuleg gildi eru til dæmis heiðar leiki, kærleikur, vilji, jákvæðni. Ef við gefum okkur tíma og skilgreinum hver okkar gildi eru í lífinu þá er spurning- in hvort við lifum eftir þeim eða hvort þau eru orð á blaði. Ef eitt af okkar gildum er jákvæðni, erum við þá að lifa samkvæmt því? Skrif á daglegum tölvupósti og fésbókar- færslum, samræmist það því að ég vil vera jákvæð eða er ég kannski bara jákvæð „spari“ og gleymi mér þegar ég sekk djúpt inn í mitt þægindasvið, sófann með tölvuna. Þegar leikurinn stóð sem hæst, í aðdraganda hrunsins, hefði þá ekki verið gott að staldra við og hugsa … þessi ákvörðun, samtal, tölvupóst- ur, verknaður, samræmist hann því hver ég er og því sem ég stend fyrir? Er þetta í takt við mín gildi og minn kjarna? Eða er kappið hugsan- lega farið að bera fegurðina ofur- liði? Daglegir hlutir eins og hvernig við tölum við börnin okkar, maka og starfsfélaga, er ég mikið að baktala aðra eða gagnrýna og ef svo er, sam- ræmist það því hver ég vil vera? Er það sem ég set á samfélagsmiðlana til dæmis að endurspegla mín gildi? Gefum okkur tíma til að staldra við í dagsins önn og skoða hver við erum og hvað við viljum standa fyrir. Það gæti haft jákvæð áhrif á okkur og aðra. Kappið eða fegurðin SAMFÉLAG Anna G. Steinsen þjálfari og ráðgjafi ➜ Daglegir hluti eins og hvernig við tölum við börnin okkar, maka og starfs- félaga, er ég mikið að baktala aðra eða gagnrýna og ef svo er samræmist það því hver ég vil vera? 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 D -7 0 7 4 1 5 8 D -6 F 3 8 1 5 8 D -6 D F C 1 5 8 D -6 C C 0 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.