Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 8
VINNUMARKAÐUR Fólk á íslenskum vinnumarkaði finnur til mikillar tíma- pressu í vinnu samkvæmt nýrri alþjóð- legri rannsókn á vegum Vinnuverndar- stofnunar Evrópu. Sjö af hverjum tíu svarendum telja sig undir mikilli og viðvarandi tímapressu í vinnu sinni. „Það er til mikils að vinna að lág- marka streituvalda í vinnuumhverfinu eins og nokkur er kostur,“ segir Þröstur Óskarsson, doktor í vinnusálfræði. „Við- varandi streita getur haft áhrif á starfs- mannaveltu og fjarvistir.“ Að meðaltali finna 43 prósent fyrir álaginu  í löndum ESB. Hlutfallið er hæst hér meðal þeirra sem starfa í upp- lýsingatækni, fjármála- og fasteigna- þjónustu eða 84 prósent. „Þó erfitt sé að alhæfa út frá þessari rannsókn á allan íslenskan vinnu- markað eru þær í takt við þá tilfinningu okkar. Íslendingar eru margir hverjir undir tímapressu í starfi sínu og það er undir álagi og streitu sem óhöpp verða,“ segir Kristinn Tómasson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. – sa Nicotinell, lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Hætta skal alfarið reykingum meðan á meðferð með Nicotinell stendur. Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleiki er notaður skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleika. Meðferðarlengd er einstaklingsbundinn. Samtímis neysla á súrum drykkjum, eins og t.d. kaffi og sódavatni, getur minnkað frásog nikótíns í munni. Forðast skal þessa drykki í 15 mínútur fyrir notkun lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta. Tyggja skal eitt lyfjatyggigúmmí þar til finnst sterkt bragð. Lyfjatyggigúmmíið skal því næst hvíla á milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal byrja að tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mínútur. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Þeir sem reykja ekki og þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eiga ekki að nota Nicotinell. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota Nicotinell ef þú: ert þunguð, með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingar undir 18 ára aldri mega ekki nota Nicotinell nema að læknisráði. Nikótín sem er gleypt getur valdið versnun einkenna hjá sjúklingum sem eru með bólgu í vélinda, munni eða koki, magabólgu eða magasár. Einstaklingum með gervitennur, eiga við vandamál í liðamótum kjálka og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform en lyfjatyggigúmmí. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfjatyggigúmmíið. Athuga ber að lyfjatyggigúmmíið og munnsogstöflurnar innihalda natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar en sumar bragðtegundir innihalda að auki sorbitól (E420), maltitól (E965) eða aspartam (E 951) sem ekki allir mega taka. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Fæst í 6 bragðtegundum! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 13/05/15 09:22 Nokkrir grísir vafra um matvöruverslun í bænum Sarlat í Suður-Frakklandi. Reiðir bændur slepptu dýrunum lausum í tengslum við mótmælaaðgerðir. NordicPhotos/AFP STJÓRNSÝSLA „Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um auka- verk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópn- um „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki við- miðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félags- mönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskatt- skyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða.  „Við höfum be t á að ganga þa nig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. Sjö af tíu undir tímapressu í vinnu af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga. „Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti. stefanrafn@frettabladid.is Af Facebook-síðunni Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Kristján Björnsson formaður Presta- félags Íslands Íslendingar eru margir hverjir undir tímapressu í starfi sínu og það er undir álagi og streitu sem óhöpp verða. Kristinn Tómasson, geðlæknir og sér- fræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Svínarí í franskri matvöruverslun 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð „Finnst svo skrítið að leggja inn á hans persónulega reikning. Hefði haldið að kirkjan væri með reikning.“ „En hvernig getur maður verið viss um að þeir gefi þetta upp þegar þetta er bara lagt inn á þeirra persónulega reikning. Hélt líka að maður fengi reikning fyrir þessu.“ „Mér finnst þetta mjög spes, sama með fermingar, greitt inn á persónu- legan reikning prestsins.“ „Svona er greiðsla fyrir fermingar líka – peningar i umslagi og ekki séns að millifæra hjá sumum – hef alltaf fundist þessar greiðslur frekar skrítnar. Að greiða presti beint.” „Mér finnst mjöööööög undarlegt ef prestar eru að taka við þessu í ein- hverjum umslögum.“ „Við borguðum honum 10 þúsund. Bara á æfingunni.“ 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -E C D 0 1 5 D 5 -E B 9 4 1 5 D 5 -E A 5 8 1 5 D 5 -E 9 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.