Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 12
Ef þetta er stað- reyndin þarf að rýna í það hvað er að klikka. Er þetta hreinlega skandall eða þarf að lesa betur í niður- stöður? Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri Nú eru tilboðsdagar hjá okkur í fullum gangi. Framúrskarandi Bosch heimilistæki og falleg gjafavara. Opið virka daga frá kl. 11 – 18 og á laugardögum frá kl. 11- 16.Þvottavél Tilboðsverð: 99.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. WAP28397SN Tekur mest 7 kg. Vindur upp í 1400 sn./mín. Hljóðlátur, kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Orkuflokkur A+++. Ryksuga Tilboðsverð: 29.900 kr. Fullt verð: 39.900 kr. BGL 4SIL69A Orkuflokkkur A. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur A. Þvottavél Tilboðsverð: 99.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. WTW 86197SN Tekur mest 7 kg. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Orkuflokkur A++. „Það hafa ekki verið gerðar erlendar rannsóknir á Byrjendalæsi en það eru margar erlendar rannsóknir sem stuðst var við þegar byrjendalæsið var sett saman,“ segir Rósa Eggerts­ dóttir, sú sem leiddi þróun kennsluað­ ferðarinnar Byrjendalæsis við Mið­ stöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, þegar hún var innt eftir því í hvaða rannsóknir væri vitnað í frétta­ tilkynningu sem Miðstöðin sendi frá sér í gær. Þar kom fram að Byrjenda­ læsi væri byggt á erlendum rann­ sóknum. Birna María Sveinbjarnardóttir, for­ stöðumaður Miðstöðvar skólaþróun­ ar, segir hins vegar rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands nú standa yfir á árangri Byrj­ endalæsis sem kennsluaðferð. Niður­ stöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir og því er ljóst að kennsluaðferð sem innleidd var í um helming grunn­ skóla landsins hefur ekki verið prófuð eða nægilega vel rannsökuð. Í gær birti Menntamálastofnun ný gögn þess efnis að nemendur kæmu verr út en áður í íslensku, lesskilningi og stærðfræði eftir að Byrjendalæsi var innleitt í skólana. „Ráðherra talar um raunprófaðar aðferðir. Ef hann ætlar að gera það þá þarf að loka öllum skólum landsins því það er ekkert raunprófað hér á landi,“ segir Rósa. Hún segist hins vegar taka undir með ráðherra um að efla þurfi læsi ungmenna. „Akkillesarhællinn að mínu mati er á miðstigi og unglinga­ stigi og þá er löngu hætt að kenna lestur. Í raungreinum þarf oft að umorða bækur því krakkarnir eru ekki tilbúnir í flókinn texta,“ útskýrir Rósa. „Ráðherra er búinn að stofna Mennta­ málastofnun og virðist ætla að fara að skella einni aðferð að ofan og segja grunnskólum að einungis ein aðferð verði kennd, gamla hljóðaðferðin.“ Aðrir þættir gætu haft áhrif Arnór Guðmundsson er forstöðu­ maður Menntamálastofnunar, sem gaf út gögnin sem hleyptu umræðunum af stað. „Ég er ekki að segja að Byrjenda­ læsi valdi þessu falli. Við erum að segja að við hefðum ætlað að Byrjendalæsi skilaði sér í bættum árangri nemenda í lestri og það virðist ekki vera,“ útskýrir hann. „Það geta verið aðrir þættir sem hafa áhrif á þetta fall almennt. Þessi samanburður sem við leggjum áherslu á er samanburður áður en þeir hafa verið í Byrjendalæsi og síðan eftir fjögur ár í Byrjendalæsi. Það er ekkert einhlítt,“ segir Arnór og bætir við að Menntamálastofnun geri kröfu um að Miðstöð skólaþróunar við HA rannsaki sjálf árangur aðferðarinnar. „Við viljum ræða þetta á grundvelli gagna. Það er frábært ef þau geta sýnt fram á það með gögnum að Byrjenda­ læsi virki.“ Aðferðirnar verða að virka „Við erum að tala um möguleika barna í námi,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. „Það segir sig sjálft að það getur aldrei orðið þann­ ig að í hverju einasta fagi sé aðferða­ fræðin prófuð og rannsökuð til hlítar. En þegar um er að ræða grundvallar­ fögin, eins og til dæmis lestur og stærðfræði, þá hljótum við að gera þá kröfu að hægt sé að færa fyrir því þung rök þegar innleiða á nýjar aðferðir. Þessi grundvallaratriði verða að vera í lagi, ef þau eru ekki í lagi þá er svo margt annað sem klikkar. Auð­ vitað er það þannig að það er ekki ein aðferð til við það að kenna lestur. Við vitum það að það eru margar aðferðir af því að börnin eru ólík. Þær aðferðir sem við notum, þær þurfa allavega að virka.“ Illugi segir mikilvægt að setja sér markmið um árangur fyrirfram og ákveða hvernig skuli meta aðferðir sem séu innleiddar. „Það eru engin rök að vegna þess að við séum ekki vön að mæla, eða að það sé erfitt að mæla að þá eigi ekki að mæla neitt. Við verðum að setja þá kröfu á háskólana og aðra að svona mikilvægar ákvarðanir eins og kennsluaðferðir í lestri séu mjög vel rannsakaðar áður en þær eru inn­ leiddar.“ Kallar eftir fræðilegum skýringum HA „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Hún var nýbúin að fá í hendurnar greininguna frá Mennta­ málastofnun. Miðstöð skóla þróunar við Háskólann á Akureyri segir töl­ fræðina frá Menntamálastofnun ekki standast. „Mig langar að heyra fræðilegar skýringar Háskólans á Akureyri. Hvort þetta geti staðist.“ Soffía segist slegin yfir því sem fram hefur komið í fjöl­ miðlum. „Ef þetta er staðreyndin, að þessir skólar eru þetta lægri, þá verð­ um við að rýna í það hvað er að klikka. Er þetta hreinlega skandall eða þarf að lesa betur í niðurstöður?“ Soffía segist ekki ætla að segja upp samningi í tengslum við Byrjenda­ læsi við Háskólann á Akureyri að svo stöddu. „En ég á eftir að hitta fólkið þar og taka samræðuna.“ En hver er munurinn á fagmanni og áhugamanni ef aðferðirnar eru ekki prófaðar áður en þær eru innleiddar? „Þau verða að svara fyrir það í Háskól­ anum á Akureyri. Maður treystir háskólasamfélaginu til að vera með traustan fræðilegan grunn.“ Vilji ráðherrans þýði lokun skólanna Ljóst að kennsluaðferðin Byrjendalæsi hefur ekki verið nægilega vel rannsökuð. Ráðherra segir möguleika barna til náms í húfi. Í HA. Menntamálaráðherra segir að um möguleika barna til náms sé að ræða. Mynd/Háskólinn á Akureyri Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Við verðum að setja þá kröfu á háskólana og aðra að svona mikilvægar ákvarðanir eins og kennsluað- ferðir í lestri séu mjög vel rannsakaðar áður en þær eru inn- leiddar. Illugi Gunnarsson, menntamálaráð- herra Ráðherra talar um raunprófaðar að- ferðir. Ef hann ætlar að gera það þá þarf að loka öllum skólum landsins því það er ekkert raunprófað hér á landi. Rósa Eggertsdóttir, forystukona í innleiðingu Byrjendalæsis 2 1 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R1 0 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -F B A 0 1 5 D 5 -F A 6 4 1 5 D 5 -F 9 2 8 1 5 D 5 -F 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.