Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 2
Þótt auðvelt sé að nálgast fréttaefni og nýjustu fréttir berist hratt í netheimum, halda dagblöð sinni sérstöðu. Á blöðum
gefst betri tími til að vinna fréttir
og annað efni og kröfur um fram-
setningu og efnistök eru í sam-
ræmi við það. Það á enn frekar
við um ljósmyndir og grafískar
útfærslur. Í góðri blaðagrein, þarf
þetta þrennt að haldast í hendur.
Þannig lýtur dagblað strangari
lögmálum en netmiðlar.
Í því felast tækifæri.
Við viljum nýta okkur þá sér-
stöðu sem Fréttablaðið hefur,
sem langvíðlesnasta dagblað
landsins. Þess vegna kynnum við
breytt Fréttablað í dag. Á for-
síðunni er fréttaljósmyndinni
gert enn hærra undir höfði. Við
höfum breytt skipulagi og niður-
röðun efnisflokka í blaðinu, en þó
þannig, að lesendur geti gengið
að sínum uppáhaldssíðum vísum.
Munur milli blaðhluta er skýrari.
Á eftir fréttum og skoðun, höfum
við sett sportið, með fréttum af
íþróttum. Þar á eftir eru tímamót
og menning, en í síðari efnis-
flokknum gefur að líta alla þá
viðburði sem eru á döfinni, þar
á meðal auglýsingar bíóhúsanna
og dagskrá sjónvarpsstöðvanna.
Lífið, sem er nú líkara útliti tíma-
rits en dagblaðs, er á sínum stað
og setur punktinn yfir i-ið.
Það er engin tilviljun, að við
hefjum leik á föstudegi. Fyrir
nokkru var Föstudagsviðtalið
okkar kynnt til sögunnar, en það
er hluti af þessum breytingum og
hefur verið afar vel tekið.
En sjón er sögu ríkari.
Við minnum á Fréttablaðs-appið
og visir.is þar sem alltaf er hægt
að nálgast blaðið.
Við kynnum nýtt útlit Fréttablaðsins í dag
FRÉTTIR SKOÐUN SPORT
MENNINGTÍMAMÓT LÍFIÐ
Kristín
Þorsteinsdóttir,
útgefandi og
aðalritstjóri 365
Íþróttaumfjöllun Fréttablaðsins flyst til og
færist nær fréttakaflanum. Fylgst er grannt
með afrekum íslensks íþróttafólks innan
vallar sem utan. Lesendur geta gengið að
helstu úrslitum vísum og fá reglulega ítar-
legar fréttaskýringar um það helsta í heimi
íþróttanna.
Fréttablaðið hefur alltaf verið stolt af því
að vera vettvangur skoðanaskipta fólks
af öllum stigum þjóðfélagsins. Lesendur
blaðsins geta þannig tekið þátt í, og haft
áhrif á, opinbera umræðu.
Á Fréttablaðinu er fjölbreyttur hópur blaða-
manna sem kafar daglega ofan í mál. Mark-
miðið er alltaf að varpa ljósi á ólíkar hliðar
og spyrja lykilspurninga í þeim málum sem
hæst ber hverju sinni. Aukin áhersla er lögð
á fréttaljósmyndun og fréttagrafík til að
styðja við fréttir.
Alheimsþing Ladies Circle International er nú haldið á Akureyri en 500 konur frá öllum heimshornum gengu skrúðgöngu í gær. Fréttablaðið/Auðunn
2 1 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R
2
F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
FRÁBÆRT GRILL
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag
• Orka 8 KW = 27.300 BTU• 2 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• Stór postulínsemaleruð efri grind• PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita• Kveiking í báðum tökkum• Niðurfellanleg hliðarborð• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól• Grillflötur: 46 x 44 cm• Stærð: BxHxD 123/79 x 121 x 55 cm
* Yfirbreiðsla fylgir í takmarkaðan tíma
Er frá Þýskalandi
FULLT VERÐ 79.900
69.900
Sérsniðin
yfirbreiðsla
að verðmæt
i
kr.5.990,-
fylgir*
Skoðið úrvalið áwww.grillbudin.is
Niðurfellanleg hliðarborð
heiLBRigðismáL Sé litið til reynslu Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og áætlana danskra heilbrigðis-yfirvalda um þörf fyrir rannsóknir með jáeindaskanna þar í landi má áætla að þörfin hér á landi sé allt að 2.000 rannsóknir á ári. Þetta kemur fram í minnisblaði Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem kynnti málið fyrir ríkisstjórn í gær.Kemur fram að árið 2012 fóru 29 sjúklingar héðan til rannsókna í jáeindaskannanum við Rigshospitalet, árið 2014 voru þeir 87 og nú er áætlað að á þessu ári verði þeir á bilinu 140-160. Heildarkostnaður við hverja rannsókn að meðtöldum kostnaði vegna ferða og uppihalds nemur 400-500 þúsund krónum.Eins og komið hefur fram ætlar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að gefa þjóðinni ríflega 700 milljónir króna til þess að fjármagna jáeindaskanna. – shá
Þörf fyrir allt að 2.000 rannsóknir
BAnDARíkin Maður að nafni Deez Nuts er ekki til. Hann er samt í framboði til að verða forsetaefni Repúblikana-flokksins og fékk níu prósenta fylgi í skoðanakönnun í Norður-Karólínu.Bandarískir fjölmiðar hafa komist að því að fimmtán ára sveitapiltur, Brady Olson, hafði sent skráningarblað fyrir Deez Nuts sem dugði til að maðurinn, sem er ekki til, er á lista yfir þá sem óska eftir að verða forsetaefni.
