Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 42

Fréttablaðið - 24.07.2015, Page 42
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 KÖRFUBOLTI „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlyn- ur Bæringsson, fyrirliði karla- landsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo marg- oft æft með landsliðinu. Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Marg- ar NBA-stjörnur eru í hinum lið- unum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur. Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterk- ir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tím- ann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlyn- ur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvern- ig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekk- ert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi. Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudag- inn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson. tomas@365.is Nýtt fyrir okkur alla Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, segist þakklátur fyrir að fá að spila á EM. Vorkennir þeim í æfi ngahópnum sem ekki fara til Berlínar. FYRIRLIÐINN Hlynur Bæringsson leiðir íslensku strákana til leiks á EM í Berlín í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 365.is Sími 1817 Í dag og á morgun fara fram undanúrslitin í Borgunarbikar kvenna. Hvaða lið tryggja sig áfram í sjálfan úrslitaleikinn? UNDANÚRSLIT KVENNA Í BORGUNARBIKARNUM FÖS 24.07 klukkan 19:15 FYLKIR – STJARNAN LAU 25.07 klukkan 14:00 SELFOSS – VALUR FÓTBOLTI FH og KR féllu bæði úr leik í 2. umferð forkeppni Evrópu- deildarinnar í gær. FH-ingar fóru til Aserbaídsjan þar sem þeir léku við Inter Bakú. Hafnfirðingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en voru þó marki undir að honum loknum. FH byrjaði seinni hálfleikinn vel og eftir sjö mínútna leik var staðan orð- in 1-2, fimleikafélaginu í vil. Þórarinn Ingi Valdimarsson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu mörkin en sá síðarnefndi var skömmu síðar rekinn af velli fyrir litlar sakir. FH missti einnig mann af velli í fyrri leiknum í Kaplakrika sem Inter Bakú vann 1-2. Einum færri náðu FH-ingar að knýja fram framlengingu en strax í upphafi hennar jafnaði Rauf Alieyv metin í 2-2. Fleiri urðu mörkin ekki og Inter Bakú fór áfram, 4-3 samanlagt. KR-ingar sáu aldrei til sólar gegn Rosenborg á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Topplið norsku úrvals- deildarinnar vann fyrri leikinn 0-1 og eftir 18 mínútna leik í gær var staðan orðin 3-0, Rosenborg í vil. Það urðu lokatölur leiksins og Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í Rosenborg fóru örugglega áfram, 4-0 samanlagt. - iþs FH og KR úr leik í Evrópudeildinni FÓTBOLTI Fylkir tekur á móti Stjörnunni í undanúrslitum Borgun- arbikarsins í kvöld en Stjörnukonur eru ríkjandi bikarmeistarar eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleiknum í fyrra. Óhætt er að segja að ríkjandi Íslands- og bikarmeistar- arnir séu sigurstranglegri en Stjarnan hefur unnið báða leiki liðanna á þessu tímabili sannfærandi, 4-0. Í seinni leiknum, sem fór fram á mánudaginn, skoraði Francielle Manoel Alberto, brasilísk landsliðskona sem er nýgengin í raðir meistaranna, þrennu, í sínum fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Fylkiskonur hafa verið á fínni siglingu að undanförnu en fyrir tapleikinn gegn Stjörnunni voru þær búnar að vinna fjóra deildarleiki í röð. Fylkir er þriðja árið í röð í undanúrslitum bikarsins en Árbæjarliðið hefur aldrei komist í bikarúrslita- leikinn. Litlu mátti muna í fyrra er Fylkiskonur töpuðu fyrir Selfossi í vítaspyrnukeppni en þær eru eflaust staðráðnar í að komast í fyrsta sinn á Laugardalsvöll. - kpt Bikarmeistararnir mæta í Árbæinn TRAUSTUR Hólmar Örn lék allan leikinn í liði Rosenborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GOLF Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Garðavelli á Akranesi. Mótinu lýkur á síðdegis á sunnu- daginn. Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék manna best í gær; á alls 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Þórður, sem hefur leikið á nærri 20 atvinnumótum á þýsku Pro Golf-mótaröðinni á þessu ári, hefur ekki enn orðið Íslands- meistari en byrjunin hjá honum í ár lofar góðu. Axel Bóasson, GK, er í 2. sæti en hann lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Ragnar Már Garðarsson, GKG, kemur næstur í 3. sæti en hann lék á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Andri Már Óskarsson (GKG), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjáns- son (GR) eru jafnir í 4.-6. sæti en þeir léku allir á 71 höggi, eða einu undir pari. - iþs Þórður efstur eft ir fyrsta daginn Alls léku sex kylfi ngar undir pari á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi á Akranesi. Á TOPPNUM Þórður Rafn Gissurarson er með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 D -7 A 5 4 1 5 8 D -7 9 1 8 1 5 8 D -7 7 D C 1 5 8 D -7 6 A 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.