Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 30
FÓLK| HEILSA HVÍLA Í DAG „Daginn fyrir hlaup er gott fyrir flesta að vera í algjörri hvíld og passa að hreyfa sig ekki of mikið. Þennan dag- inn er í lagi að taka lyftuna í staðinn fyrir stigana.“ Sigurður P. Sigmundsson, hlaupa-þjálfari og margfaldur Íslands-meistari í langhlaupum, ætlar að vera á hliðarlínunni í Reykjavíkur- maraþoninu á morgun. Hann þjálfar þó nokkra sem taka þátt og ætlar að sinna þeim og hvetja áfram og hleypur þess vegna ekki sjálfur að þessu sinni. Sig- urður samþykkti að gefa lesendum góð ráð um það hvernig best er að undir- búa sig fyrir hlaupið degi áður en það fer fram. „Kvöldið fyrir hlaup er gott að fara yfir það hvað á að taka með sér í hlaupið. Sérstaklega er mikilvægt að muna eftir tímaflögu og keppnisnúm- eri. Einnig er sniðugt að kynna sér vel aðstæður við rásmark og hlaupaleiðir. Vera með það á hreinu hvar til dæmis fatageymslan er og önnur þjónusta. Einnig að athuga hvaða götur eru lok- aðar og hvernig er best að komast í hlaupið. Þá er mikilvægt að fara vel yfir kort af hlaupaleiðum. Ekkert ætti að koma á óvart í hlaupinu sjálfu og gott er að keppendur séu komnir tímanlega í rásmarkið,“ útskýrir Sigurður. MATARÆÐIÐ Daginn fyrir hlaup ætti að leggja áherslu á að borða kolvetnaríka fæðu en þó ætti ekki að borða of mikið um kvöld- ið. „Jafnframt þarf að passa vel upp á vatnsbúskapinn og vökva líkamann vel. Þó ætti ekki að drekka neitt innan við klukkutíma fyrir hlaupið, þá gæti fólk lent í því að þurfa að fara á salernið í miðju hlaupi.“ Þeir sem keppa í heilu og hálfu mara- þoni ættu að taka daginn mjög snemma á morgun því Sigurður segir að best sé að borða morgunverð í síðasta lagi þremur til tveimur og hálfum tíma fyrir upphaf hlaups. Þeir sem hlaupa tíu kíló- metra ættu þó að komast upp með að vera búnir að borða tveimur tímum áður. „Ef hlauparar borða þegar styttra er í hlaup eykst hættan á að fá hlaup- asting. Morgunmaturinn er einungis til þess að taka út svengdartilfinningu og líða vel, það er ekki verið að bæta við orkubúskapinn með morgunmatnum. Dæmi um góðan morgunmat á hlaupdegi er tvær til þrjár ristaðar brauðsneiðar með sultu eða marmelaði,“ segir Sigurður. ÚTBÚNAÐUR Það sem skiptir mestu máli að mati Sig- urðar varðandi útbúnað eru skórnir. „Ég reikna með að allir séu búnir að ákveða hvaða skór verði notaðir á morgun. Þeir mega ekki vera alveg nýir en heldur ekki of gamlir. Það þarf að passa að skórnir séu vel reimaðir þegar lagt er af stað svo ekki þurfi að stoppa í miðju hlaupi til að reima. Hlaupasokkarnir eru líka mikil- vægir. Þeir mega ekki vera úr of miklu gerviefni því þá geta þeir hitnað og myndað blöðrur. Einnig þarf að passa að ekki séu horn eða krumpur á sokkunum því þá geta komið nuddsár.“ Hlauparar þurfa að haga klæðnaði eftir veðri og athuga að vera ekki of vel klædd- ir. „Það er ágætt viðmið að fólki sé aðeins kalt á marklínunni. Hlaupurum hitnar fljótt þegar þeir byrja að hlaupa og þá geta þeir lent í vandræðum við að kasta af sér klæðum,“ segir Sigurður og bætir við að sniðugt sé að vera með svitaband á úlnlið og derhúfu á höfði. Einnig að þeir sem keppa í hálfu og heilu maraþoni ættu að bera feitt krem á þá staði sem verða fyrir núningi, geirvörtur, nára, handar- krika og hæla til að koma í veg fyrir nuddsár. „Svo er skeiðklukkan ómissandi til að geta fylgt hlaupaáætlun eftir.“ LÍKAMLEGUR OG ANDLEGUR UNDIR- BÚNINGUR „Daginn fyrir hlaup er gott fyrir flesta að vera í algjörri hvíld og passa að hreyfa sig ekki of mikið. Þennan daginn er í lagi að taka lyftuna í staðinn fyrir stigana,“ segir Sigurður og hlær. Hann bendir á að hlauparar ættu alls ekki að fara í heitan pott eða liggja í heitu baði daginn fyrir hlaup vegna þess að þá missa þeir vatn úr líkamanum og ná ekki að byggja tapið upp á svo stuttum tíma. Varðandi andlegu hliðina segir Sigurð- ur gott að horfa á hlaupið sem ákveðið verkefni sem þurfi að tækla. „Þegar fólk kveikir á því að þetta er bara verkefni eins og hvert annað en engin óvissuferð þá stillir fólk fókusinn og einbeitingin verður betri. Aðalatriðið í þessu öllu er svo auðvitað að hafa gaman af en ég veit af reynslu að fólk vill gera vel og sitt besta, þetta snýst um að slá persónu- leg met og að sigra sjálfan sig,“ segir Sigurður. n liljabjork@365.is SNÝST UM AÐ SIGRA SJÁLFAN SIG MARAÞON Sigurður P. Sigmundsson hlaupaþjálfari veit allt um undirbúning langhlaupa. Hann gefur hér góð ráð fyrir þátttakendur Reykjavíkurmaraþonsins. KALT Á MARKLÍNU „Það er ágætt við- mið að fólki sé að- eins kalt á mark- línunni. Hlaupur- um hitnar fljótt þegar þeir byrja að hlaupa og þá geta þeir lent í vand- ræðum við að kasta af sér klæðum.“ Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 pið 8-22 I FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. nit iðað og ske tilegt ná fyrir þá, sem vilja ky nast Íslandi í máli og myn- du . Námið er opið öllu þeim, sem áhuga hafa á að læra hver ing standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðam nna um Ísland. Stuðst r við nám krá menntamálaráðuneyt sins m viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jar f æði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Ma nleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldná , auk þes sem farið er í vettvangsferðir. msögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögu ám við Ferðamálas óla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þett nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri U sögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskól Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar se fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinn möguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI STÖÐUGRA SAMBAND INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 HLAUPAÞJÁLFARI Sigurður P. Sigmundsson er reyndur hlaupaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í bæði hálfu og heilu maraþoni. Hann gefur lesendum góð ráð varðandi undirbúning. MYND/GVA 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 6 -0 5 8 0 1 5 D 6 -0 4 4 4 1 5 D 6 -0 3 0 8 1 5 D 6 -0 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.