Pilturinn sendi tölvupóst til skoð-anakönnunarfyrirtækisins Public Policy Polling og óskaði eftir skoðana-könnun, þar sem fylgi Deez Nuts yrði kannað.Fyrirtækið brást skjótt við, spurði úrtak kjósenda hvern þeir myndu kjósa forseta Bandaríkjanna ef þrír væru í framboði, nefnilega þau Hillary Clinton, Donald Trump og Deez Nuts.Niðurstöðurnar urðu þær að 40 prósent sögðust ætla að kjósa Trump, 38 prósent Clinton og 9 prósent Nutz. Tólf prósent voru óákveðin.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undar-legir frambjóðendur hafa komist á lista í Bandaríkjunum. Þannig mun köttur að nafni Limberbutt McCubbins vera á lista yfir hugsanleg forsetaefni Demó-krataflokksins. – gb
Deez Nutz blandar sér í toppslaginn
Donald Trump virðist ekki vera undar-legasti frambjóðandinn. NordicPhotos/AFP
Hillary Clinton
Allra þjóða konur marseruðu á Akureyri í gær
LÖgRegLUmáL Breskur maður var handtekinn þann 6. ágúst síðastliðinn fyrir meint fjársvik, sem hann er grun-aður um að hafa stundað hér á landi með fölsuðum kreditkortum.Maðurinn sem er breskur ríkisborg-ari heitir Reece Scobie og er fæddur árið 1993. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði á Íslandi og á Bretlandi, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sætti hann farbanni þegar hann var handtekinn vegna rannsóknar sem beindist að honum hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Scobie var handtekinn í verslun Isímans í Skipholti í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. Scobie hafði pantað tvo iPhone-farsíma og eina fartölvu að andvirði 516.000 krónur á vefverslun Isímans með þremur mismunandi kreditkortum. „Okkur fannst þetta skrítið því þetta voru mjög háar upphæðir og þrjú mis-munandi kort. Við höfðum samband við Valitor því okkur grunaði að ekki væri allt með felldu sem síðar kom í ljós að var rétt,“ segir Tómas Krist-jánsson, eigandi Isímans um málið.„Hann byrjaði á því að panta einn farsíma á fimmtudegi og var sá sími sendur til hans á Hótel Sögu. Á mánudeginum pantaði hann annan síma og á þriðjudeginum pantaði hann fartölvu,“ segir Tómas og bætir við að hann hafi fengið þær upp-lýsingar frá Valitor að kreditkortin sem Scobie notaði væru skráð í Kúala Lúmpúr og í Bandaríkjunum. „Þá fattaði ég að þetta væru svik og hafði samband við lögregluna.“Scobie mætti í Isímann um miðjan dag þann 6. ágúst í því skyni að sækja umræddar vörur. „Um leið og hann sagði til nafns handtók lögreglan hann. Í fórum hans fannst farsíminn sem við höfðum sent til hans nokkr-um dögum áður,“ segir Tómas.
Þá stakk Scobie einnig af frá reikn-ingi á Hótel Sögu í Reykjavík og er það mál einnig til rannsóknar. Þetta staðfesta starfsmenn hótelsins.Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna af ferðaþjónustuaðilum. Hann hafði bókað flug og hótelgistingar á lúxus-hótelum úti um allan heim með föls-uðum kreditkortum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýtir sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé.nadine@frettabladid.is
Alþjóðlegur svindlari handtekinn á ÍslandiBreskur maður er grunaður um að hafa stundað fjársvik hér á landi með kredit-
kortum. Hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er hann nú í farbanni. Reyndi vörukaup fyrir hundruð þúsunda.
Reece Scobie var handtekinn í verslun Isímans í Skipholti í Reykjavík fyrir rúmum
tveimur vikum eftir að hafa pantað vörur að andvirði 516.000 krónur með föls-
uðum kreditkortum. Mynd/Tómas Kristjánsson
Austan og norðaustan 5-13. Rigning eða súld með köflum. Talsverð eða mikil úrkoma SA-til og einnig á N-verðum Ströndum. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Hornströndum. Varað við vatnavöxtum suðaustantil á landinu og mögulegum skriðuföllum. sjá síðU 34
Veður
Hann byrjaði á því að panta einn farsíma á fimmtudegi og var sá sími sendur til hans á Hótel Sögu. Á mánudeginum pantaði hann annan síma og á þriðjudeginum pantaði hann fartölvu.
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Þórður MagnússonTrönuhjalla 13, Kópavogi,lést sunnudaginn 16. ágúst á Landspítalanum, Hringbraut. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn, 25. ágúst kl. 13.00.Sigríður BjarnadóttirGuðrún Þórðardóttir Solveig Þórðardóttir Ragnheiður ÞórðardóttirAlexandra Nótt Kristjánsdóttir Brynjar Guðrúnarson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Petrína PétursdóttirMóabarði 4, Hafnarfirði,sem andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 12. ágúst verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.00.Sveinbjörn Ásgrímsson
Sóley Björk Ásgrímsdóttir Sverrir Kr. Bjarnason
Guðrún Jóna Ásgrímsdóttirbarnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,Lárus Þ. ValdimarssonDunhaga 23, Reykjavík,
lést 31. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.Börnin.
