Ský - 01.08.2007, Page 18

Ský - 01.08.2007, Page 18
18 ský Benedikt Hermann Hermannsson heitir maðurinn og er oftast kallaður Benni. Þegar hann fékk þá hugmynd að stofna hljómsveit til að spila lögin sín, flest hver frumsamin, bættist Hemm Hemm við og úr varð hljómsveitin Benni Hemm Hemm. Formleg stofndagsetning hljómsveitarinnar er á verkalýðsdaginn, 1. maí 2004, en þá lék hljómsveitin á sínum fyrstu tónleikum. Hljómsveitarmeðlimir eru stundum 15 og stundum færri, jafnvel ekki nema tveir. Allt eftir því hvar á að flytja tónlistina og við hvaða kringumstæður. Verkefnin fyrir Benna Hemm Hemm hlaðast upp, svo mjög að hljómsveitin er aðalstarf Benna. Á Íslandi er maður vanari því að tónlistarmenn séu í tveimur vinnum; hljómsveitinni annars vegar og „venjulegri“ vinnu hins vegar. Ský vildi forvitnast um þessa hljómsveit og ekki síst Benna sjálfan. Ég spurði hann fyrst hvernig hljómsveitin hefði orðið til: Fimmtán meðlimir, stundum bara tveir „Benni Hemm Hemm er hljómsveitin sem ég bjó til svo ég gæti spilað lögin mín. Upphaflega ætluðum við að spila þau einu sinni, en svo spiluðum við þau aftur og aftur og nú eru liðin mörg ár. Hljómsveitin er breytileg eftir því hverjar aðstæður eru - stundum erum við 15 og stundum erum við mun færri. Síðast spiluðum við tveir.“ Hér væri réttast að nefna alla meðlimi sveitarinnar ásamt þeim hljóðfærum sem þeir leika á: Benedikt H. Hermannsson, gítar, söngur og fleira; Helgi Svavar Helgason, trommur, Davíð Þór Jónsson, bassi; Leifur Jónsson, básúna; japanir kurteisustu áhorfendurnir Texti: LízellaMynd: Páll Stefánsson Benedikt Hermann Hermannsson - Benni Hemm Hemm.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.