Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 21.08.2015, Síða 32
S tundum eigum við það til að ætla okkur um of eða ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Í kjölfarið gefumst við oft upp því verkefnið verður hrein- lega yfirþyrmandi. Það þýðir þó ekki að hætta þurfi leik þegar hæst stendur heldur er þá oft kominn tími til að skoða verkefni frá öðru sjónarhorni en upphaf- lega var lagt af stað með. Auð- veldast er að sjálfsögðu að gefast upp og ganga í burtu en ef þú ert að lesa þetta þá ertu líklega ekki einn eða ein af þeim. En hver er þá galdralausnin á því að leysa erfið verkefni, hver svo sem þau eru? Lausnin er svo sem ekki fundin í göldrum heldur í því að gefast ekki upp og taka upp nýjar venjur. Eins og til dæmis eftir- farandi: Byrjaðu smátt Í stað þess að ætla sér um of í lík- amsræktinni minnkaðu þá vænt- ingarnar. Skrifaðu niður á blað að þú ætlir þér að hlaupa tvö hundr- uð metra á dag næstu tíu daga. Merktu svo við þegar þú hefur náð markmiðinu og gefðu þér klapp á bakið ef þú hefur hlaupið lengra. Allt byrjar á fyrsta skrefinu. Segðu það upphátt Staðreyndin er víst sú að þú ert líklegri til að ná markmiðum ef þú segir einhverjum frá þeim. Sé markmiðið aðeins í huganum er svo auðvelt að finna afsökun og hætta við. Illu er best aflokið Sé bunki af ókláruðum verkefn- um á listanum þínum þá skaltu byrja á því allra leiðinlegasta og erfiðasta. Hin blikna í saman- burðinum og verða þar af leið- andi lauflétt og skemmtileg. Blokkin á borðið Svefn er afar mikilvægur og nauðsynlegt að hafa hann í jafn- vægi sé vilji fyrir því að ná árangri. Margir fá sínar bestu hugmyndir á kvöldin þegar þeir leggjast á koddann og þá er upp- lagt að skrifa þær niður svo þær trufli ekki nætursvefninn. Kvöldið áður Skrifaðu niður það sem þú þarft að gera á morgun, það er svo miklu auðveldara að vakna og vita hvað maður er að fara að gera. Renndu rétt yfir list- ann á kvöldin og klappaðu þér á bakið fyrir allt sem þú hefur klárað. Það sem þú náðir ekki að klára færirðu yfir á morg- undaginn. Tíminn er dýrmætur Gefðu þér ákveðinn tímaramma fyrir hvert verkefni. Ég er af- skaplega hrifin af Pomodoro- appinu. Það gefur þér tuttugu og fimm mínútur í senn til þess að klára verkefni, hvíla svo í nokkr- ar mínútur og halda svo áfram með ferskan huga. EITT SKREF Í EINU Þú kemst á toppinn ef þú byrjar smátt og breytir litlum hlutum í daglegri rútínu. Nú styttist í haustið með sinni árlegu vætutíð og þá er ekki úr vegi að fjárfesta í góðum stígvélum. Nú má finna alls kyns liti og snið á stígvél- um, hvort sem eru hefðbundin og svört, með hæl eða jafn- vel vatteruð og í neonlit. Stíg- vél geta enst í langan tíma og eru ómissandi þegar pollar skreyta göturnar. Svo er ekki verra að geta hoppað og skoppað í pollum án þess að eiga á hættu að blotna. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ STÍGVÉLUM  RÓLEGT Í RIGNINGU Auður Magndís er nýráð- in framkvæmdastýra Samtak- anna 78 og er í forsíðuviðtali Lífsins þessa vikuna. Hér deil- ir hún lögum sem henni þykir gott að hlusta á þegar hún er við vinnu.  NEVERMIND THE END - TEI SHI SNEFILL - MOSES HIGHTOWER CRYSTALS - OMAM BELIEVE - MUMFORD AND SONS  BEFORE - VÖK NO REST FOR THE WICKED - LYKKE LI  I´M A CUCKOO - BELLE AND SEBASTIAN MÁNADANS - KÆLAN MIKLA APPLETREE - ERYKAH BADU Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770 Max Mara/Weekend Penny Black Persona/Marina Rinaldi Glæsilegar haustvörur komnar! Heilsuvísir 2 • LÍFIÐ 21. ÁGÚST 2015 2 0 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :5 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 5 -F 1 C 0 1 5 D 5 -F 0 8 4 1 5 D 5 -E F 4 8 1 5 D 5 -E E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.