Elskuleg eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar, tengdamóðir og amma,Jóhanna Óskarsdóttir Norðurbakka 5A, Hafnarfirði,lést í Goðatúni, Biskupstungum þann 7. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð.Óskar Tómas Björnssondætur, tengdasynir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur IngimarssonBirtingaholti,lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 15. ágúst.Sigurður Guðmundsson Elín Þórðardóttir
Jóhannes Guðmundsson Inga Guðlaug Jónsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir, Skúli Guðmundsson Lára Hildur Þórsdóttir
Sigríður María Guðmundsdóttirbarnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og bróðir,Þorvaldur Hannes Þorvaldsson verkfræðingur,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 14. ágúst sl.
Heiða Berg Díönudóttir Hugi Berg Þorvaldsson
Guðfinna ÞorvaldsdóttirGuðmundur Hafþór ÞorvaldssonVilhjálmur Birgir ÞorvaldssonSigríður Ragna ÞorvaldsdóttirSumarliði ÞorvaldssonÓlafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir
Okkar ástkæri, Jónatan Einarsson fv. framkvæmdastjóri frá Bolungarvík,lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn
17. ágúst. Minningarathöfn fer fram frá
Háteigskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 15. Jarðsett
verður frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 29. ágúst
kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á
Orgelsjóð Hólskirkju rnr. 1176-18-911908, kt. 630169-5269.Sigrún ÓskarsdóttirEinar Jónatansson Guðrún B. Magnúsdóttir
Ester Jónatansdóttir Guðmundur Ólafsson
Kristján Jónatansson Þorbjörg Magnúsdóttir
Elías Jónatansson Kristín G. Gunnarsdóttir
Heimir Salvar JónatanssonKarl GarðarssonÓskar Örn Garðarsson Harpa Norðdahl
Sigríður A. Garðarsdóttir Þórarinn Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,Haukur Valtýsson, Víðilundi 24, áður Ásvegi 19, Akureyri,lést fimmtudaginn 13. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.30.Valborg SvavarsdóttirHelga HauksdóttirStefanía Hauksdóttir Jóhann G. Möller
Svava Hauksdóttir Geir Baldursson
og fjölskyldur.
Elskulegur sonur, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi,Vigfús ÁrnasonSeljalandi 3, Reykjavík,lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 18. ágúst sl. Útför verður auglýst síðar.Árni Jóhann FriðjónssonÞorbjörg Helga Vigfúsdóttir Hallbjörn Karlsson
Árni Björn Vigfússon Jóhanna Kristrún Birgisdóttir
Heiðbjört Vigfúsdóttir Andri Gunnarsson
Hjálmar Árnason Berglind Einarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, Ársæll Þorsteinsson,Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 18. ágúst.Útförin verður auglýst síðar.Guðlaug ÁrsælsdóttirÞóra ÁrsælsdóttirRagna ÁrsælsdóttirBjörg Ársælsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,Snjólaug Aradóttir Víðilundi 20, Akureyri fyrrum húsfreyja Nesi í Höfðahverfi,sem lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku mánudaginn 10. ágúst,
verður jarðsungin frá Laufáskirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00.Sæunn LaxdalGrímur Laxdal Halldóra Stefánsdóttir
Ari Laxdal
Sigurlaug Sigurðardóttir
Helgi Laxdal
Katrín H. Árnadóttir
Pálmi Laxdalömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,Sigurborg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur frá Unaðsdal,lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 16. ágúst. Útför hennar
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 15.00.
Guðrún Sigfúsdóttir Jóhann Páll Valdimarsson
Brynja Sigfúsdóttir Jón Axel Steindórsson
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir Kristinn Jón Kristjánsson
Halldór Sigfússon Euthemia Stavrulaki
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Í dag er fyrsta golfmót Herra fata verzl
un ar Kormáks og Skjaldar haldið. Mótið
verður þó ekki með hefðbundnu sniði
heldur verður spilað eftir breskri hefð sem
heitir foursome. Tveir eru saman í liði og
skiptast á að slá boltann. Mótið verður
haldið í Brautarholti á Kjalarnesi.„Með þessu skipulagi hafa menn prýðis
tíma fyrir dagdrykkju. Þetta er í raun
miklu einfaldara og fljótlegra þar sem
hver og einn er ekki að slá boltann nema
í annað hvert skipti,“ segir Kormákur en
allir starfsmenn taka þátt og skráning
fer fram í búðinni sjálfri. Þátttakenda
fjöldi verður takmarkaður við 40 manns.
„Maður verður að byrja smátt og sjá hvern
ig þetta fer. Svo kannski á næsta ári verður
þetta enn stærra ef allt gengur vel í dag.“Veitt verða verðlaun fyrir besta liðsbún
inginn. „Það er ekkert dresscode og menn
verða ekki skotnir niður ef þeir mæta í flís
peysu. Það er nógu mikil niðurlæging að
vera innan um hina keppendurna. Hver
veit nema það verði gefin aukastig fyrir að
vera í fötum úr Kormáki og Skildi.“ gunnhildur@frettabladid.is
Golfmót að breskum sið
Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, eigendur Herrafataverzlunarinnar.
