Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 40
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 28
„Við munum kveikja á sérstökum
reykelsum og einnig er ég með
sérstakar skálar og te og mun
kenna fólki hvernig á að hella
upp á teið,“ segir Kaori Suto sem
er hér í stuttri heimsókn hjá vin-
konu sinni, Kristínu Garðarsdótt-
ur keramiker.
Kaori er einnig keramiker og
kemur frá Japan þar sem hún býr
í klaustursamfélagi ásamt eigin-
manni sínum, sem er munkur.
Í dag mun hún kenna áhuga-
sömum hvernig á að bera sig að
við það að laga te að japönskum
sið. Um er að ræða sérstakt te
sem heitir Matcha og er grænlit-
að duft sem þeytt er í heitu vatni
eftir ýmiss konar reglum sem
eru hluti af aldagamalli hefð.
Einnig mun hún fara yfir sögu
hefðarinnar með gestum.
Hluti af tegerðinni eru ýmiss
konar fylgihlutir, sérstakar
skálar, teþeytari, skeið til að
mæla teið og reykelsi sem Kaori
gerir sjálf og brennd eru til þess
að skapa ákveðna stemningu á
meðan á athöfninni stendur.
„Teið er þeytt á vissan hátt í
ákveðinn tíma og höndin sem
þeytt er með er til dæmis þráð-
bein á meðan, þetta er allt
úthugsað og útpælt,“ segir
Kristín en teið sjálft er drukk-
ið í nokkrum sopum en talsvert
lengri tími fer í athöfnina við að
laga það.
Vinnustofan verður í Kirsu-
berjatrénu á Vesturgötu klukkan
tvö og hálffjögur og verður Kaori
á staðnum til klukkan sjö og geta
áhugasamir um japanska tegerð
kíkt við og fengið nánari útskýr-
ingar á þessari aldagömlu hefð.
- gló
Aldagömul japönsk tehefð útskýrð
Í dag verður hægt að kynna sér hefðbundna japanska teathöfn, kveikt verður á japönskum reykelsum og saga hefðarinnar útskýrð.
MIKIL LIST Kaori sést hér hella upp á te eftir öllum kúnstarinnar reglum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÁHUGAVERT Það eru ýmiss konar
áhöld sem fylgja tegerðinni.
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
bio. siSAM
METRO NY
NEW YORK DAILY NEWS
SPARBÍÓ
IN TOUCH
VARIETY
CHICAGO SUN TIMES
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS
OG GUARDIANS OF THE GALAXY
EMPIRE
TOTAL FILMVARIETY
Rannsókn hefur verið gerð á orðaforða tónlistar-
manna sem eiga mest seldu lög allra tíma. Í ljós kom
að flestir þeirra tónlistarmanna sem hafa fjölbreytt-
asta orðaforðann eru rapparar. Þeir sem eru með
minnstan orðaforða eru tónlistarmenn á borð við
Bítlana, Mariah Carey og The Who.
Rannsóknin var framkvæmd þannig að tekin voru
100 mest seldu lög frá
93 mest seldu tón-
listarmönnum
allra tíma. Þá var
orðafjöldi hvers
lags borinn
saman og
tekið mið af
hversu oft
sömu orðin
komu fyrir.
Það ætti
ekki að koma
á óvart að hipp-
hopptónlist-
armenn hafi
trónað á toppn-
um en sá sem á
langfjölbreytt-
asta orðaforðann
er Eminem. Aðrir
tónlistarmenn á
toppi listans voru
meðal annars Jay-Z, Tupac Shakur, Kanye West
og Bob Dylan sem tekur einnig vinninginn fyrir
að nota oftast ný orð, eða að meðaltali á níu orða
fresti.
Tónlistarsíðan Musixmatch sem sá um rann-
sóknina segir að fjölbreyttur orðaforði geri ekki
endilega tónlistina betri en að áhugavert sé að sjá
hipp hopp tónlistarmennina eiga toppinn á listanum.
Michael Jackson, Katy Perry og Neil Diamond
eru undir meðallagi í orðaforða en Celine Dion og
Prince ná að halda sig ofarlega á listanum.
Rapparinn Eminem með
fj ölbreyttasta orðaforðann
Eminem tekur vinninginn fyrir fj ölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu
laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum.
EMINEM Rapparinn er með fjölbreyttasta orðaforða mest
seldu listamanna allra tíma.
BÍTLARNIR Það þykir
sérkennilegt hversu
lítil fjölbreytni er í
textum Bítlanna.
PIXELS 2, 5, 8, 10:15
ANT-MAN 3D 8, 10:30
SKÓSVEINARNIR 2D 2, 4, 6
MINIONS 2D 4, 6
TED 2 10:35
JURASSIC WORLD 2D 8
SKÓSVEINARNIR 3D 2
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 2
SÝND í
2D OG 3D
SÝND MEÐ
ÍSL OG ENS TALI
PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA
KINGS
OF LEON
NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST
#KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL
2
3
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
D
-6
6
9
4
1
5
8
D
-6
5
5
8
1
5
8
D
-6
4
1
C
1
5
8
D
-6
2
E
0
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K