Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.08.2015, Blaðsíða 32
S tundum eigum við það til að ætla okkur um of eða ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Í kjölfarið gefumst við oft upp því verkefnið verður hrein- lega yfirþyrmandi. Það þýðir þó ekki að hætta þurfi leik þegar hæst stendur heldur er þá oft kominn tími til að skoða verkefni frá öðru sjónarhorni en upphaf- lega var lagt af stað með. Auð- veldast er að sjálfsögðu að gefast upp og ganga í burtu en ef þú ert að lesa þetta þá ertu líklega ekki einn eða ein af þeim. En hver er þá galdralausnin á því að leysa erfið verkefni, hver svo sem þau eru? Lausnin er svo sem ekki fundin í göldrum heldur í því að gefast ekki upp og taka upp nýjar venjur. Eins og til dæmis eftir- farandi: Byrjaðu smátt Í stað þess að ætla sér um of í lík- amsræktinni minnkaðu þá vænt- ingarnar. Skrifaðu niður á blað að þú ætlir þér að hlaupa tvö hundr- uð metra á dag næstu tíu daga. Merktu svo við þegar þú hefur náð markmiðinu og gefðu þér klapp á bakið ef þú hefur hlaupið lengra. Allt byrjar á fyrsta skrefinu. Segðu það upphátt Staðreyndin er víst sú að þú ert líklegri til að ná markmiðum ef þú segir einhverjum frá þeim. Sé markmiðið aðeins í huganum er svo auðvelt að finna afsökun og hætta við. Illu er best aflokið Sé bunki af ókláruðum verkefn- um á listanum þínum þá skaltu byrja á því allra leiðinlegasta og erfiðasta. Hin blikna í saman- burðinum og verða þar af leið- andi lauflétt og skemmtileg. Blokkin á borðið Svefn er afar mikilvægur og nauðsynlegt að hafa hann í jafn- vægi sé vilji fyrir því að ná árangri. Margir fá sínar bestu hugmyndir á kvöldin þegar þeir leggjast á koddann og þá er upp- lagt að skrifa þær niður svo þær trufli ekki nætursvefninn. Kvöldið áður Skrifaðu niður það sem þú þarft að gera á morgun, það er svo miklu auðveldara að vakna og vita hvað maður er að fara að gera. Renndu rétt yfir list- ann á kvöldin og klappaðu þér á bakið fyrir allt sem þú hefur klárað. Það sem þú náðir ekki að klára færirðu yfir á morg- undaginn. Tíminn er dýrmætur Gefðu þér ákveðinn tímaramma fyrir hvert verkefni. Ég er af- skaplega hrifin af Pomodoro- appinu. Það gefur þér tuttugu og fimm mínútur í senn til þess að klára verkefni, hvíla svo í nokkr- ar mínútur og halda svo áfram með ferskan huga. EITT SKREF Í EINU Þú kemst á toppinn ef þú byrjar smátt og breytir litlum hlutum í daglegri rútínu. Nú styttist í haustið með sinni árlegu vætutíð og þá er ekki úr vegi að fjárfesta í góðum stígvélum. Nú má finna alls kyns liti og snið á stígvél- um, hvort sem eru hefðbundin og svört, með hæl eða jafn- vel vatteruð og í neonlit. Stíg- vél geta enst í langan tíma og eru ómissandi þegar pollar skreyta göturnar. Svo er ekki verra að geta hoppað og skoppað í pollum án þess að eiga á hættu að blotna. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ STÍGVÉLUM  RÓLEGT Í RIGNINGU Auður Magndís er nýráð- in framkvæmdastýra Samtak- anna 78 og er í forsíðuviðtali Lífsins þessa vikuna. Hér deil- ir hún lögum sem henni þykir gott að hlusta á þegar hún er við vinnu.  NEVERMIND THE END - TEI SHI SNEFILL - MOSES HIGHTOWER CRYSTALS - OMAM BELIEVE - MUMFORD AND SONS  BEFORE - VÖK NO REST FOR THE WICKED - LYKKE LI  I´M A CUCKOO - BELLE AND SEBASTIAN MÁNADANS - KÆLAN MIKLA APPLETREE - ERYKAH BADU Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770 Max Mara/Weekend Penny Black Persona/Marina Rinaldi Glæsilegar haustvörur komnar! Heilsuvísir 2 • LÍFIÐ 21. ÁGÚST 2015 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -F 1 C 0 1 5 D 5 -F 0 8 4 1 5 D 5 -E F 4 8 1 5 D 5 -E E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.