Golfmót Herrafataverzlunar Kormáks og Skjaldar haldið í fyrsta sinn í dag. Verðlaun
verða veitt fyrir bestu búningana en ekki er skylda að klæðast fatnaði úr versluninni.
TÍMAMÓT 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
SKOÐUN
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Fanney Birna Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson
pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
F agnaðarefni er að Seðlabankinn ætli að grípa til aðgerða til að takmarka vaxtamunarvið-skipti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsti á vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag að annaðhvort stæði til að leggja skatt eða bindiskyldu á færslur í slíkum við-skiptum. Nánari útfærsla yrði kynnt síðar.Væntanlega hefur tilkynningin ein þegar áhrif til fælingar hjá þeim sem veðja hefðu viljað á þennan hest.Þó að þarna hafi verið góðar fréttir vekur ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti um hálft prósentustig blendnari tilfinningar. Peninga-stefnunefnd bankans sér kannski ekki sömu hvata til verðlækkana og framkvæmdastjóri IKEA, sem vísar til styrkingar krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, kjarasamninga hagfelldari fyrirtækjum en búist hafi verið við og tekjuauka með aukinni veltu. Nema að nefndin hafi bara minni trú á því að hér lækki verslanir verð. Venjan hefur enda verið sú að vörur hækka hratt þegar gengisþróun krónunnar er óhagstæð, en lítið ber á lækkunum þegar þróunin er öndverð.Þá er þetta með kjarasamningana svolítið matskennt.„Ef það væri þannig að það yrðu engar verðhækkanir í framhaldi af þessum kjarasamningum þegar launa-kostnaður hækkar um 10 prósent á einu ári þá er það mikið kraftaverk. Við getum ekki byggt okkar stefnu á kraftaverkum,“ sagði seðlabankastjóri í fréttum Stöðvar 2 í gær. En, ætti kraftaverkið sér stað þá myndu vextir hækka minna en ella. Þar er kannski vonarglæta.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir hins vegar á vef samtakanna á að ekki sé sjálfgefið að kostnaður vegna kjarasamninga velti út í verðlag. „Hærri vextir gera fyrirtækjum raunar erfiðara um vik að hagræða og mæta launahækkunum,“ segir hann og bætir við að heldur megi ekki gleymast að hærri vextir auki kostnað fyrirtækja sem aftur geti leitt út í verðlagið. Þá grafi vextir undan samkeppnishæfni landsins.Taka má undir með Almari þegar hann kallar eftir umræðu um þá staðreynd að hár vaxtamunur við útlönd kyndi undir flótta fyrirtækja og starfseininga frá landinu. „Slík atburðarás kostar okkur langtíma hag-vöxt og minni fjölbreytni í atvinnulífi.“Hugsandi fólk sér að ekki verður við það unað að vextir hér þurfi að vera margfalt hærri en í nágranna-löndum okkar. Lykillinn að því að losna úr þessari stöðu liggur í peningastefnu landsins. En á meðan peningastefnan byggist á því að íslensk króna skuli vera gjaldmiðill landsins, örmynt svo smá að hún er sveiflu-valdur í sjálfu sér og svo óstöðug að verðtrygging verður ráðandi lánaform á meðan hún er notuð, er hætt við að vaxtapíning hér á landi verði viðvarandi.En með bremsu á vaxtamunarviðskipti getur fólk þó í það minnsta vonað að í þetta sinn geti þjóðin verið laus við vítahring vaxtahækkana sem slá eiga á innlenda þenslu á sama tíma og inn í landið flæði peningar vegna vaxtamunarins við útlönd og kyndi undir þenslunni.
Enn er bætt í vextina
Óli Kr.
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Ekki verður við það unað að vextir
hér þurfi að vera marg-
falt hærri en í nágranna-löndunum.
40.000
fréttaþyrstirnotendurNálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum:
Frá degi til dags
Frægir halda framhjáHópur tölvuþrjóta opinberaði milljónir framhjáhaldara sem höfðu skráð sig á þar til gerða síðu. Rúmlega 100 notendur eru íslenskir. Í dag er greint frá því að á meðal þeirra séu þjóðþekktir menn, viðskiptamenn og einstak-lingar tengdir æðstu valdaemb-ættum. Svo er spurningin hvort hlutverk fjölmiðla sé að greina frá hverjir eru þar á ferð?
Frygðarfarir í fjölmiðla?Á Íslandi hafa framhjáhöld ekki verið í sviðsljósinu, annað en vestanhafs þar sem fjölmiðlar hafa greint frá því að fjöldi opin-berra embættismanna hafi verið notendur síðunnar. Kannski eykur uppljóstrunin áhuga fjöl-miðla og almennings á einkalífi fólks líkt og Vodafone-lekinn 2013. Þá leyndi áhugi almennings sér ekki.
HlutverkaskiptiVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, boðar aukna aðhaldskröfu gagnvart ríkis-stofnunum þrátt fyrir aukið svig-rúm í fjárlögum. Yfirlýsingin er áhugaverð í ljósi þess að fjár-málaráðherra lýsti því yfir í gær að jákvæðar horfur í ríkisfjár-málum kalli á vöxt útgjalda til velferðarmála. Talað var um að í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks væru þeir fyrr-nefndu í því hlutverki að vernda velferðarkerfið frá aðhaldskröfu þeirra síðarnefndu. Það var og. stefanrafn@frettabladid.is
Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi við-burðir eru haldnir.
