Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 20
Það getur ekki verið eðlilegt að þessi mörgu brot séu framin og þau komi ekki til kasta lögreglu,“ segir Sigríður Björk Guð-jónsdóttir, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til kynferðisbrota, sem hafa verið mikið í kastljósi fjölmiðla í kjölfar Beauty-Tips byltingarinnar og auk- innar vitundar. Sigríður Björk tók við embætti lög- reglustjóra fyrir tæpu ári og hefur látið til sín taka. Hún réðst í átak gegn heimil- isofbeldi sem hefur gefið góða raun. Til- kynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Næst er að tækla kynferðisbrotin. Hvers vegna enda svo fá kynferðisbrot á borði lögreglu? „Við hljótum að þurfa að breyta því. Það er ljóst að því fyrr sem lögregla kemst inn í mál, því líklegra er að við getum tryggt sönnun og málin geti farið áfram fyrir dóm,“ segir hún en hluti af því er að skilgreina betur þann málaflokk sem kynferðisbrotadeildin vinnur að. Deildin er með fleiri verk- efni, mannslát, alvarleg ofbeldisverk auk kynferðisbrota. „Við viljum gera kynferðisbrotadeildina eins og hún var upprunalega hugsuð, sem kynferðis- brotadeild. Og hlúa þá að þeim starfs- mönnum þar og reyna að nálgast málin öðruvísi með samstarfi við Stígamót, félagsmálakerfið, jafnvel sjúkrahúsin.“ Erfitt að tryggja sönnun Aðkoma lögreglu að kynferðismálum hefur stundum legið undir ámæli. Er það af því að þolendur eru konur, ger- endur karlar og þeir sem fara með rann- sóknina oftast karlar? „Ég held að það sé alls ekki þannig. Við höfum margar konur sem rann- saka kynferðisbrot. Þessi mál eru tekin föstum tökum og tekin alvarlega. En eins og með heimilisofbeldið, þá eru kannski bara tveir til frásagnar um það sem gerðist. Það þarf að tryggja sönnun og stuðning. Það getur verið að það sé ekkert árennilegt að koma til okkar að kæra á Hverfisgötunni, kannski þurfum við að laga það. En það er mjög mikið af góðu fólki í lögreglunni sem er að gera vel í þessu. Vandinn er sá að við eigum erfitt með að tjá okkur um þau mál sem við höfum til rannsóknar. Við getum ekki útskýrt hvað það er sem verður til þess að málið nær ekki fram að ganga. Þetta er ekki einfalt og ég vildi að ég ætti öll svör. Ég held hins vegar að þegar við leggjumst öll á eitt séu svörin þar,“ segir Sigríður Björk. Er hún þá að tala um að fara svipaða leið og í heimilisofbeldismálunum? „Ég hef trú á þeirri nálgun, að allir setjist niður og reyni saman að komast að niðurstöðu. Það er ljóst að það þarf að styðja þolendur. Er það eitthvað sem lögregla á að gera? Ég held til dæmis að við ættum að hafa félagsráðgjafa innan- húss, sem gæti stutt, gefið upplýsingar og haft þau úrræði sem þyrfti. Við erum ekki komin þangað. En þetta er vinna sem er að byrja,“ segir hún. Fletja út skipuritið Það eru ýmsar breytingar í farvatninu hjá lögreglunni sem stendur til að ráð- ast í á haustmánuðum. Sigríður segir eitt vandamálanna vera hversu langar boðleiðir eru innan lögreglunnar, þær þurfi að stytta. „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgara með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verk- efnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með.“ Mikil áhersla var lögð á heimil- Næst á dagskrá er að tækla kynferðisbrotin FÖSTUDAGSVIÐTALIÐ Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Sigríður Björk Guðjónsdóttir ræðir hvernig það er að vera í kastljósi fjölmiðla, um viðburðaríkt ár í starfi lögreglustjórans, breytingarnar á starfsháttum lögreglu og hvernig það var að eiga unga foreldra. Það getur verið að það sé ekkert árennilegt að koma til okkar að kæra á Hverfisgötunni, kannski þurfum við að laga það Það var ekki þannig að gjörningum væri að fjölga, heldur kærði fólk frekar – hafði trú á því að málin kæmust alla leið. Við tókum gerand- ann af heimilinu, ekki þolendur og börn þurftu ekki að yfirgefa heim- ilið eins og áður. Fréttablaðið/Ernir 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R1 8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -B B 7 0 1 5 D 5 -B A 3 4 1 5 D 5 -B 8 F 8 1 5 D 5 -B 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.