Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 34
Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur Ég loka hliðinu að leikskólalóð- inni og andvarpa eða dæsi. Af létti. Frjáls eins og fuglinn til klukkan fjögur. Svo er ég kýld í magann. Hvernig dettur þér í hug að hugsa svona? Elskarðu ekki börnin þín? Af hverju varstu að eignast börn ef þú getur ekki einu sinni séð um þau á daginn og þarft að setja þau í geymslu til annars fólks? Á hverjum einasta morgni fer ég í gegnum þessar hugs- anir. Ég fæ nagandi mömmu- samviskubit yfir því að eyða ekki dýrmætum tíma með þess- um elskum og hugsanirnar um eigin takmarkanir, langanir og þrár rista stundum eins og djúp- ar klær þvert yfir hjartað. Þetta andskotans samviskubit alltaf hreint. Er leikskóli geymsla? Staðreynd málsins er sú að leik- skólinn er frábær staður fyrir börn til að læra á heiminn. Þar læra börnin mín miklu meira heldur en ég get gefið þeim ef ég væri heima allan daginn með þau ein fyrir augunum. Fyrir utan að ég myndi sturl- ast því staðreynd málsins er líka sú að ég elska vinnuna mína og smá einveru. Það er kannski smá tabú að játa það en stundum finnst mér ofsa- lega gott að vera bara aðeins ein heima. Ég set græjurnar í botn, helli mér upp á rótsterkan kaffibolla og fæ mér súkkulaði í morgunmat. Smá spari áður en formlegur vinnudagur hefst (nú eða ég reyni að laumast heim áður en ég sæki þau til að eiga rólega stund bara með mér, ein heima). Yfir daginn hleð ég mann- eskjubatteríin mín svo að þegar ég sæki litlu elskurnar klukk- an fjögur þá er ég róleg, glöð í hjartanu og full tilhlökkunar að eyða með þeim tíma þar sem hvorki tölva né sími truflar. En þetta er svo skrítið. Hver þarf deit? Sama er uppi á teningnum þegar við eiginmaðurinn förum á stefnumót. Fyrstu tíu mínúturnar fara í að tala um hversu nauðsynlegt það er að eiga smá stund saman en svo förum við að tala um börn- in og jafnvel sakna þeirra. Ekki einu sinni láta mig byrja að tala um utan landsferðir! Í hvert sinn sem eiginmaðurinn stingur upp á helgarferð þar sem við erum bara tvö fer ég að hafa áhyggjur af því að við munum deyja í flugvélinni og skilja börnin eftir foreldralaus. Nú, eða bara að ég sé að svíkja þau um tækifæri til að ferðast og sjá framandi menningu. Eða bara heimsækja dýragarð og hlusta á útlensku. Niðurstaða mín í þessu máli er eiginlega bara ein. Ég held að ég sé háðari börnunum heldur en þau mér. Má fara í flug án barna? Svo gerðist það. Ég þaggaði niður í hugsununum með skyn- samlegri tækni sálfræðinn- ar og bókaði helgarferð. Bara við tvö. Heila fjóra daga. Og veistu hvað? Ég er að pissa í mig af spenningi! Staðreyndin er nefnilega sú að börn þurfa hamingjusama uppalendur sem elska hvort annað og slíkt þarf að rækta. Ástin kemur ekki af sjálfu sér. Ég get nú samt ekki neitað því að inn á milli þess að skoða sögufræg- ar byggingar mun ég laumast inn í verslanir og kaupa gjaf- ir handa litlu elskunum. Bara svo því sé haldið til haga að auðvitað elskar þessi mamma börnin sín, þó að hún eyði ekki öllum vökutíma með þeim. KÝLD AF MÖMMU- SAMVISKUBITI Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Hvert sem ég lít þessa dagana sé ég fólk úti að hlaupa. Mér finnst það stórkostlegt og það er fátt sem toppar tilfinninguna sem maður fær eftir gott hlaup. Lung- un fyllast af fersku lofti, blóð- flæðið í líkamanum er í full- um gangi og vellíðunartilfinn- ing leikur um líkamann, þó svo að hlaupið