Ganga, hjóla, í strætó eða á bílTil að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra við-
bragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og
undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að
skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar
lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu
sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt
ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar
um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlurÍ fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í
miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún
undir slagorðinu eggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta
sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í
strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur
við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega
heim úr miðborginni.
Njótum Menningarnætur samanAð Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og
félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Lands-
bankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegn-
um umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar
flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum
þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera?Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt
stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða,
byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram
án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt
að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört
stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast
er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara
í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt!
Gleðilega menningarnótt!
Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóri
Eftir að
Menningar-nótt stækk-aði svona
ógurlega
hefur gefist vel að láta
tilviljun
ráða, byrja einhvers
staðar og
leyfa við-
burðunum að teyma sig áfram.
MENNING
V innuaðferðin sem Halla og John koma með í farteskinu er æði sérstök og gengur alla jafna undir heitinu dansókí sem er dregið af orðinu karaoki – leiknum þar sem hægt er að spreyta sig á að syngja heimsþekkt dægurlög.„Þessi aðferð varð nú eiginlega til þegar við vorum nokkur saman í Svíþjóð að leika okkur að því að leika eftir atriði úr sjónvarpsþáttunum Ally McBeal fyrir mörgum árum en svo einhvern veginn þróaðist þetta þannig að fólk fór að leika sér að þessu og taka það í ólíkar áttir. Það er til að mynda sænskur hópur sem hefur unnið mikið út frá þessu konsepti en það er mikilvægt að hafa í huga að það á þetta enginn.“
Ramminn er okkar„John er danshöfundur, dansari og arkitekt og við vorum að vinna saman verkefni fyrir einhverjum árum þar sem við áttum sameiginlega þessa margþættu tilfinningu sem við bárum til klassísks balletts. Okkur langaði að
þróa leiðir og búa til verk þar sem við gætum dansað ballett en farið engu að síður burt frá hugmyndinni um fullkomnun eða að hann eigi að líta út á einhvern ákveðinn hátt. Hvernig getum við dansað ballett þar sem margir geta gert það sama
og maður gert það eins og maður vill?Það eru auðvitað hundrað leiðir en þetta er ein leið til þess að setja ákveðinn ramma utan um þann sem er að dansa hverju sinni. Við John setjum upp þennan ramma
utan um dansarana en svo er líka ákveðið frelsi innan þessa ramma fyrir dansarana að taka sínar eigin ákvarðanir.
Dansað í gegnum verkiðÁ myndbandinu sem dansað er eftir er The American Ballet Theater að dansa Giselle sem er vissulega klassískt ballettverk. „Það sem gerist svo er að við erum í eins konar hermidansi en samt að túlka líka – að gera þetta á okkar hátt innan þessa ramma. Hópurinn er að takast á við þetta og það skapast mismunandi söguþræðir í þessu ferli. Í klassískum dansi er allt niðurnjörvað í afmörkuð hlutverk en í okkar ferli þá brjótum við niður þessa múra. Kynhlutverk ruglast, bilið milli manneskju og dýrs verða óljós – þannig að við erum í raun að vinna með umskipti hlutverka og breytingu á formi og svo mætti áfram telja. Við erum eiginlega umskiptingar.Dansararnir sem við erum að vinna með að þessu sinni eru átta dansarar frá Íslenska dansflokknum og svo eru líka sjö sjálfstætt starfandi dansarar þannig að þetta er blandaður hópur. Ég upplifi að það sé ákveðin samheldni og samkennd sem myndast við þessa vinnu. Verkið er alveg níutíu mínútur og það er einhvern veginn of mikið af öllu þarna – of mikið af upplýsingum að vinna með. Þannig að á tíu dögum hefur maður í raun engan tíma til þess að vinna úr þessu öllu og þá skapast ákveðið andrúmsloft þar sem hver og einn reynir hreinlega að dansa í gegnum verkið.“
Alltaf ný sýningHalla segir að það sé í raun frábært að vinna í þessu formi og það gefi
bæði henni og John mikið sem dönsurum og danshöfundum. „Við gerum sýninguna á hverjum degi og á tíunda degi bjóðum við svo áhorfendum að koma inn og horfa á sýninguna eins og hún stendur þann daginn. Þannig að sýningin breytist alltaf frá degi til dags. Á þessu eru engar undantekningar þannig að þetta er alltaf sýning eða öllu heldur verk í stöðugu ferli og þróun. Í þessu tíu daga ferli safnast svo upp ákveðnar aðferðir sem nýtast og þróast áfram eftir því sem líður á ferlið. Þannig að það er heilmikill munur á sýningunni á fyrsta degi og tíunda degi. Að fá að taka inn mismunandi hópa og ólíkt fólk til þess að vinna í þessu ferli er algjörlega frábært.“
Gleðin brýtur múra„Við vinnum mjög mikið með það að lána og stela frá öðrum og bæta við það. Tökum inn hluti frá öðrum alveg blygðunarlaust og vinnum þá áfram. Það er stór þáttur í því sem við erum að gera. Við sækjum þannig bæði í það sem oft er kallað hámenning og það sem er alþýðlegra og það gerum við m.a. með því að stela alveg miskunnarlaust frá öllum. Það er líka mjög mikilvægt að hafa gaman saman. Ég veit að þetta hljómar klisjukennt en við John vorum alltaf bæði á því að það væri eitthvað sem vantaði í hinn klassíska ballettheim – það vantaði að hafa gleðina. Sumir elska þetta eins og það er en ég er ekki hrifin af þessari miklu stigskiptingu sem er í ballettinum og það var það sem við vildum leika okkur með og ráðast á.“ magnus@frettabladid.is
Dansókí myndar ramma og brýtur múra
Dansararnir og danshöfundarnir Halla Ólafsdóttir og John Moström. Fréttablaðið/Ernir
Halla Ólafsdóttir er dansari og danshöfundur, útskrifuð frá
sænsku ballett akademíunni í Stokkhólmi. Frá því Halla lauk
námi hefur hún unnið víða um veröldina og hefur á undanförnum
árum getið sér afar gott orðspor í heimi listdansins. Á Reykjavík
Dance Festival í næstu viku býðst íslenskum áhorfendum að
sjá afraksturinn af tíu daga vinnusmiðju sem hún stendur fyrir
ásamt kollega sínum, John Moström.
Fréttablaðið/Ernir
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
HANDBOLTI Ísland lauk leik á heims-meistaramótinu í handbolta skip-uðum leikmönnum undir 19 ára aldri í gær með öruggum sigri á Spánverjum í bronsleiknum.Var sigur íslenska liðsins afar sann-færandi en spænska liðinu tókst að laga stöðuna á lokamínútum leiksins þegar sigur íslenska liðsins var í höfn.
Fjórðu verðlauninVar þetta í fjórða sinn sem Ísland hefur unnið til verðlauna á heimsmeistara-móti unglingalandsliða í handbolta en síðustu þrír leikmannahópar hafa skilað af sér leikmönnum sem léku síðar meir lykilhlutverk í íslenska lands-liðinu.
SPORT
Í dag
Pepsideildin
ÍBV Frestað KR Leik ÍBV og KR var frestað þar til klukkan 18.00 í dag vegna þoku í Eyjum. Flugvél sem innihélt hluta af KR-liðinu gat ekki lent vegna þoku og sneri af þeim sökum til baka.Fjölnir 1 – 1 Valur 1-0 Aron Sigurðarson (7.), 1-1 Einar Karl Ingvarsson (89.).
Fjölnismenn misstu af gullnu tæki-færi til að komast upp fyrir Val í 4. sæti deildarinnar. Bikarmeistararnir áttu ekki góðan leik en geta vel við stigið unað sem Einar Karl Ingvars-son tryggði þeim.
18.40 Birmingham – Derby Sport
19.00 Wyndham Championship Golfstöðin
18.00 ÍBV - KR
Pepsi karla
18.00 Stjarnan – Breiðablik Pepsi kvenna
Í gær
ÍBV hefur ekki frestað leik í rúma tvo áratugi, hvenær ætla Íslendingar að læra? #vestmannaeyjar #fotboltinetHaraldur Pálsson, @haraldurp
STÓRLEIKUR Í GARÐABÆ Klukkan 18.00 í kvöld fer fram stórleikur á Samsung-vellinum í Garðabæ. Þá mætast tvö bestu kvennalið landsins - Stjarnan og Breiðablik. Blikar eru á toppi deildarinnar með 37 stig en Stjarnan er með 33 stig. Stjarnan verður því að vinna í kvöld því annars eru Blikastúlkur komnar með níu fingur á bikarinn eftirsótta.
Líkurnar á því að íslenskt lið fái rússneskt fjögur ár í röð eru 1/32.768 álíka líklegt að god created the earth #optaLKP #fotboltinetLára Kristín Pedersen, @larakp9
STJARNAN TIL RÚSSLANDS Kvennalið Stjörnunnar dróst gegn rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistara-deildar Evrópu í gær. Stjar an mætti sama liði í fyrra og féll þá úr leik, saman-lagt 8-3. Þetta er fjórða
árið í
röð sem
Íslands-
meistararnir mæta rússnesku liði í 32-liða úrslit-unum.
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
Alla dreymir um landsliðið
Árið 1993 leiddi Ólafur Stefánsson liðið til bronsverðlauna en honum til hliðar voru leikmenn á borð við Patrek Jóhannesson og Dag Sigurðsson. Áttu leikmenn liðsins eftir að leika heldur betur stórt hlutverk í landsliðinu næstu árin er Ísland komst í röð þeirra bestu í handboltaheiminum.Tíu árum síðar vannst gullið á EM í Ungverjalandi en þar skutust Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fram á sjónar-sviðið. Léku þeir stórt hlutverk í liðinu sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleik-unum í Peking 2008 og eru enn lykil-leikmenn í íslenska liðinu.Tólf árum síðar komst liðið undir stjórn núverandi þjálfara U-19 árs liðs-ins, Einars Guðmundssonar, alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu en tapaði gegn Króatíu í Túnis. Skaust Aron Pálmarsson fram á sjón-arsviðið á mótinu en ásamt honum voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegri grundu fyrir íslenska landsliðið. Hefur Aron leikið lykilhlut-verk í landsliðinu undanfarin ár en aðrir leikmenn liðsins hafa leikið minni en þó þýðingarmikil hlutverk.