hafi verið alveg drullu- erfitt. Maður er alltaf ánægður með að hafa farið út og látið slag standa. Það geta flestir hlaupið Hlaup er líkamsrækt sem nánast hver sem er getur stundað, hafi maður heilsu til. Hlaupin eru svo til ókeypis, maður þarf einungis að eiga góða skó og þá eru manni allir vegir færir. Maður getur hlaupið hvar sem er og hvenær sem er og maður getur byrjað hvenær sem er. Þó svo að maður sé kominn yfir fimmtugt þýðir það ekkert að maður geti ekki byrjað að hlaupa. Maður þarf bara að byrja rólega, passa sig að fara sér ekki of hratt og vera þolinmóður, þá kemur þetta. Ég held að þetta sé ein af ástæðun- um fyrir því að svo margir kjósa hlaupin sem líkamsrækt, og er það engin furða. Uppskeruhátíð hins almenna hlaupara Mér finnst frábært að sjá hversu margir taka þátt í Reykjavíkur- maraþoninu á hverju ári og alltaf bætist í hópinn. Ungir sem aldnir eru með og njóta þess að hlaupa um götur borgarinnar með bros á vör. Ég tók þátt í Reykjavíkur- maraþoninu í fyrsta skipti í fyrra og hljóp 10 kílómetra, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður og hafði aðeins stefnt að frá því um byrjun sumars. Mér fannst allt við þetta markmið mitt erf- itt. Mér fannst æfingarnar erf- iðar, mér fannst oft erfitt að rífa mig af stað og fara að hlaupa og mér fannst sjálft keppnishlaup- ið erfitt. En aldrei hefði ég getað trúað því hversu skemmtilegt það var. Eftir hverja einustu æf- ingu var ég ánægð, ég var alltaf að bæta mig og mér leið vel í lík- amanum. Sjálft hlaupið var líka eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Mannmergðin, gleðin og hvatningin sem maður fékk á leiðinni var mögnuð, og þá verð ég sérstaklega að hrósa mínum bæjarbúum á Seltjarnarnesi, vá hvað það var gaman að hlaupa niður Lindarbrautina! Það sem mér fannst þó standa upp úr var að hlaupa fram hjá Hringskonum þegar það var minna en kílómetri eftir og fá hvatningu frá þeim, en ég ákvað einmitt að styrkja Hringinn. Þvílík orkusprauta sem það var. Munið að njóta Margir taka þátt í hlaupinu með það að markmiði að ná einhverj- um sérstökum tíma og er það að sjálfsögðu gott og vel. Það er þó aðeins eitt ráð sem ég hef fyrir ykkur sem eruð að taka þátt, og þá sérstaklega ykkur sem eruð að gera það í fyrsta skipti. Munið að njóta. Takið inn þessa vellíðunar tilfinningu sem þið fáið þegar þið eruð alveg að nálg- ast markið og þegar þið eruð loksins búin með hlaupið. Ég get því miður ekki tekið þátt þetta árið vegna ýmissa líkamlegra kvilla og ég gæti farið að gráta við tilhugsunina. Ég skal þó hundur heita ef ég tek ekki þátt á næsta ári og er strax farin að hlakka til. Góða skemmtun! HLAUPIÐ UM GÖTURNAR Heilsuvísir%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%% BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 ÚTSALA 30% AFSLÁTTUR ÁĐUR 22.500 ÁĐUR 91.600 ÁĐUR 99.900 ÁĐUR 16900 20-25% 20% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR ÁĐUR 179.800 ÁĐUR 151.300 ÁĐUR 199.800 ÁĐUR 17.700 NÚ 14.160 ÁĐUR 93.800 NÚ 75.000 ÁĐUR 184.900 Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is ENDALAUST TAL OG 10 GB Á 3.990 KR.* Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði. Allt það besta hjá 365 *Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365 4 • LÍFIÐ 21. ÁGÚST 2015 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -D E 0 0 1 5 D 5 -D C C 4 1 5 D 5 -D B 8 8 1 5 D 5 -D A 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.