Næstu kynslóð landsliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlut-verk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanna valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæst-ur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins
tekið fjögur vítaskot en hann var fljótur að hrósa liðsfélögum sínum.„Þetta mót gekk mjög vel fyrir mig persónulega en þetta er allt vörninni að þakka. Þeir auðvelda fyrir Grétari í markinu og hann er búinn að vera fljót-ur að finna mig í hraðaupphlaupinu. Svo á þjálfarateymið hrós skilið fyrir sinn þátt í öllum þessum árangri. Einar er þekktur fyrir að leika góðan varnar-leik og hraðaupphlaup. Hann vill helst fá 10 hraðaupphlaupsmörk í leik sem ég náði að nýta mér vel á mótinu. Þeir eru frábærir þjálfarar og við gátum ekki gert þetta án þeirra.“Óðinn var stoltur að heyra að þetta væri í fjórða skiptið sem íslenskt ung-lingalandslið ynni til verðlauna á stór-móti. „ Við erum afar sáttir með þetta. Við stefndum auðvitað á það að fara alla leið en úr því sem komið var var frá-bært að klára þetta. Þetta er búið að vera frábært sumar með strákunum og maður er stoltur af því sem við höfum afrekað.“Sagði hann að á endanum væri hins vegar alltaf draumur allra leikmann-anna að leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu síðar meir.„Það er náttúrulega frábært að heyra það að við höfum komist í flokk með þessum mönnum. Vonandi getum við leikið eftir þeirra afrek. Það dreymir náttúrulega alla um að spila fyrir lands-liði og það er á endanum markmið allra leikmannanna í hópnum.“ kristinnpall@365.is
Íslenska nítján ára lands-liðið vann brons á HM í Rússlandi sem lauk í gær. Þetta er fjórða íslenska unglinga- eða piltalands-lið Íslands í handbolta sem vinnur til verðlauna á stórmótum. Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið mótsins.
Eyptaland
21 ÁRS LANDSLIÐIÐ
6 sigrar í 7 leikjum
21-20 sigur á Rússlandi í leik um bronsiðStjörnunar voru Ólafur Stefánsson Patrekur Jóhannesson og Dagur Sigurðsson
Slóvakía
19 ÁRA LANDSLIÐIÐ
6 sigrar í 7 leikjum
27-23 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknumStjörnunar voru Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson
Túnis
19 ÁRA LANDSLIÐIÐ
5 sigrar í 7 leikjum
40-35 tap fyrir Króatíu í úrslitaleiknumStjörnunar voru Aron Pálmarsson Stefán Rafn Sigurmannsson og Ólafur Guðmundsson
Rússland
19 ÁRA LANDSLIÐIÐ
6 sigrar í 7 leikjum
26-22 sigur á Spáni í leik um bronsiðStjörnunar eru Ómar Ingi Magnússon Grétar Ari Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson
HM
1993 EM 2003 HM 2009 HM 2015
TUTTUGU STIGA TAP Í EISTLANDI Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með tuttugu stigum, 85-65, fyrir Eistlandi á æfingamóti þar í landi í gær. Eistarnir voru með yfirhöndina allan leikinn og íslensku strákarnir hittu illa. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. Ísland mætir Hollandi í dag í öðrum leik sínum á mótinu.
Blikar hljóta að fagna því að Óli Kalli sé ekki með á sunnudag. Geta þá sleppt því að hringja inn hótanir eins og fyrir síðasta leik #smasalirÞorkell Máni Pétursson, @Manipeturs
LÍFIÐ 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
Oft getur verið erfitt að fóta sig í hinni hverfulu tilveru einhleypra á Íslandi. Og sumir segja Íslenska „deit-menningingu“ ekki til. Staðreyndin er samt sú að pör verða til. Hvernig kynnist fólk? Fréttablaðið ræddi við nokkra álitsgjafa og útbjó leiðarvísi yfir það hvernig fólk kynnist.
deit-menningu
Leiðarvísir að íslenskri
SKREF 1 TINDERÁ Tinder kynnast fjölmargir ein-hleypir Íslendingar. Þar er hægt að stilla leitarvélina eftir svæðum og aldri, þannig að hægt er að finna einhleypa í kringum sig á tilteknum aldri. Fyrir þá sem ekki vita virkar Tinder þannig að ef manni líst vel á einhvern lýsir maður því yfir með því að draga myndina af við-komandi til hægri (sem kallað er að „svæpa“). Ef manni líst ekki á við-komandi „svæpar“ maður til vinstri. Tinder lætur mann svo vita þegar einhver sem maður hefur áhuga á hefur einnig lýst yfir áhuga á manni. Á Tinder er hægt að spjalla og eru fyrstu skrefin tekin þar. En spjallið á Tinder er oft hægt og því færir fólk sig yfirleitt annað eftir stutta stund.SKREF 2 SNAPCHATEftir Tinder er Snapchat vinsæl leið til að taka spjallið á næsta stig. Þar getur fólk skipst á myndaskilaboð-um, bæði af sjálfu sér og umhverfi sínu. Á Snapchat er hægt að sjá upplýsingar um þá sem maður ræðir við, til dæmis hversu fljótur maður er að komast upp í efsta lag vina-lista þess sem maður talar við. Til eru útskýringar á netinu yfir hvað öll „emoji-táknin“ þýða í forritinu. Gallinn við Snapchat er að svo virðist sem rafhlaðan á símanum endist mun skemur þegar forritið er opið. Kostirnir eru þó þeir að þar er hægt að vera ansi hreinskilinn, því öll skilaboðin eyðast.
SKREF 3 FACEBOOKÞegar fólk hefur spjallað saman á Tinder og Snapchat er þriðja skrefið yfirleitt að senda vinarbeiðni á Face-book og spjalla þar. Viðmótið á spjall-inu þar er, eins og flestir vita, ansi þægi-legt. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við getur verið varasamt að byrja of snemma á Facebook-spjallinu, sérstaklega ef fólk er nýbyrjað að tala saman á Tinder. Auðvelt er að finna út fullt nafn fólks, þrátt fyrir að Tinder gefi það ekki upp, en að færa spjallið yfir á Facebook strax gæti gefið þeim sem talað er við það á tilfinninguna að maður sé örvæntingarfullur. Sem er eitthvað sem á að forðast eins og heitan eldinn, ef maður er einhleypur.Á Facebook eru ýmis tækifæri til þess að kynnast þeim sem maður ræðir við og/eða vekja athygli við-komandi. Til dæmis með því að „læka“ myndir og fleira. Viðmælendur Fréttablaðsins eru þó sammála um að mikilvægt sé að stíga varlega til jarðar með allt sem aðrir sjá, því slíkt getur vakið umtal og fleira.
SKREF 4 DJAMMIÐEftir spjall á Facebook eru ýmis skref vinsæl. Líklega er það „klass-ískasta“ að hittast á djamminu. Aðstæðurnar þar eru svolítið eins og á Snapchat, nema í lifanda lífi. Stór hluti samskiptanna gæti gleymst og þannig getur fólk kannski verið hispurslausara. Á djamminu er fólk yfirleitt kærulausara og þannig er minni hætta á stressi. Þetta er þó ekki algilt fjórða skref. Sumir hittast á virkum degi, yfir kaffibolla, bjór og sumir bjóða ein-faldlega í heimsókn.
SKREF 5 ÍSBÍLTÚRFimmta skrefið fer auðvitað svo-lítið eftir því hvernig fjórða skrefið endaði. En algengast er að fólk geri eitthvað skemmtilegt eftir að hafa hist á djamminu (ef allt hefur farið vel). Þar kemur ísbíltúrinn sterkur inn, en í fimmta skrefinu er mikilvægt að gefa hugmyndaflug-inu lausan tauminn. Góðir göngu-túrar, spjall yfir kaffi eða bjór eða bara að setjast niður og spjalla er vel til þess fallið að kynnast betur. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að stefnumótin á þessu skrefi megi ekki vera of yfirdrifin; dýrir veitingastaðir eða eitthvað sem þakið er glansi og glamúr getur hreinlega fælt frá. Sniðug stefnumót, eins og göngutúr í kringum Reykja-víkurtjörn með góðan kaffibolla geta heillað meira.
SKREF 6 AÐ HORFA Á ÞÆTTIGott „vídjókúr“ má aldrei vanmeta. Þar geta pör mátað sig saman. Vin-sælt er að horfa á góða þætti saman og þá er ekki úr vegi að finna þátta-raðir sem fólk getur horft á saman. Stundum getur verið erfitt að halda einbeitingu í heila kvikmynd á þessu stigi, því fólk sem er spennt fyrir hvort öðru vill fá reglulegar pásur.
* Endurtaka skal sjöttaskref þar til því sjöunda er náð *
SKREF 7 SAMBANDJú, leiðin að sjöunda skrefinu er þyrnum stráð. Margt getur farið úrskeiðis á leiðinni. En þegar maður hefur fundið einhvern sem maður er tilbúinn að eyða tíma sínum með er ekkert annað að gera en að skella sér í samband. Hinir einhleypu viðmælendur Fréttablaðsins treystu sér ekki til að veita ítarleg ráð um hvernig skuli hátta sambandinu.
Ekki meitlað í steinAð sjálfsögðu er ekkert á listanum meitlað í stein, heldur
er hugmyndin að varpa ljósi á hvernig „deit-menningin“
er í raun og veru. Fréttablaðið leitaði til kvenna og karla
á milli 25 og 35 ára. Það skal tekið fram að margar mis-
munandi leiðir eru til að sjöunda skrefinu, en leiðarvísir-
inn endurspeglar tilfinningu blaðamanns fyrir því hvað er
algengast í þessum efnum hér á landi um þessar mundir.
kjartanatli@frettabladid.is
NordicPhotos/GettyÞá ru þ ð Tímamót. Þar eru rifjaðir pp
merki atburðir og tím ót, bæði úr mann-
kynss un i, og Ísl dssögunni. Einnig er
rætt við fólk sem stendur á tímamótum í lífi
sínu.
Fréttablaðið leggur áherslu á fjölbreytta
me ni arumfjöllun. Vö d gnrý i
um bækur og leiklist er á sí um s að og rætt
ver u við ólíka listame um viðfangsefni
þeir . Þar verður einnig ð f nna upplýs-
ingar helstu viðbu ði.
Og í Lífi i beitum við okkur að viðfangs-
efnum unga fólksin (og allra þei sem
eru ungi í a da). Við fjöllum um stefnur og
straum , og llt fólkið s m skap r og mótar
dægur e ingu hér ima og e l ndis. Lífið
er skem tilegt í Frét laðinu.
2
0
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
5
-B
1
9
0
1
5
D
5
-B
0
5
4
1
5
D
5
-A
F
1
8
1
5
D
5
-A
D
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K